Fréttablaðið - 02.07.2008, Page 13
Aðalbakhjarlar Slysavarnafélagsins Landsbjargar eru:
– við leitum að fólki
Jarðskjálftarnir undanfarið hafa minnt okkur rækilega á hvað við Íslendingar erum í miklu návígi við óblíð
náttúruöfl. Í vetur skall hver óveðurslægðin á fætur annarri á landinu með tilheyrandi óþægindum og
skemmdum. Þessir atburðir hafa minnt okkur á mikilvægi vel þjálfaðra björgunarsveitarmanna sem óvenju
mikið hefur mætt á, enda alltaf reiðubúnir að bregðast við.
Stjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar vill þakka öllu þessu fólki vasklega framgöngu í vetur. Sömuleiðis
þökkum við fjölskyldum björgunarsveitamanna fyrir mikinn skilning á hlutverki þeirra og mikilvægi. Ekki
má gleyma þeim stóra hópi atvinnurekenda sem hefur stutt við bakið á björgunarstarfinu með því að veita
starfsmönnum sínum frí úr vinnu í hvert sinn sem kallið hefur komið.
Kærar þakkir til ykkar allra,
Stjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar.
Fórnfýsi sjálfboðaliðanna er ómetanleg íslensku þjóðinni
Takk fyrir veturinn!
Zophonías Friðrik Gunnarsson
Sjálfboðaliði í Hjálparsveit skáta Hveragerði
Zophonías er trésmiður og í hlutastarfi sem
slökkviliðsmaður í Hveragerði. Áhugamál hans
eru hestamennska og ýmsar jaðaríþróttir.
Zophonías hefur farið í 49 útköll síðan í haust
en mörg þeirra tengjast ófærð á Hellisheiði.
Hálfdán Ágústsson
Sjálfboðaliði í Hjálparsveit skáta Reykjavík og foringi
undanfaraflokks.
Hálfdán starfar sem veðurfræðingur og vísindamaður og
er sem stendur í doktorsnámi við HÍ. Frá því í haust hefur
hann farið í 12 útköll m.a. vegna óveðurs, leita að fólki
og aðstoðar vegna jarðskjálfta. Hálfdán er í sambúð og
helstu áhugamál hans eru fjallamennska og klifur.
Edda Björk Gunnarsdóttir
Sjálfboðaliði í Hjálparsveit skáta Reykjavík.
Edda er menntaður grunnskólakennari og
starfar við það. Helstu áhugamál hennar eru
útivist og ferðamennska. Hún hefur farið í 26
útköll í vetur og var mestur fjöldi þeirra tengdur
óveðrum sem gengu yfir landið sl. haust.
Edda er í sambúð.
Stefán Helgason
Sjálfboðaliði í Björgunarfélagi Árborgar, Selfossi
Stefán er húsasmíðameistari og starfar sem
byggingaverktaki. Aðaláhugamál hans eru
samfélagsaðstoð og starf í björgunarsveitum.
Hann hefur farið í 22 útköll í vetur vegna
ýmissa verkefna, s.s. óveðurs og vitanlega
vegna jarðskjálftanna á Suðurlandi.
Stefán er giftur og á eitt barn.
Sæunn Kjartansdóttir
Sjálfboðaliði hjá Björgunarsveitinni Ársæli
og hópstjóri bátahóps.
Sæunn er menntaður leikskólakennari
og sjúkraliði en helstu áhugamál hennar
eru köfun og snjóbretti. Sæunn hefur
farið í 24 útköll sl. mánuði en mörg þeirra
tengjast sjónum. Sæunn á tvö börn.