Fréttablaðið - 26.07.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 26.07.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 500026. júlí 2008 — 202. tölublað — 8. árgangur VEÐRIÐ Í DAG LAUGARDAGUR HYLMT YFIR ÍSLENSKUM NJÓSNUM Chay Lemoine hefur rannsakað leyniskjöl um Halldór Laxness. HELGARVIÐTAL 20 Hjónin Erla Dögg Ingjaldsdóttir og Tryggvi Þorsteinsson hafa rekið arkitektastofuna Minarc í Los Ang-eles við góðan orðstír síðustu tíu ár. Þau eru nú að kynna nýja fram-sækna tækni í byggingaframleiðslu og ætla að setja fyrstu húsin, sem kallast M3house, á markað næsta haust. Þau hafa nú þegar hlotið um-hverfisverðlaun viðskiptadeild-ar Santa Monicu fyrir M3house og Residential Architect Design Award, ein virtustu verðlaun íbúð-arhúsaarkitekta í Bandaríkjunum.„Okkar hugmynd gengur út á að skapa hús úr endurunnu efni, sem jafnframt er endurnýtanlegt eða lífrænt svo það brotni niður aðloknum líftíma hú með velmeguninni, svo nú er öllu hent og rusl staflast up “Tr Orkulega sjálfbær og endurvinnanleg Hjónin Erla Dögg Ingjaldsdóttir og Tryggvi Þorsteinsson, sem reka arkitektastofuna Minarc í Los Angeles, eru að setja byltingarkennd hús á markað næsta haust. Húsið þeirra Erlu og Tryggva. Þau eru með borðstofu með arineldi úti á verönd. MYNDIR/ÚR SAFNI MINARC Teikning af M3house. Húsin eru gerð úr vönduðum panel-einingum sem auðvelt er að setja saman og taka sundur aftur. nidepli kafor- en ýrt er epli 26. JÚLÍ 2008 LAUGARDAGUR FY LG IR Í D A G NÆSTUM NYIR BILAR www.heklanotadirbilar.is2,25% VIÐSKIPTI „Það fara 44 nýir Land Cruiser 200-jeppar úr landi í næstu viku,“ segir Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota á Íslandi. Þeir eru seldir héðan til Toyota í Þýska- landi. Samkvæmt heimildum Markað- arins hafa á milli fjögur og fimm hundruð nýir bílar sem komnir voru hingað til lands verið sendir úr landi eða eru á leiðinni út. Þetta er þó einungis um tíundipartur af nýjum bílum hjá umboðum hérlendis, en talið er að þeir séu nálægt fjór- um til fimm þúsundum. Úlfar segir að samdráttur hafi verið hraður og mun hrað- ari en nokkurn tíma hafi verið búist við. Hins vegar verði að taka tillit til þess að árin 2005 til 2007 hafi verið bestu söluár nýrra bíla hér- lendis frá upphafi. „Þess verður að gæta þegar verið er að bera saman samdrátt á milli ára,“ segir hann. Loftur Ágústsson, markaðsstjóri Ingvars Helgasonar ehf., segir að þeirra umboð hafi ýmist stöðvað eða endursent um 200 bíla. „Fjórð- ungur af þeim var kominn hingað til lands. Hinir bílarnir voru stopp- aðir í höfnum og þeim beint annað,“ segir Loftur. „Nú eru að fara frá okkur um fjörutíu bílar,“ segir Sverrir V. Hauksson, framkvæmdastjóri bíla- sviðs Heklu. Hann segir Heklu líka hafa náð að stoppa bíla sem voru á leið til landsins. „Við höfum gert töluvert meira af því en að senda bíla úr landi,“ segir hann og telur að meirihluti bílanna sé í dýrari kantinum. Sverrir segist sjá teljandi mun á því hvaða bíla fólk sé að skoða núna. Aukinn áhugi sé á sparneytn- ari bílum en hins vegar hafi ekki orðið breyting á sölumynstri enn sem komið er. Hann segir lang- flesta þeirra sem taka lán, taka þau í erlendri mynt. Bílaumboðin virð- ast vera með þeim einu hérlendis sem enn hafa aðgengi að erlendu fjármagni. - as Nýir óseldir bílar fluttir aftur úr landi 35 prósenta samdráttur hefur verið í nýskráningu bíla eftir gengishrun í mars í samanburði við sama tíma í fyrra. Talið er að milli 400 og 500 nýir bílar sem