Fréttablaðið - 02.07.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 02.07.2008, Blaðsíða 16
16 2. júlí 2008 MIÐVIKUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson og Óli Kr. Ármannsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 UMRÆÐAN Ögmundur Jónasson skrifar um Evrópumál Um síðustu helgi voru forsíður tveggja íslenskra blaða, Morgunblaðsins og Fréttablaðsins undirlagðar kröfum um að Íslendingar gengju tafarlaust í Evrópusam- bandið. Í öðru blaðinu var vitnað í viðskipta- mógúl og hinu talskonu banka. Kvöldið áður hafði framkvæmdastjóri Samtaka atvinnu- lífsins, haft uppi svipaðan málflutning í ljósvakamiðl- um og talsmaður fjármálastofnana sagði að íslenska ríkið væri hugsanlega skaðabótaskylt vegna þess að dómsaðili í Brussel hefði komist að þeirri niðurstöðu að Íbúðalánasjóður samræmdist ekki markaðsskil- málum á hinu Evrópska efnahagssvæði. Meintur glæpur íslenska ríkisins er sá að setja á stofn sérstakan Íbúðalánasjóð fyrir alla landsmenn. Sjóðurinn er sjálfbær í þeim skilningi að hann nýtur ekki ríkisstyrkja. En vegna þess að bakhjarl hans er íslenska ríkið fær hann ódýrara lánsfé en ella. Af því njóta allir landsmenn góðs. Og sú staðreynd að hann byggir á íbúðaveðum á landinu öllu – bæði á svæðum þar sem veð eru „trygg“ og einnig þar sem þau eru það síður – og vegna þess að allir tekjuhópar eiga þar aðild – þá verður niðurstaðan hagstæð fyrir heildina. Þetta hefur bönkunum alltaf þótt ófært. Þeir vilja komast yfir „tryggu“ veðin og láta þá skattborgarann um „félagslegu“ úrræðin. Þegar bankarnir fengu ekki sínu framgengt kærðu þeir til Brüssel og viti menn þar var skilningur á því að ríkið á Íslandi skekkti samkeppnisstöðu fjármálafyrirtækja! Hvað ætlum við að ganga langt í því að láta aðild okkar að hinu Evrópska efnahagssvæði brjóta niður hér allt sem heitir samfélag? Skyldi vera samhengi á milli markaðshyggjunnar sem er ríkjandi innan Evrópusambandsins og áfergju hérlendra fjármálaafla að komast alla leið inn í Evrópusambandið? Í mínum huga verða kröfur fjármálamanna að varnaðarorðum. Og hótanir frá Brüssel eiga að verða okkur hvatning um að endurskoða tengsl okkar við Evrópusambandið. Það er löngu komið á daginn að EES-samningurinn er íslensku samfélagi að mörgu leyti mjög skaðlegur. Nýjustu hótanir minna á það. Höfundur er alþingismaður. EES til óþurftar ÖGMUNDUR JÓNASSON Um þessar mundir velta Frakkar vöngum yfir hjónavígslu sem gerð var ógild með dómsúrskurði, og verður naumast sagt að sitt sýnist hverjum, yfirgnæfandi meirihluti manna virðist vera á einu máli, þótt nokkur blæbrigðamunur sé á bjartsýnismönnum og svartsýnis- mönnum hvað snertir þær ályktan- ir sem menn draga af dóminum. En á bak við þetta er nokkur saga sem ýmsum finnst minningamerk. Þannig var að sumarið 2006 gengu X og Y, sem hafa alls ekki viljað láta nafns síns getið, í hjónaband einhvers staðar norðarlega í Frakklandi (staðurinn er heldur ekki nefndur); hann var þrítugur verkfræðingur en hún stúdína, og þau voru bæði sanntrúaðir fylgjendur Spámanns- ins. Fyrir