Fréttablaðið - 26.07.2008, Blaðsíða 13
LAUGARDAGUR 26. júlí 2008 13
UMRÆÐAN
Gunnar Einarsson skrifar um
„frítt“ í strætó
Nauðsynlegt er að efla almenn-ingssamgöngur á höfuðborgar-
svæðinu. Það verður þó ekki gert
með því að gefa öllum „frítt“ í
strætó. Bæta þarf rekstrarstöðu
Strætó bs. og efla þjónustu fyrir-
tækisins til að laða að fleiri notend-
ur. Ríki, sveitarfélög og notendur
strætisvagna þurfa að leggja sitt af
mörkum til að gera almennings-
samgöngur að góðum valkosti á
höfuðborgarsvæðinu. Með þessari
grein er tilraun gerð til að fá mál-
efnalega umræðu um almennings-
samgöngur á höfuðborgarsvæðinu,
þátttöku ríkisins og rekstur Strætó
bs. almennt.
Þáttur ríkisins
Í stefnuyfirlýsingu Sjálfstæðis-
flokks og Samfylkingar segir að
ráðist verði í stórátak í samgöngu-
málum. Aukin áhersla verði lögð á
almenningssamgöngur og að ríkis-
stjórnin muni beita sér sérstaklega
fyrir úrbótum á samgöngukerfi
höfuðborgarsvæðisins. Eins og
staðan er nú hækka tekjur ríkisins
af Strætó um leið og almennings-
samgöngur á höfuðborgarsvæðinu
eru styrktar. Tekjur ríkisins eru
m.a. vegna bifreiðagjalda, virðis-
aukaskatts og tryggingagjalda
launa og ríkið leggur ekki til
almenningssamgangna nema end-
urgreiðslu á um 80% af olíugjaldi.
Fram til þessa hefur ríkið verið
áhugalaust um að taka þátt í efl-
ingu almenningssamgangna. Við-
kvæðið hefur verið að ekki sé um
skylduverkefni ríkisins að ræða en
reyndar eru almenningssamgöng-
ur ekki skylduverkefni sveitarfé-
laganna heldur ef út í það er farið.
Hinsvegar hefur ríkið áhuga á að
draga úr losun gróðurhúsaloftteg-
unda og liður í því gæti verið, í sam-
ræmi við umhverfissjónarmið, að
efla almenningssamgöngur. Í
ágætri skýrslu starfshóps um efl-
ingu almenningssamganga sveitar-
félaga sem nú er til umfjöllunar í
samgönguráðuneytinu er tíundað
með hvaða hætti ríkið kemur að
eflingu almenningssamgangna á
Norðurlöndunum. Við þann yfir-
lestur má greina verulegan mun á
afstöðu og þátttöku ríkisstjórna á
Norðurlöndum til styrktar almenn-
ingssamgöngum í samanburði við
Ísland. Í framangreindri skýrslu er
einnig fjallað um þátttöku notenda
á Norðurlöndum í rekstrarkostnaði
og útboð á þjónustu, en yfirleitt er
þjónustan boðin út. Á sama tíma og
sveitarfélögin á höfuðborgarsvæð-
inu eru að óska eftir aukinni þátt-
töku ríkisins í rekstri er að sjálf-
sögðu hjákátlegt að samþykkja í
stjórn Strætó afsal af tekjum í
formi verkefnisins „frítt“ í Strætó.
„Frítt“ í strætó?
Almenningssamgöngur þurfa að
vera tíðar, fljótar, áreiðanlegar og
þægilegar. Að mínu viti ráða þessir
þættir mestu um hvort íbúar notar
almenningssamgöngur, en ekki
hvort þjónustan kostar t.d. 100 kr. á
ferð fyrir aldurshópinn 6-18 ára
líkt og núverandi gjaldskrá segir til
um. Til að geta veitt góða þjónustu
þurfa sveitarfélög, ríkið og notend-
ur þjónustunnar að koma að borð-
inu. Á Norðurlöndum er þátttaka
notandans frá 30-70% af heildar-
kostnaði við almenningsvagnakerf-
ið. Sjaldgæft er að gefið sé „frítt“ í
strætó, hinsvegar eru afslættir til
einstakra aldurshópa og vegna
ferðamagns. Það vekur athygli að
hlutfall farþegatekna er mjög lágt
hjá Strætó bs. miðað við aðrar borg-
ir og nágrannalöndin samanber
nefnda skýrslu. Fyrir utan ávinn-
inginn af kostnaðarþátttöku not-
andans til bættrar þjónustu er
ávinningurinn einnig í formi virð-
ingar fyrir þjónustunni og skýrra
skilaboða til notenda um að gera
kröfur um góða þjónustu. Sam-
kvæmt úttekt sem Strætó lét gera
fjölgaði farþegum úr hópi fram-
halds- og háskólanema um 8-12%
eftir að þeir fengu „frítt“ í strætó.
