Fréttablaðið - 26.07.2008, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 26.07.2008, Blaðsíða 54
34 26. júlí 2008 LAUGARDAGUR Ætla mætti að engum væri sér- staklega í nöp við forseta Íslands, en annað hefur komið á dag- inn. Á tenglasíðunni B2 má rekja slóð til forlátra bola sem skarta Ólafi Ragnari Gríms- syni og við myndina stend- ur: Not my presid- ent eða Ekki minn for- seti. Bolirnir eru seldir á cafepress.com og sverja sig í ætt við fjölda bola sem hafa verið prentaðir með mynd af George W. Bush. Hver sem er getur selt hönnun sína á síðunni. En hver stendur fyrir þessum bolum? Dogma selur bol- ina ekki og afgreiðslumenn Inmate, sem selja boli sem eru gerðir af föngum, sver þá af sér. „Inmate meiðir ekki og enginn okkar myndi gera svona bol.“ Þórdís Claessen, hönnuður fyrir Ósóma, hefur ekki einu sinni séð bolina, en gerir ráð fyrir því að þeir sem hafi gert þá vilji fara huldu höfði, fyrst bolirn- ir séu ekki merktir á síðunni. Hér er því líklega um einhverja hrekkjalóma eða laumupólitíkusa að ræða. Bolirnir kosta 25 dollara, eða rúmar 2000 krónur á núver- andi gengi, og fást í mörgum litum, útgáfum og stærðum. - kbs 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 PERSÓNAN LÁRÉTT 2. bauti, 6. tveir eins, 8. duft, 9. pili, 11. leita að, 12. fjárhirðir, 14. hrygga, 16. tveir eins, 17. utan, 18. farfa, 20. tveir eins, 21. útgáfunr. tónverks. LÓÐRÉTT 1. erindi, 3. kringum, 4. gróðrahyggja, 5. hamfletta, 7. gufuskip, 10. fæðu, 13. þreyta, 15. sál, 16. nögl, 19. í röð. LAUSN LÁRÉTT: 2. buff, 6. ee, 8. mél, 9. rim, 11. gá, 12. smali, 14. stúra, 16. kk, 17. inn, 18. lit, 20. dd, 21. ópus. LÓÐRÉTT: 1. vers, 3. um, 4. fégirnd, 5. flá, 7. eimskip, 10. mat, 13. lúi, 15. anda, 16. kló, 19. tu. Ylfa Lind Gylfadóttir Aldur: Á 24. aldursári. Starf: Heimavinnandi húsmóðir. Fjölskylda: Hún og sonur hennar. Foreldrar: Gylfi Símonarson og Linda Guðmundsdóttir. Stjörnumerki: Vog. Ylfa Lind Gylfadóttir kaus að verða einstæð móðir, án tæknifrjóvgunar. Ylfa er draggkóngur Íslands. „Eftir mánaðar yfirlegu hefur Clapton valið Ellen Kristjánsdótt- ur til að hita upp fyrir sig,“ segir Grímur Atlason, bæjarstjóri, bassaleikari og tónleikahaldari með meiru. Nú styttist í tónleika gítargoðs- ins Erics Clapton en þeir verða í Egilshöll 8. ágúst. Grímur segir mikilvægt að hafa upphitunarat- riði og kvennaljóminn Clapton vildi að það yrði söngkona sem hit- aði upp. „Hann gaf engar skýring- ar. En þetta er sniðugt hjá honum. Skapar skemmtilegan kontrast,“ segir Grímur sem sendi Clapton nokkur tóndæmi með íslenskum söngkonum. Og Ellen var sú sem féll goðinu best í geð. Gríðarleg aðsókn varð strax þegar miðasala á tónleikana opn- aði í mars. Þegar hafa selst vel yfir tíu þúsund miðar, uppselt er á A-svæði en um þúsund miðar laus- ir á B-svæðið. Grímur bendir fólki á að mæta tímanlega og segir fáránlegt að ætla sér á tónleika og að íslenskum sið að leggja af stað klukkan níu en þá byrjar Clapton að þenja gítarinn. „Ferlegt að fara þá af stað til þess eins að lenda í umferðarteppu. Fólk á auðvitað að gefa sér tíma í þetta, helst að sleppa bílnum og nota almenn- ingssamgöngur. Njóta tónleik- anna. Og þá er ekki ónýtt að hlusta á Ellen sem byrjar klukkan átta,“ segir Grímur. Það stefnir í mikla Clapton-tíð. Fjölvi ætlar að gefa út ævisögu gítarhetjunnar og er hún væntan- leg innan tíðar. Að sögn Gríms mun Clapton dvelja hér á landi í nokkra daga en hefur svo sem ekkert hugsað sér að vera með skipulagða dagskrá. Clapton sér um sig sjálfur. „Það er alveg búið að Ísland sé eitthvað alveg einstakt og þurfi að leiða gesti um svæðið. Ef menn koma til að halda tónleika í New York er enginn til þess að keyra þig til að sjá Niag- ara-fossana,“ segir Grím- ur. Og nennir varla að svara spurningu um hinn svokallaða „Rider“ sem menn vilja rýna sig rauð- eyga í þegar poppstjörnur eru annars vegar en þar er oft að finna sérviskulegar kröfur þeirra sem fram koma um aðbúnað og veitingar bak- sviðs. „Það er ekkert sérstakt. Náttúr- lega ekki drykkjan á honum sem hefur ekki bragðað dropa í ára- tugi. Og engar kókaínlínur. Ég hef oft verið spurður