Fréttablaðið - 02.07.2008, Page 30
22 2. júlí 2008 MIÐVIKUDAGUR
folk@frettabladid.is
Í kvöld mun Logi Bergmann halda
í sólarhrings ferð hringinn í kring-
um landið. Á ferðinni ætlar hann
að spila átján holur á átján golf-
völlum til styrktar MND-félaginu.
Með honum í för verða Íslands-
meistararnir Þorsteinn Hallgríms-
son og Ragnhildur Sigurðardóttir
og popparinn Eyjólfur Kristjáns-
son. Logi og Ragnhildur á móti
Eyfa og Steina. Það er svo
Þorvaldur Lúðvíksson sem sér um
að fljúga með hersinguna milli
staða en einnig verður notast við
annan ferðamáta.
Hringferð Loga hefst í dag
> VILL NÝJA HÚÐ
Pharell Williams er kominn með leið á tattúver-
uðum líkama sínum og er tilbúinn að eyða meira
en hundrað þúsund dollurum í nýja
húð. Á stofnun sem kallast Wake For-
est í Norður-Karólínu í Bandaríkjun-
um hyggst Pharell láta sauma á sig nýja
húð sem stofnunin ræktar út frá sýni af
hans eigin húð. „Ég er með eld
tattúveraðan á handleggina á
mér, svo þetta verður alveg þess
virði. Þegar ég verð búinn að
jafna mig eftir að þeir hafa saum-
að nýju húðina á get ég fengið
mér hvaða tattú sem er.“
Ungmenni úr Topp starfi
Hins hússins héldu veglegt
lokapartí síðastliðinn föstu-
dag. Síðastliðnar sex vikur
hafa krakkarnir, sem eru á
aldrinum 16-25 ára, starfað á
hinum ýmsu vinnustöðum
við góðan orðstír. Það var
mikið um dýrðir í Hinu hús-
inu þar sem boðið var upp á
grill og frumsamin skemmti-
atriði meðal annars. Ingó og
nokkrir meðlimir Veðurguð-
anna komu svo og tóku lagið
og féll það í góðan jarðveg.
Ljósmyndari Fréttablaðsins
fór á staðinn og fangaði
stemninguna.
- shs
Gleði og gaman í Topp starfi
KÁTÍNA Egill og Arna voru kát í partíinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELMVEÐURGUÐIRNIR Ingó fór á kostum í
Hinu húsinu ásamt félögum sínum úr
Veðurguðunum.
Lily Allen er sögð vilja taka upp
dúett með leikkonunni Lindsay
Lohan fyrir aðra breiðskífu sína.
Lagið sem stöllurnar koma til með
að syngja saman heitir Wherever
We Go, en samkvæmt heimildum
tímaritsins New eru aðdáendur
Lily ekki spenntir fyrir samstarf-
inu og óttast að það muni hafa
slæm áhrif á tónlistarferil hennar.
Lily kynntist Lindsay fyrir
stuttu þegar hún hitti hana ásamt
meintri kærustu hennar Samönthu
Ronson í Los Angeles, en Sam-
antha er systir upptökustjórans og
tónlistarmannsins Mark Ronson
sem átti stóran þátt í fyrstu plötu
Lily Allen.
Lily og Lindsay
syngja dúett
LINDSAY LOHAN
Hefur reynt fyrir sér í tónlistinni með-
fram leiklistarferlinum.
ÖNNUR PLATA Í VINNSLU
Aðdáendur Lily Allen hafa beðið í
ofvæni eftir annarri plötu frá söng-
konunni, en eru ekki hrifnir af meintu
samstarfi hennar með Lindsay Lohan.
AKRANES
kl. 20.30
SELTJARNAR-
NES kl. 22.00
ÞINGEYRI
kl. 23.30
ÍSAFJÖRÐUR
kl. 00.30
SAUÐÁRKRÓKUR
kl. 02.00
AKUREYRI
kl. 03.30
DALVÍK
kl. 05.00
HÚSAVÍK
kl. 06.30
NESKAUP-
STAÐUR
kl. 08.00
EGILSSTAÐIR
kl. 09.30
HÖFN
kl. 11.00
VESTMANNAEYJAR
kl. 12.30
SELFOSS
kl. 14.30
BORGARNES
kl. 19.00.
KEFLAVÍK
kl. 15.30
KEILIR
kl. 16.30
ODDUR
kl. 17.30
GRAFARHOLT
kl. 18.30
LOGI OG HRINGURINN
Fer hringinn á einum
sólarhring á flugvél
og bíl