hjónavígsluna hafði hún svarið og sárt við lagt, að hún hefði lifað skírlífi og aldrei karlmanns kennt, enda setti hann það sem skilyrði fyrir hjónaband- inu, samkvæmt boðorðum Kóransins. Giftingarathöfnin fer nú fram, haldin er veisla með pomp og pragt að viðstöddum fimm hundruð boðsgestum, og síðan tekur brúðkaupsnóttin við. En hún er varla hálfnuð, þegar brúðguminn kemur foxillur fram til gestanna sem voru enn að sötra það piparmintute sem brýtur ekki í bága við Kóraninn, og heldur á lakinu í hendinni: það er mjalla- hvítt, brúðurin var sem sé alls ekki hrein mey. Það verður hneyksli, og faðir brúðgumans skilar brúðinni snarlega heim til föðurhúsa. Strax morguninn eftir strunsar brúðguminn til lögfræðings. Hann fer ekki fram á skilnað, því í skilnaði myndi að sjálfsögðu felast að það hafi verið hjónaband, að vísu nokkuð stutt, og brúðguminn væri þá stimplaður „fráskilinn“, heldur heimtar hann að hjóna- vígslan verði ógilt, þá hefur sem sé aldrei verið neitt hjónaband. Þetta mál kom nú fyrir dómara í bænum Lille, sem var reyndar kvenkyns. Af einhverjum ástæð- um, sem hafa þó ekki verið skýrðar, var hún því fylgjandi að ganga að kröfum brúðgumans og sjá til þess að lagalega hafi hann aldrei verið brúðgumi. En nú voru góð ráð dýr, því hvernig sem frönsk lög eru teygð og toguð er ekki í þeim að finna einn einasta stafkrók um að kona þurfi að vera hrein mey til að ganga í hjóna- band. Því var það fangaráð dómarans að dusta rykið af gömlum paragraf sem mælti svo fyrir að hjónaband skyldi ógilt, ef annar aðilinn hefur farið persónu- villt, gifst A í þeirri trú að hann væri að giftast B, eða hann hefur verið blekktur hvað snerti „grundvallareiginleika“ makans. Dæmin sem tekin eru í handbók- um í lögfræði eru um þau tilvik ef brúðgumi hefur verið leyndur því að brúðurin er praktíserandi portkona, eða þá ef brúðguma hefur tekist að dylja sína heitt- elskuðu að því fram yfir hjóna- vígslu að hann er ekki kvennýtur. Þetta er sem sé eitthvað í ætt við lög um vörusvik. Á þessum lögfræðilega grund- velli var hjónaband X og Y síðan ógilt með dómi sem kveðinn var upp í Lille 1. apríl síðastliðinn. Ekki tók nema fáeinar mínútur að ganga frá málinu og það vakti enga athygli þangað til blaðamað- ur við dagblaðið „Libération“ rakst á úrskurðinn í einhverju lögfræði- tímariti og skrifaði um það grein sem birtist síðast í maí ásamt hálfsíðumynd í stíl mynd- skreytinga við skáldsögur á 19. öld. En þá varð skelfilegur hvellur, svo ekki sé meira sagt. Baráttu- konur risu upp til handa og fóta og sögðu að þetta væri ekki annað en lögkrókar og sleitur, verst þótti þeim þó að með þessu skyldi dómsvaldið úrskurða að meydóm- ur skyldi teljast með „grundvallar- eiginleikum“ kvenna, og kölluðu þeir dóminn „fötwu“ og risastórt skref aftur á bak. Það kom svo fram í fréttum að brúðguminn hafði einkum haldið því fram að brúðurin hefði blekkt sig, og hann vildi ekki byggja sitt hjónaband á lygum. En það varð til þess að blaðamaður stakk upp á því um leið að settur yrði upp lygamælir í þeim salarkynnum