Hvort sú aukning er eingöngu til-
komin vegna þess að „frítt“ er í
strætó er erfitt að meta. Aukinn
rekstrarkostnaður einkabifreiða,
umfjöllun og auglýsingar
um ágæti notkunar strætó
og fjölgun þeirra sem
stunda nám á framhalds-
stigi geta einnig útskýrt
fjölgun farþega. Jafn-
framt má í þessu sam-
hengi benda á þá „hættu“
að færri nýti sér að hjóla
eða ganga þegar þeir fá
„frítt“ í strætó. Færa má
rök fyrir því að allar
aðgerðir gegn einkabif-
reiðum auki notkun á
almenningssamgöngum. Fulltrúi
Garðabæjar í stjórn Strætó bs. sat
hjá við afgreiðslu stjórnar á fram-
haldi á verkefninu „frítt“ í strætó
m.a. vegna þeirra raka sem koma
fram hér að framan, en einnig til
þess að vekja athygli á mjög erfiðri
rekstrarstöðu Strætó bs.
sem alls ekki má við skerð-
ingu tekna af fargjöldum.
Rekstur Strætó bs.
Rekstur Strætó bs. er
þungur. Á komandi árum
má búast við að hann
þyngist, m.a. vegna hærri
rekstrarkostnaðar og auk-
inna krafna um þjónustu.
Á árinu 2007 var heildar-
rekstrarkostnaður vegna
reksturs Strætó bs. rétt
rúmlega 3,0 milljarðar, en á móti
koma tekjur af farmiðasölu um 670
milljónir. Framlög sveitarfélag-
anna með rekstrinum námu því um
2,3 milljörðum króna. Reykjavík,
sem dæmi, greiddi til reksturs
Strætó bs. samkvæmt þessu tæp-
lega 1,7 milljarða króna árið 2007.
Ef heldur sem horfir í rekstri
Strætó bs. mun heildarrekstrar-
kostnaður verða um 5 milljarðar
innan fárra ára og ef allir ættu að
fá „frítt“ þýðir það að Reykjavík
þarf að borga um 3,2 milljarða
árlega samkvæmt skiptareglu til
reksturs Strætó bs. Kópavogur
hefur tekið ákvörðun um að veita
sínum íbúum öllum „frítt“ í strætó
frá og með hausti. Einnig hefur
núverandi borgarstjóri Reykjavík-
ur lýst sinni framtíðarsýn í þá átt
að allir Reykvíkingar fái „frítt“ í
strætó fyrir lok kjörtímabilsins.
Þessi sveitarfélög þurfa að kaupa
farmiða samkvæmt gildandi gjald-
skrá Strætó bs. fyrir sína íbúa
þegar að þessari framkvæmd
kemur, að öllu óbreyttu.
Efling almenningssamgangna
Til að efla almenningssamgöngur á
höfuðborgarsvæðinu þarf margvís-
legar aðgerðir sem ríki, sveitarfé-
lög og notendur þurfa að koma að.
Auka þarf forgang strætó í umferð-
inni, fjölga göngu- og hjólastígum,
auðvelda tengingar milli bæjarfé-
laga og auka upplýsingaflæði til
íbúa um leiðir og ávinning af notk-
un almenningssamgangna. Nauð-
synlegt er að bæta rekstrarum-
hverfi Strætó bs. þannig að hægt
verði að bjóða tíðar ferðir í þægi-
legum og öruggum vögnum. Þjón-
usta verður ekki bætt nema til komi
aukinn stuðningur ríkisins, notend-
ur greiði sanngjarnt farmiðagjald
og að allur rekstur verði boðinn út.
Höfundur er bæjarstjóri
Garðabæjar.
Almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu
GUNNAR EINARSSON
Í Gestastofu gefst þér kostur á að skoða sýningu í máli
og myndum um byggingu Tónlistar- og ráðstefnu-
hússins og skipulag Austurhafnarsvæðisins.
Innsýn er gefin í söguna á bak við hönnunar- og
byggingarferlið, einnig geta gestir kynnt sér fjöl-
breytta notkunarmöguleika hússins og væntan-
lega starfsemi sem í því verður.
Til sýnis eru líkön af húsinu, glerhjúpnum og heildar-
skipulaginu. Stórglæsilegur 10 metra útsýnis gluggi
gefur gestum kost á að virða fyrir sér framkvæmda-
svæðið og nánasta umhverfi þess.
GESTASTOFA TÓNLISTAR- OG RÁÐSTEFNUHÚSSINS
Gestastofa á Lækjartorgi er öllum opin alla daga
vikunnar – Velkomin aftur og aftur.
VELKOMIN
Í GESTASTOFU
VIÐ LÆKJARTORG
OPIÐ:
VIRKA DAGA 10:00 - 17:00
UM HELGAR 13:00 - 17:00