komnir voru hingað til lands hafi verið sendir úr landi eða séu á leiðinni út. EFNAHAGSMÁL „Óskhyggja og fögur orð stjórnvalda duga skammt í baráttunni við núverandi efnahagsað- stæður. Aðgerða er þörf ef ekki á illa að fara,“ segir Richard Thomas, greinandi Merrill Lynch-fjárfest- ingarbankans, um stöðu íslensku bankanna. Í skýrslunni er því fleygt fram að Englandsbanki og Seðlabanki Bandaríkjanna hafi hlaupið undir bagga með þarlendum fjármálafyrirtækjum. Hann spyr hvort þessu sé öðruvísi farið hérlendis og það stefni hugsanlega í þjóðnýtingu bankanna eða gjald- þrot. „Svona ummæli dæma sig sjálf,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra og starf- andi forsætisráðherra. Hún veltir fyrir sér hvort ein- hverjar annarlegar hvatir búi þar að baki. Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra segir gott samstarf milli stjórnvalda og fjármálakerfisins og undrast þá gagnrýni sem sett er fram í skýrslunni. „Það er verið að vinna að því að styrkja stöðu fjár- málakerfisins og lántakan er stærsti hlutinn í þeirri aðgerð,“ segir hann. - bþa / sjá síðu 10 Merrill Lynch-fjárfestingarbankinn spyr hvort stefni í þjóðnýtingu banka hér: Aðgerða þörf ef ekki á illa að fara BJART MEÐ KÖFLUM Í dag verða austan 5-13 m/s sunnan og suð- vestan til, annars hægari. Hálf- eða léttskýjað víða um land. Hiti 14-22 stig, hlýjast til landsins norðaustan til. VEÐUR 4 15 20 20 16 17 20 22 GAMLA GENGIÐ STÓÐST VÆNTINGAR Buena Vista Social Club stóð vel fyrir sínu á tónleikum í Vodafone-höllinni. 28 Sviptingar í Eyjum Atvinnukylfingur er í fararbroddi í karlaflokki á Íslandsmótinu í golfi en sextán ára stúlka í kvennaflokki. 31 HEITASTI DAGUR SUMARSINS Gunnsteinn, Íris og Telma busluðu í sjónum við Löngulínu í Garðabæ og nutu þannig blíðviðrisins á höfuðborgarsvæðinu í gær. Hitastigið í Reykjavík fór yfir 22 gráður og var dagurinn sá hlýjasti í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA STÓRIÐJA „Landsvirkjun hefur enga skoðun á þessum hugmynd- um iðnaðarráðherra,“ segir Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, um hugmyndir Össurar Skarphéðinssonar um að bjóða út orkuvinnsluna á háhita- svæðunum á Norðaustur- landi sem hann viðraði á bloggsíðu sinni í fyrradag. Guðrún María Valgeirsdóttir, sveitarstjóri Skútustaða- hrepps, segir að aðeins jarðeig- endur geti boðið verkefnin út. Össur nefnir fyrirtækin Enex og Geysi Green sem góða kosti til að taka við verkefninu. „Það hafa verið lagðir rúmlega fimm milljarðar til þessa verkefnis þó ekki sé búið að skrifa undir samninga, mér er það til efs að eitthvert einkafyrirtæki væri tilbúið til slíks,“ segir Hreinn Hjartarson, verkefnastjóri Þeistareykja ehf., sem vinna að verkefninu með Landsvirkjun. - jse / sjá síðu 6 Hugmyndir iðnaðarráðherra: Verkefni tekin af Landsvirkjun SLYS Tveir menn voru fluttir með þyrlu til Reykjavíkur eftir að jeppi valt við Fornahvamm efst í Norðurárdal laust eftir klukkan sjö í gærkvöld. Mennirnir tveir slösuðust alvarlega að sögn læknis á slysadeild Landspítala í gærkvöld en líðan þeirra var stöðug þegar Fréttablaðið fór í prentun. Þrír pólskir karlmenn voru í bifreiðinni sem valt, að sögn lögreglu í Borgarnesi. Sá þriðji var fluttur með sjúkrabíl undir læknishendur á Heilsugæslustöð- ina í Borgarnesi. Grunur leikur á að ökumaður hafi verið ölvaður undir stýri. - ht Þyrla sótti tvo slasaða menn: Veltu jeppa í Norðurárdal FRIÐRIK SOPHUSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.