þar sem hjónavígslur fara fram. Af þessu draga menn svo tvenns konar niðurstöðu. Þeir sem sjá allt í jákvæðu ljósi segja: hún getur prísað sig sæla að vera laus við hann. Hinir óttast að með því að kveða upp dóm í anda Kóransins, þótt það sé undir öðru yfirskini, sé verið að stíga spor í áttina til þess að Frakkland verði íslamskt lýðveldi, dómarar fari þá kannske fullum fetum að dæma eftir sjaríunni. Eftir því sem blaðafregnir herma er nú hlaupinn mikill skrekkur í franskar stúlkur af Múhameðstrú, og ganga á milli þeirra tölvuskeyti í stílnum: ég týndi meydómnum fyrir vangá, hvað á ég að gera? En lausnina er að sjálfsögðu að finna á hinum frjálsa markaði. Einkasjúkrahús í París bjóða nú upp á þá skurð- læknisþjónustu að græða aftur meydóm í stúlkur sem hafa fallerast, og kostar aðgerðin 1.000- 2.000 evrur, en einnig eru auglýst- ar ferðir í sama tilgangi til Túnis upp á 1.250 evrur (farmiði og aðgerð innifalin). Kannske myndi sumum þykja mönnum með meydómsmeinloku réttilega refsað, ef þeir eiga síðan ekki völ á öðru en kírúrgískum afturbatapík- um. Kóraninn í hvítu bandi EINAR MÁR JÓNSSON Í DAG | Allt verðskuldað Pétur Gunnarsson, fráfarandi ritstjóri Eyjunnar, fær fallegar kveðjur frá bloggurum vefritsins og verður augljóslega sárt saknað. Meðal þeirra sem leggja orð í belg er Össur Skarphéðinsson iðnaðarráð- herra. „Ég hef verið dyggur lesari og aðdáandi pistla Péturs,“ skrifar Össur, „og því meiri sem hann hefur skammað mig harðar. Allt hefur það verið verðskuld- að[.]“ Jæja, þá er bara að kíkja á fyrir hvað Pétur hefur verið að skamma Össur. Þá vitum við það Það sem af er ári hefur Pétur minnst á vandræðagang iðnaðarráðuneytis- ins, sem hleypti ekki ljósmyndurum inn til að mynda undirskrift viljayfir- lýsingar um álver á Bakka; spáð „eitr- aðri baráttu stórra egóa, sem berjast fyrir pólitísku lífi sínu“ í Samfylking- unni; sakað Össur um að „fleyta kjaftasögum og slúðri“ um Gísla Martein Baldursson, veitast að trúverðugleika og æru Einars K. Guðfinnssonar ráðherra og reyna að drepa á dreif gagnrýni á umdeilda dómaraskipan Árna Mathiesen. Þessu syndaregisteri er Össuri ljúft að gangast við. Aftur til fortíðar Á vef forsætisráðuneytisins er greint frá því að tímaritið Economist hafi sett viðtal við Geir H. Haarde forsæt- isráðherra á heimasíðu sína, þar sem Geir hafi svarað ýmsum spurningum, til dæmis um „afstöðuna til Evrópubandalagsins“. Segir það ekki sína sögu um áhuga forsætisráðu- neytisins á Evrópumálum að þar er enn talað um Evrópubandalagið en ekki Evrópusam- bandið, eins og tíðkast hefur síðan 1992? bergsteinn@ frettabladid.is Hjónasæng H agvöxtur framtíðarinnar er að miklu leyti háður því hverju þjóðin áorkar við að bæta menntun og efla rannsóknir. Þetta er gömul tugga. Hún er jafn mikil- væg fyrir það. En hætta er á að gildi hennar gleymist þegar þrengir að í þjóðarbúskapnum. Þá horfa menn gjarnan á nærtækari viðfangsefni. Sannleikurinn er þó sá að aldrei er brýnna en einmitt við slíkar aðstæður að gæta að þessari gróðurmold hagsældarinnar. Gær- dagurinn