Fréttablaðið - 26.07.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 26.07.2008, Blaðsíða 2
2 26. júlí 2008 LAUGARDAGUR 469kr/kg FERSKUR KJÚKLINGUR 782 kr/kg Stefán, notarðu verjur í mark- inu? „Já, einhverjar, en flestar þeirra bíða yfirleitt betri tíma.“ Stefán Logi Magnússon var hetja KR þegar hann varði vítaspyrnu í leik gegn Grindavík í bikarkeppni karla í knatt- spyrnu í fyrradag. Leikurinn endaði 3-2. NÁTTÚRUVERND „Ónýtir vegir og ófullkomin hreinlætisaðstaða skapa ekki góða ímynd,“ segir Arnþór Gunnarsson, sagnfræð- ingur og mastersnemi í ferða- málafræðum, og vísar til reynslu sinnar í nýlegri ferð upp að Laka. Arnþór undirbýr lokaverkefni um samspil náttúruverndar og ferðamennsku í Vatnajökulsþjóð- garði. Hann telur að haga verði aðstæðum þannig við íslenskar náttúruperlur að þær þoli umferðina, annars felist eyðilegg- ingarmáttur í ferðamennskunni. - gun / sjá allt Aðstöðu ábótavant við Laka: Getum verndað náttúruperlur NÁTTÚRUVERND Arnþór Gunnarsson telur að hægt sé að samræma náttúru- vernd og ferðamennsku. MYND/ERLA HULDA HALLDÓRSDÓTTIR LEIT Maðurinn sem leitað var að í Esjunni fannst látinn vestan til í Kistufelli efst í fjallinu á ellefta tímanum í gærmorgun. Leit að manninum hafði staðið yfir frá hádegi á fimmtudag þegar tvær konur tilkynntu um nakinn mann sem sést hafði til í fjallinu. Þegar mest var leituðu hans 120 björgunarmenn ásamt átta hundum og tveimur þyrlum. Maðurinn var 26 ára gamall Pólverji sem búið hafði á Íslandi í tæpt ár og starfaði hjá bygginga- fyrirtæki. Hann átti enga aðstandendur hér en samstarfs- fólk ber honum vel söguna. Ekki er unnt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu. - ht Leitað að manni í Esjunni: Fannst látinn efst í fjallinu SPÁNN, AP Hugo Chaves, forseti Venesúela, heimsótti Spán í gær. Ræddi hann meðal annars við Jóhann Karl Spánarkonung og Jose Luis Rodriguez Zapatero, for- sætisráðherra Spánar. Heimsókninni er meðal annars ætlað að bæta samskipti ríkjanna. Þau hafa verið stirð frá því að Jóhann Karl spurði Chaves „af hverju hann héldi ekki kjafti“ á ráðstefnu í Chile í nóvember á síð- asta ári. Chaves hafði haft hátt á ráð- stefnunni. Þegar hann kallaði Jose Maria Aznar, fyrrverandi forsæt- isráðherra Spánar, ítrekað „fas- ista“ sagði konungurinn, sem venjulega er hæverskur maður, honum að þegja. Chaves brást ókvæða við, krafð- ist afsökunarbeiðni og hótaði að slíta stjórnmálatengslum við Spán. Í gær var hins vegar annað á þjóðarleiðtogunum að sjá, þeir brostu og heilsuðust innilega. „Mig langaði til að faðma konung- inn,“ sagði Chaves í gamni. Chaves hefur síðustu daga ferð- ast um Evrópu og meðal annars heimsótt Rússland og Hvíta-Rúss- land. Hann hefur leitað eftir auknu hernaðarsamstarfi við Rússa. Herma fregnir að hann hafi lagt til að Rússar kæmu upp herstöð í Venesúela, en venesúelsk stjórn- völd neita því. - gh Hugo Chaves Venesúelaforseti og Jóhann Karl Spánarkonungur eftir orðaskak: Sögulegar sættir forseta og konungs HUGO CHAVES OG JÓHANN KARL Þjóðarleiðtogarnir virðast hafa sæst eftir orðaskak á ráðstefnu í nóvember. NORDIC- PHOTOS/AFP ÁRBORG „Mér finnst skömm að því að fara svona með okkur elsta fólkið,“ segir Helgi Thorvaldsson, 78 ára íbúi á Stokkseyri. Helgi hefur til þessa fengið mat frá sjúkrahúsinu á Selfossi sendan heim á hverjum degi og verið ánægður með það fyrirkomulag. „Þetta er ljómandi matur sem hefur skilað sér vel,“ segir Helgi. Nú hefur samningi sjúkrahússins við sveitarfélag- ið Árborg aftur á móti verið sagt upp og kaldur matur verður í staðinn sendur heim þrisvar í viku og aðra hverja helgi. Fólk verður sjálft að sjá um að hita upp matinn. „Margir hafa enga aðstöðu til að hita matinn sjálfir,“ segir Helgi sem býr einn og telur illa farið með eldri íbúa sveitarfélagsins. Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir, verkefnisstjóri félagslegra úrræða í Árborg, segir að samstarf við Sláturfélag Suðurlands hafi verið tekið upp í kjölfar uppsagnar samningsins við sjúkrahúsið. „Þetta er tilraunaverkefni sem við vonum að gangi vel,“ segir Guðlaug. „Fólkið getur fengið vel útilátinn kaldan mat fyrir hvern dag ársins þótt hann sé ekki keyrður út alla daga.“ Í næstu viku verður fundað með ellilífeyrisþegum og öryrkjum sem hafa nýtt sér þjónustuna. „Við munum fara yfir málefni hvers og eins þar sem við höfum heyrt af einstaklingum sem eru óöruggir vegna breytinganna,“ segir Guðlaug. - ht Ellilífeyrisþegi á Stokkseyri fær ekki lengur sendan heim heitan mat í hádeginu: Telur illa farið með eldri íbúa LEIT Leit að seglskútu Jakobs Fenger, 56 ára Íslendings, hefur enn engan árangur borið. Síðast heyrðist frá Jakobi 3. júní. Skipulagðri leit bandarísku og kanadísku strandgæslunnar á svæðinu milli Nýfundnalands og Bermúda var hætt fyrir nokkru. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni hefur gæslan beðið skip á svæðinu um að svipast um eftir skútunni og hafa nokkur eftirlitsflug verið farin síðan formlegri leit var hætt. - ovd Íslendingur enn ófundinn: Leitin engan árangur borið SKIPULAGSMÁL „Mér finnst þetta falleg bygging,“ segir Lárus Guð- mundsson, eigandi veitingastaðar- ins Rossopomodoro við Laugaveg, um tillögu +Arkitekta að nýbygg- ingu Listaháskóla Íslands sem kynnt var í síðustu viku. Til stend- ur að nýja skólabyggingin standi meðal annars við Laugaveg, gegnt veitingastað Lárusar. Hann telur flesta verslunarmenn á svæðinu fylgjandi framkvæmd- unum, „svo framarlega að þær gangi hratt og vel fyrir sig“. Í sama streng tekur Hansína Jensdóttir gullsmiður. „Mér líst vel á að fá þetta hús og þessa starfsemi hérna á horn Laugavegs og Frakkastígs.“ Í tillögunni er gert ráð fyrir að nokkur eldri hús við Laugaveginn verði fjarlægð. „Ég er ekkert yfir mig hrifin af þeim húsum og finnst hreinsun ef þau fara,“ segir Hans- ína. „Í sjálfu sér er ágætt að fá skól- ann í hverfið, hann hefur bara góð áhrif á mannlífið,“ segir Logi Helgason, kaupmaður í Vínberinu við Laugaveg 43. „Mér finnst þessi tillaga flott og líst betur á götu- myndina með skólanum heldur en hún er í dag.