Fréttablaðið - 26.07.2008, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 26.07.2008, Blaðsíða 50
30 26. júlí 2008 LAUGARDAGUR FRJÁLSAR Allt besta frjálsíþrótta- fólk landsins mun keppa um 37 Íslandsmeistaratitla á 82. meist- aramóti Íslands sem fram fer á Laugardalsvelli um helgina. Ein mest spennandi keppni helg- arinnar er sú fyrsta sem er sleggjukast kvenna. „Þetta verður bara ein aðalkeppni meistaramóts- ins. Það er líka það skemmtilega við þetta að þær koma allar hvort úr sínu félagi,“ segir Pétur Guð- mundsson, Íslandsmethafi í kúlu- varpi og þjálfari Söndru Péturs- dóttur. „Þessar þrjár eiga allar eftir að bæta sig mikið næstu árin og þá sérstaklega Sandra. Hún er búin að lyfta hjá mér í tvö ár og er að styrkjast og svo hefur hún leitað aðstoðar til Noregs þar sem er maður sem hjálpar henni með tæknina með mér,“ segir Pétur Hann er ánægður með að stelp- urnar komist aðeins í sviðsljósið því hann telur að þær geti breytt ímynd sleggjukastsins hér á landi. „Það hefur loðað við sleggju- kastara að þeir þurfi að vera ægi- lega stórir og miklir og feitir en þessar þrjár eru það ekki. Þetta eru bara nettar stelpur og þjálfun- arfræðin í dag er orðin öðruvísi en hún var. Áður voru bara þessir stóru teknir inn í kastgreinarnar en nú er þetta öðruvísi hugsað,“ segir Pétur. Það er ekki úr vegi að líta aðeins nánar á hverjar þessar þrjár stelp- ur eru sem eru að breyta sleggju- kasti kvenna á Íslandi. Kristbjörg Helga Ingvarsdóttir er 23 ára og keppir fyrir FH. Hún á best 49,82 metra sem hún náði á tólfta Coca-Cola móti FH 18. júlí síðastliðinn. „Það tekur svolítið á að undirbúa sig fyrir þessa keppni,“ játar Kristbjörg. Hún varð Íslandsmeistari í fyrra þegar hún kastaði 47,76 metra sem er mótsmet. „Ég var lengi ein fyrst en svo komu þær á eftir og það er mikil breyting á sleggjukastinu núna. Ég fór út í sleggjukastið 2005, er búin að vera í frjálsum síðan ég var krakki og var líka í kúluvarpi lengi,“ segir Kristbjörg. Aðalheiður María Vigfúsdóttir er 26 ára og keppir fyrir Breiða- blik. Aðalheiður átti Íslandsmetið þar til í sumar en bætti sinn besta árangur og var aðeins tólf senti- metrum frá Íslandsmetinu á móti í vikunni. „Það er mikið kappsmál að kom- ast yfir 50 metrana og við erum komnar alveg ótrúlega nálægt því. Það dregur mann áfram hvað þær eru að standa sig vel. Vonandi förum við bara allar yfir 50 metr- ana,“ segir Aðalheiður. Sandra Pétursdóttir er aðeins 19 ára en hún keppir fyrir ÍR og hefur slegið í gegn í sumar. Sandra tvíbætti Íslandsmetið 3. júlí síð- astliðinn og var þá aðeins þremur sentimetrum frá því að fara yfir 50 metrana. „Ég ætla að vera fyrst yfir 50 metrana,“ segir Sandra sem segist hafa verið örlítið svekkt þegar metkastið hennar var svona nálægt því að fara yfir 50 metr- ana. „Ég var orðin svo þreytt á að vera allaf á eftir þeim og enda allt- af í þriðja sætinu. Nú ætlaði ég bara að taka þetta. Þær fengu allt í einu smá spark í rassinn á síð- ustu mótum,“ segir Sandra hress. Meistaramót Íslands er fyrst og fremst einstaklingskeppni og verður keppt um Íslandsmeistara- titla í 19 keppnisgreinum karla og 18 keppnisgreinum kvenna á mót- inu. Þá er einnig keppt um Íslands- meistaratitil félagsliða á mótinu, bæði í karla- og kvennaflokki, sem og í heildarstigakeppni beggja kynja. Sleggjukast kvenna hefst klukkan 12.00 í dag