markaði nokkur þáttaskil með sameiningu skóla og gildistöku hluta þeirra laga um skólakerfið sem samþykkt voru á vorþinginu. Slíkar breytingar eru að sönnu formið eitt þar til þær hafa fengið raunverulegt innihald í daglegu starfi. En þær eru vísir að nýjum möguleikum. Menntamálaráðherra hefur náð verulegum árangri með því að fá samþykkta stefnumarkandi löggjöf um öll stig skólakerfisins á fyrsta ári nýrrar ríkisstjórnar. Sá peningur hefur eins og aðrir tvær hliðar. Önnur sýnir augljósa möguleika á framför í starfi skólanna. Hin er pólitísk í eðli sínu og mælir ótvíræðan ávinning í þeim efnum. Í alþjóðlegum samanburðarkönnunum hafa grunnskólarnir ekki komið vel út. Þær niðurstöður þarf að taka alvarlega. Mjög víða eru agavandamál í skólum. Þau standa í vegi fyrir framför- um. Þetta eru viðfangsefni sem lúta að skólastefnu og innra starfi skólanna. Það þarf meira en lög til bóta á þessum viðfangsefnum. Í því samhengi bendir ýmislegt til að fleiri óháðir skólar gætu aukið sveigjanleika, eflt frumkvæði og skerpt kröfur í skólastarfi. Það töldust einnig nokkur tíðindi þegar Iðnskólinn í Reykjavík og Fjöltækniskólinn sameinuðust í gær undir merkjum nýs Tækni- skóla. Þær djörfu og um margt róttæku ákvarðanir sem að baki þeirri sameiningu búa verða án vafa prófsteinn á þau tækifæri sem nýju framhaldsskólalögin gefa. Markmið þeirra var meðal annars að gefa iðn- og tækninámi sterkari fótfestu. Stefnumótun þessa nýja skóla gefur tilefni til bjartsýni þar um. Í gær tóku einnig formlega gildi ákvarðanir um sameiningu Háskóla Íslands og Kennaraháskólans. Jafnframt gengu í gildi ákvarðanir um róttækar breytingar á skipulagi Háskóla Íslands. Bæði þessi skref eru mikilvægir áfangar í markvissri sókn háskólastarfsins og marka nýtt upphaf í bættri menntun kennara. Nýir háskólar hafa á síðustu árum sannað gildi sitt. Háskóla- kennsla utan Reykjavíkur hefur aukheldur haft mikla þýðingu fyrir þróun samfélagsins. Hitt er annað að það getur ekki verið markmið að reka hér helminginn af tíu minnstu háskólum í heimi. Fyrir þá sök er óhjákvæmilegt að horfa til frekari samruna í háskólasamfélaginu bæði hvað tekur til kennslu- og rannsóknar- stofnana. Það þarf öflugar vísindastofnanir til þátttöku í nauðsyn- legu alþjóðasamstarfi á þessu sviði. Ólíkar reglur um skólagjöld háskóla eftir rekstrarformum hafa leitt til aðstöðumunar sem ekki verður unað við. Þetta er viðfangs- efni sem pólitíkin þarf að takast á við. Ábyrgð á því getur ekki alfarið hvílt á kennurum og vísindamönnum. Úrlausnin er pólitísk í eðli sínu. Ekki fer á milli mála að gærdagurinn var góður í skólapólitísku tilliti og svolítill vísir að framtíðarhagvexti. Góður dagur má hins vegar ekki leiða til værugirni. Hann á að vera viðnám til frekari úrbóta. Þeirra er þörf. Vísir að hagvexti framtíðarinnar: Góður dagur ÞORSTEINN PÁLSSON SKRIFAR BYLGJAN BER AF Samkvæmt könnun Capacent í aldurshópnum 18-54 ára á tímabilinu 26. apríl til 25. maí 2008. Hlutdeild - hlustun í mínútum á dag.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.