Fréttablaðið - 02.07.2008, Page 31

Fréttablaðið - 02.07.2008, Page 31
MIÐVIKUDAGUR 2. júlí 2008 23 Einhver þekktasti ljós- myndari landsins, Páll Stefánsson, varð beinlínis stúmm þegar hann var vak- inn upp af lögreglu í gær- morgun og leiddur niður á bílaplan þar sem gat að líta bíl hans í lausu lofti. „Þetta var hroðaleg aðkoma. Og sérstaklega leiðinlegt er að þennan morgun ætluðum við dóttir mín, sem er 17 ára, að fara niður á lög- reglustöð, sækja skír- teinið hennar og fara í fyrsta bíltúrinn. Já, þetta er súrt,“ segir Páll Stefánsson ljósmyndari. Páll var vakinn upp af lögreglu korter í átta í gærmorgun. Þá hafði ein- hver tilkynnt um bíl nán- ast í lausu lofti sem reyndist bíll Páls, tveggja ára Volks- wagen GTI. „Já, hann stóð upp á endann. Þetta er tjón upp á um 600 þús- und. Og trygg- ingarnar bæta það ekki,“ segir Páll. Lögreglan tjáði honum jafn- framt að ekki væri algengt að dekkjum og felg- um væri stolið með þessum hætti. Það sem gerir þennan þjófnað sérstaklega bír- æfinn er að bíllinn stendur við til- tölulega fjölfarin gatnamót eða við Dalbraut og Selvogsgrunn þar sem Laugarásvídeó er. „Ég er nánast viss um að þetta hefur verið pantað. Því felgurnar eru sérstakar. Fjórar rær halda þeim auk einnar sem á þarf sér- stakan lykil til að opna. Og þjófarn- ir hafa haft einn slíkan meðferð- is.“ Páll segir felgurnar sérstakar, þær eru sérlega stórar vegna stærri bremsuklossa en gengur og gerist. „Sá sem kaupir þýfið getur ekki um frjálst höfuð strokið því ég þekki hverja rispu á þessum felgum og myndi þekkja þær sam- stundis sjái ég þær aftur,“ segir Páll sem býður fram fundarlaun ef einhver getur orðið til að benda á hvar þær eru niðurkomnar. „Lög- reglan sagði bara „shit happens“ en ég geri ráð fyrir því að hún muni rannsaka málið.“ Páll segist aðspurður ekki þekkja hvort menn hafi ráð með að selja felgur og dekk sem þessi úr landi. Og telur vænlegast fyrir þjófana að skila fengnum því ekki sé eins og um milljóna samfélag sé að ræða hér á Íslandi. jakob@frettabladid.is Ljósmyndari fórnarlamb bíræfinna dekkjaþjófa BÚIÐ AÐ HREINSA UNDAN BÍLNUM Það sem gerir þjófnaðinn einkar ósvífinn er að bíllinn stendur við fjölfarin gatnamót. FRÉTTABLAÐIÐ/PÁLL PÁLL STEFÁNSSON Fór ekki í fyrsta bíltúrinn með dóttur sinni, sem er nýkom- in með skírteini, á VW GTI eins og til stóð. FELGA PÁLS Svona líta dekkin út sem þjófarnir höfðu á brott með sér. Skipuleggjend- ur Wild in the Country- hátíðarinnar eru mjög vonsviknir yfir því að Björk hafi hætt við að spila á hátíðinni. Tónleikarnir áttu að fara fram laugardaginn 5. júlí og áttu að vera eina uppákoma Bjarkar í Englandi á þessu ári. Björk hætti við í síðustu viku og bar fyrir sig að skipuleggjendunum hefði ekki tekist að skaffa nauðsynlegan tækjabúnað. Í fréttatilkynningu sögðu skipuleggjendurnir að þeim þætti þetta mikill missir og sverja af sér allt klúður með tækjamál. Björk hættir við England BJÖRK GUÐMUNDSDÓTTIR Mary-Kate Olsen hefur tryggt fataskápinn sinn fyrir 158 milljón- ir. Leikkonan á víst svo stórt og mikið safn af flíkum og skóm eftir stærstu hönnuði heims að hún hefur ákveðið að tryggja það ef ske kynni að því yrði rænt eða að flíkurnar eyðilegðust. Mary-Kate og tvíburasystir hennar, Ashley, eru oft á lista yfir best klæddu konur heims. „Mary-Kate á Chanel-tösku sem kostar um þrjár milljónir, flest fötin hennar kosta ekki minna en tvö hundrað þúsund krónur,“ var haft eftir heimildar- manni. Það er því engin furða að stúlkan tryggi sig gegn saum- sprettum og lykkjuföllum. Tryggir fata- skápinn sinn MARY-KATE Veit að maður tryggir ekki eftir á. Leikkonan geðþekka, Sarah Jessica Parker, íhugar nú að taka að sér aðalhlutverk í nýrri kvikmynd, The Ivy Chronicles. Kvikmyndin mun fjalla um einstæða móður, Ivy Ames, sem missir hálaunaða vinnu sína og verður í kjölfarið að gefa fyrri lifnaðarhætti upp á bátinn og lifa samkvæmt efnum. Söguhetjan Ivy Ames nær þó fljótt tökum á þessu nýja lífi sínu en tíminn einn mun leiða í ljós hvort hún verði ungum einstæðum mæðrum eins mikil fyrirmynd og Carrie með tískuna. Ef samningar nást verður þetta fyrsta kvikmynd Söruh Jessicu eftir sumarsmellinn Sex and the City. Einstæð Sarah Strákarnir í Sigur Rós þurfa ekki að kvarta yfir dómum sem nýja platan þeirra hefur fengið, þeir eru vel yfir meðaltali. Miðað við samantekt Metacritic sem byggir á sautján plötudómum fær platan 8,1 í meðaleinkunn. Ísbjarnadráp Íslendinga blandast inn í dóm sem Mark Prindle skrifar á síðu sína. „Þar til Íslendingar hætta að drepa alla sætu ísbirnina sem rekur upp á strendur landsins fær Sigur Rós ekki meira en sex af tíu í einkunn,“ skrifar Mark og telur Sigur Rós ábyrga fyrir dauðu björnunum. „Þeir drepa ísbjörn í miðju laginu „Fljótavík“. Af hverju? Það er kominn tími til að einhver kenni Sigur Rós um óbreytileg tengsl mannsins og hinna göfugu skepna Móður jarðar.“ Mark hefur birt plötudóma á netinu síðan 1996 og þykir nokkuð fyndinn. Kennt um ísbjarnadráp ÍSBJARNAMORÐINGJAR? Öllu lendir nú Sigur Rós í.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.