en mótið fer fram milli tólf og fjögur bæði í dag og á morgun. ooj@frettabladid.is Hver kastar fyrst yfir 50 metrana? Sandra Pétursdóttir, Aðalheiður María Vigfúsdóttir og Kristbjörg Helga Ingvarsdóttir hafa allar bætt sig í sleggjukastinu á þessu ári og berjast um sigurinn á meistaramótinu í frjálsum íþróttum um helgina. GLÆSILEGAR Sandra Pétursdóttir, Aðalheið- ur María Vigfúsdóttir og Kristbjörg Helga Ingvarsdóttir munda hér sleggjurnar sínar. FRÉTTABLBÐAIÐ/ANTON FÓTBOLTI Sænska úrvalsdeildin í knattspyrnu er hálfnuð. Það er Kalmar sem vermir toppsætið, fjórum stigum á undan Elfsborg. Ellefu Íslendingar spila í deild- inni. Sá sem þykir spila best er í félaginu sem er í neðsta sætinu, Garðar Gunnlaugsson. Það er sænska dagblaðið Afton- bladet sem gefur leikmönnum ein- kunnir. Garðar er með einkunnina 2,6 fyrir leikina en Gunnar Þór Gunnarsson, liðsfélagi hans, er neðstur Íslendinganna með 1,7. Hannes Þ. Sigurðsson hefur þó skorað flest mörk okkar manna, fjögur talsins í fimmtán leikjum fyrir Sundsvall. Hann er með ein- kunnina 1,9. Jóhann B. Guðmundsson sem gekk í raðir Keflvíkinga í vikunni er þriðji neðstur en næstneðstur er Ragnar Sigurðsson. Hann þykir greinilega ekki hafa náð að fylgja eftir frábæru tímabili sínu í fyrra með Gautaborg. - hþh Dagblaðið Aftonbladet gefur leikmönnum í sænsku úrvalsdeildinni einkunnir: Garðar efstur Íslendinga í Svíþjóð EINKUNNIR ÍSLENDINGA 1. Garðar Gunnlaugsson 2,6 (Norrköping) 2-3. Ari Freyr Skúlason 2,5 (Sundsvall ) 2-3. Ólafur Ingi Skúlason 2,5 (Helsingborg) 4. Helgi Valur Daníelsson 2,4 (Elfsborg) 5. Sverrir Garðarsson 2,2 (Sundsvall ) 6-9. Eyjólfur Héðinsson 1,9 (GAIS) 6-9. Hannes Þ. Sigurðsson 1,9 (Sundsvall) 6-9. Hjálmar Jónsson 1,9 (IFK Gautaborg) 6-9. Jóhann B. Guðmundsson 1,8 (GAIS) 10. Ragnar Sigurðsson 1,8 (IFK Gautaborg) 11. Gunnar Þór Gunnarsson 1,7 (Norrköping) BESTUR Garðar þykir standa sig best Íslendinganna í Svíþjóð. Hann leikur samt með botnliði Norrköping. FRÉTTABLAÐIÐ/SCANPIX FÓTBOLTI Dregið var í undanúrslit- um karla og kvenna í VISA- bikarnum gær. Blikar, sem hafa slegið út Íslandsmeistara Vals og topplið Keflavíkur, mæta KR-ingum en svo skemmtilega vill til að kvennalið félaganna mætast einnig í undanúrslitunum. Karlalið KR er eina karlaliðið, sem er eftir í keppni, sem hefur orðið bikarmeistari. Blikar og KR-konur mætast annað árið í röð í undanúrslitunum en í fyrra vann KR 7-3 og tryggði sér síðan bikarmeistaratitilinn. Hinn leikurinn hjá körlunum er endurtekning frá því í fyrra þegar Fjölnismenn, þá í 1. deild, slógu út Fylki og komust í bikarúrslitin í fyrsta skiptið. Nú fá Fylkismenn tækifæri til að hefnda. Hinn leikurinn hjá konunum er á milli Stjörnunnar og Íslands- meistara Vals. - óój Undanúrslit VISA-bikarsins: Tvíhöfði hjá KR og Breiðabliki SAMA OG Í FYRRA? KR-konur fengu Blika einnig í undanúrslitum þegar þær unnu bikarinn í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÓTBOLTI Knattspyrnusamband Íslands hefur ákveðið að bjóða öllum þjálfurum liðanna í Landsbankadeild kvenna til að heimsækja Finnland og kynna sér knattspyrnu kvenna þar í landi. Fyrr á þessu ári setti Knatt- spyrnusamband Evrópu (UEFA) á laggirnar svokallað UEFA Study Group Scheme, eða vettvangs- verkefni, sem felur í sér að knattspyrnusambönd í Evrópu geta sótt um styrk frá UEFA til að heimsækja önnur knattspyrnu- sambönd í álfunni með það fyrir augum að kynna sér starfsemi þar í landi. Haldið er út til Finnlands þriðjudaginn 25. nóvember og komið heim föstudaginn 28. nóvember. Þá hefur einnig verið ákveðið að fara með hóp til Sviss dagana 3.