“ Tillagan gerir ráð fyrir að húsið sem hýsir Vínberið, verslun Loga, verði rifið. „Það er ekki gott fyrir okkur að þessi hús fari en það er betra fyrir Lauga- veginn,“ segir Logi sem ætlar sér að flytja verslun sína annað á Laugaveginn. „Það að mér lítist mjög illa á til- löguna og ég sé þannig að gefa í skyn að Listaháskólinn sé á ein- hvern hátt óvelkominn í miðborg- ina er hrein og bein rangtúlkun á mínum ummæl- um,“ segir Ólaf- ur F. Magnússon borgarstjóri um frétt í hádegis- fréttatíma Rík- isútvarpsins í gær. Hann segir þó alveg ljóst að skipulagsráð borgarinnar muni ekki sam- þykkja framkomna tillögu í óbreyttri mynd þar sem hún lagi sig ekki að þeirri götumynd sem borgaryfirvöld vilji vernda. Í yfirlýsingu sem aðstandendur samkeppni um nýbyggingu Lista- háskóla Íslands sendu frá sér í gær segir að í samkeppninni hafi verið farið eftir ábendingum skipulags- yfirvalda í einu og öllu. „Ég held að einhvers staðar í ferlinu hafi gleymst að taka tillit til þessara sjónarmiða borgaryfir- valda, að það beri að sýna gamalli götumynd Laugavegarins tillits- semi,“ segir Ólafur Hann segir gömul hús á svæðinu ekki endilega þurfa að standa í óbreyttri mynd. „Heldur að þau nái fram þeirri stemningu og tíðar- anda sem gamla byggðin við Lauga- veg stendur fyrir.“ Hann vísar til gamalla timburhúsa skammt frá umræddum reit og segir þau illa þola ferkantaða glerbyggingu beint á móti sér. Hann segir að götumyndin verði að vera í forgrunni og þarfir Lista- háskólans þurfi að útfæra með það í huga. „Við ætlum okkur að sætta sjónarmið án þess að gefa nokkuð eftir með verndun götumyndarinn- ar.“ olav@frettabladid.is Skipulagsráð hafnar segir borgarstjórinn Borgarstjóri segir skipulagsráð ekki samþykkja tillögu um byggingu listahá- skóla í miðbæ Reykjavíkur í óbreyttri mynd. Tillagan taki ekki tillit til gamallar götumyndar. Kaupmönnum á Laugavegi líst vel á tillöguna. Vilja byggja strax. LISTAHÁSKÓLINN VIÐ LAUGAVEG Götumynd Laugavegs mun taka nokkrum breyting- um ef tillaga +Arkitekta á nýbyggingu Samson Properties verður samþykkt. LÁRUS GUÐMUNDSSON AUSTURRÍKI Elizabeth Fritzl, sem í nærri aldarfjórðung var fangi föður síns í Austurríki, hefur rekið móður sína, Rosemar- ie, út af sjúkrahúsinu þar sem þær hafa búið ásamt börnum sínum. Elizabeth er reið móður sinni fyrir að hafa ekki staðið uppi í hárinu á föðurnum, Josef Fritzl, og trúir því ekki að hún hafi ekki vitað af prísundinni í kjallaranum. Lögmaður fjölskyldunnar hefur staðfest að Rosemarie sé flutt af sjúkrahúsinu og búi nú hjá einu sex systkina sinna. Lögreglan telur þó enn að hún hafi ekkert vitað af níðingsverkum eigin- manns síns. - gb Elizabeth Fritzl fórnarlamb: Rak móðurina af sjúkrahúsinu JOSEF FRITZL SKIPULAGSMÁL Stjórn Torfusam- takanna harmar þá sorglegu stöðu sem upp er komin með áformum Listaháskóla Íslands um niðurrif sögulegrar húsaraðar við Laugaveg og segir að um „menningarsögulegt slys“ sé að ræða. Nýtt hús Listaháskóla Íslands mun rísa við svokallaðan Frakka- stígsreit fyrir haustið 2011. Gert er ráð fyrir að húsin á Frakka- stígsreitnum, utan eins, verði rifin. „Fram komin vinningstil- laga í samkeppni endurspeglar í eðli sínu neikvæða afstöðu LHÍ til húsverndar,“ segir meðal annars í ályktun samtakanna. - vsp Torfusamtökin álykta um LHÍ: Húsaröðin fái að halda sér RÁÐHÚS ÁRBORGAR Ellilífeyrisþegar í Árborg fá ekki lengur sendan heim heitan mat á hverjum degi. SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.