-6. nóvember til að kynna sér þjálfun barna og unglinga en skipulagning þeirrar ferðar er á byrjunarstigi. - óój Þjálfarar í kvennadeildinni: Öllum boðið til Finnlands FRÓÐLEG FERÐ Þorkell Máni Pétursson er á leið til Finnlands eins og hinir níu þjálfararnir í Landsbankadeild kvenna. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Hlaupadrottningin Silja Úlfarsdóttir keppir á sínu síðasta móti á Meistaramóti Íslands í dag og á morgun. „Ég er orðin gjörsamlega bensínlaus og tankurinn er bara tómur,“ segir Silja í dálítið döprum tón. „Ég var búin að ímynda mér það að fara á Ólympíuleikana og hætta eftir þá þannig að ég er að hætta aðeins fyrr en ég vildi,“ segir Silja sem að venju mun taka þátt í mörgum greinum á Meistaramótinu. „Ég ætla að hlaupa 100, 200, 400 og bæði boðhlaupin,“ segir Silja og það má auðveldlega greina vonbrigðin að hafa ekki náð lágmark- inu í 400 metra grindahlaupinu fyrir Ólymp- íuleikana. „Ég er bara ekki búin að komast á strik síðan að ég lenti í ofþjálfuninni í fyrra. Ég þrjóskaðist við að ná þessu og átti bæði góða og slæma daga en svo small grindin aldrei hjá mér í sumar,“ segir Silja og hún var búin að fórna miklu. „Ég lagði svo rosalega mikið í þetta, bæði fjármagn og mikla vinnu,“ segir Silja. Silja varð fjórfaldur Íslandsmeistari á síðasta ári og vann þá öll þrjú spretthlaupin auk þess að tryggja sér sigur í 400 metra grindahlaupi. Hún hefur ekki tölu á Íslandsmeistaratitlunum en hún er búin að taka þátt í meistaramótinu í um áratug. „Ég var eitthvað að reyna að telja þetta saman á dögunum en fann það ekki út. Ég veit bara að ég hef orðið bikarmeistari fimmtíu sinnum þannig að ætli ég hafi ekki orðið yfir fimmtíu sinnum Íslandsmeistari,“ segir Silja og gerir grín að því að það sé nú ekkert auðvelt að koma öllum þessum verðlaunapeningum og bikurum fyrir. Hún ætlar sér að bæta einhverjum við um helgina. „Auðvitað væri gaman að ná að bæta við einhverj- um titlum,“ segir Silja vongóð. Hún býst þó ekki við neinni sérstakri kveðjuathöfn í lok móts á sunnudag en þó að hún hafi ekki tölu á sigrunum sjálf þá er hér á ferðinni einn sigursælasta frjálsíþróttakona Íslands frá upphafi. „Ég reikna ekki með því en það væri ekkert leiðinlegt,“ segir Silja sem er ekki hætt afskiptum af frjálsum því hún ætlar að þjálfa hjá FH og hjálpa til við að búa til framtíðarstjörnur félagsins. FRJÁLSÍÞRÓTTAKONAN SILJA ÚLFARSDÓTTIR: KEPPIR Á SÍNU SÍÐASTA MEISTARAMÓTI UM HELGINA Ég er orðin gjörsamlega bensínlaus > Sex marka tap fyrir Spánverjum Íslenska landsliðið í handbolta tapaði í fyrsta leik sínum á æfingamóti í Frakklandi í gær fyrir Spánverjum. Leikar enduðu 38-32 fyrir Spáni sem var 17-14 yfir í hálfleik. Snorri Steinn Guðjónsson var markahæstur í íslenska liðinu með sjö mörk, Alexander Petersson skoraði sex og Logi Geirsson og Róbert Gunnarsson fimm. Næstir voru Ólafur Stefánsson (4), Guðjón Valur Sigurðsson (3), og Sigfús Sigurðsson (1). Birkir Ívar Guð- mundsson skoraði eitt mark yfir allan völlinn úr markinu. Ísland mætir Frökkum í dag. sport@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.