um eiturlyf í þessu enda rosalegur bransi. Marky Smith setti til dæmis amf- etamín og kókaín á góminn, fölsku tennurnar, áður en hann tróð þeim upp í sig. Ég sá það og þetta var ógeðslegt. En, nei, við ætlum bara að slá upp hálfgerðu veitingahúsi þarna uppi í Egilshöll þar sem verður kokkur sem eldar ofan í alla. Kósí stemning,“ segir Grím- ur. jakob@frettabladid.is GRÍMUR ATLASON: ELLEN HITAR UPP FYRIR ERIC CLAPTON Clapton heimtar konu ELLEN KRISTJÁNSDÓTT- IR Clapton fékk send nokkur tóndæmi með íslenskum söngkonum og af þeim féll honum Ellen best í geð. ERIC CLAPTON Kvennaljóminn gamli var algjörlega á því að rétt væri að upphitunar- númerið væri kvenkyns. „Ég hef aldrei upplifað annað eins. Þetta er stærsta og flottasta gallerí sem ég hef séð,“ segir listmálarinn Óli G. Jóhannsson. Hann er staddur í Mónakó en þar var hið alþjóðlega Opera Gallerí að opna enn eitt galleríið. Þar eru verk Óla til sýnis ásamt verkum eftir Monet, Manet, Picasso, Miro, Chagall, Warhol, Lichtenstein, Erró og fleiri snillinga myndlistarsögunnar. „Ég er hér innan um verk sem ég lét mig ekki svo mikið sem dreyma um að sjá nokkru sinni. Þetta er ævintýri. Hér vaða menn í seðlum og snobbið mikið. Þegar hefur eitt verk selst og búið að taka þrjú frá,“ segir Óli. Óhætt er að fullyrða að fáir myndlistarmenn íslenskir njóta eins mikillar velgengni og hann á erlendri grundu og er þá aðeins saman að jafna mönnum á borð við Ólaf Elíasson og Erró. Verkið sem Óli seldi var á 2,6 milljónir, 1,45 x 1,45 metrar sem er stöðluð stærð. Myndefnið er mótív sem Óli þróaði á Jamaíka þegar hann var að vinna þar. Viðtökurnar eru framar vonum að sögn listmálarans. Hið glæsilega nýja gallerí, sem er 500 fermetra lókal og á þremur hæðum, er við hliðina á miklu spilavíti. Óli segir enga hættu á því að hann muni tapa fénu í vítinu. „Nei, ég er þannig maður að ég hef aldrei átt happdrættismiða nema bara í lífinu sjálfu,“ segir Óli. Hópur Íslendinga eru á leiðinni út til að taka þátt í þessu ævintýri með Óla en á staðnum eru þeir Guðmundur á Núpi og Ingvar Karlsson hjá K. Karlsson en þeir hafa staðið þétt við bakið á Óla meðan hann hefur verið að hasla sér völl og sjá líklega ekki eftir þeirri fjárfestingu sinni. - jbg Listmálarinn Óli G. slær í gegn í Mónakó ÓLI G. Hefur þegar selt eitt verk á 2,6 milljónir í nýju galleríi í Mónakó. EKKI ALLIR SÁTTIR VIÐ KAUÐA Einhverjum er í nöp við forsetann. ÓAFUR RAGNAR Prýðir boli líkt og Bush. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ólafur Ragnar ekki allra Vefmiðlarnir fóru á stúf- ana í gær þegar spurðist að stórleikarinn ástralski Mel Gibson væri staddur hér á landi. Heiðar Austmann, útvarpsmaður á FM 957, sagði að sést hefði til kyn- táknsins í henni Reykjavík. Vísir tók við boltanum og komst meðal annars að því að Mel hefði sést við Hallgrímskirkju en því miður gat Jón Dalbú Hróbjartsson sóknarprestur ekki staðfest það því hann var í fríi í Borgarfirði. Það hljóp svo á snærið hjá Vísismönn- um þegar spurðist að Gibson hefði fengið sér þrefaldan latté á Te og kaffi og höfðu það eftir Sunnu Ing- ólfsdóttur sem þar starfar að hann hefði verið gríðarlega vinsamlegur við gesti og gangandi. Og meira af Mel Gibson. Bloggarinn og pólitíkusinn Magnús Þór Hafsteinsson var fljótur að bregðast við á sinni síðu og virðist ekkert hafa á móti því að hann sé hér á landi, jafnvel þótt hann fengi landvistarleyfi, því Mel er einn af uppáhaldsleik- urum Magnúsar. Magnús lýsir yfir þeirri einlægu ósk sinni að leikarinn fái frið fyrir fjölmiðlum því ekkert sé eins hallærislegt og „papparassar“ sem abbist upp á almennilegt fólk. Morgunblaðið greindi frá því í gær að Einar Bárðarson, sem kallaður hefur verið umboðsmaður Íslands hvorki meira né minna, hefði látið af störfum sem umboðsmaður stór- stjörnunnar Garðars Thors Cortes. Mega þetta teljast nokkur tíðindi því Einar hefur lagt mikla vinnu í að koma tenórnum á framfæri. Mogg- inn gengur reyndar einu hænufeti of langt þegar hann segir að Einar sé að draga sig í hlé. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er það ekki svo, enda Einar í fullu fjöri og ýmissa frétta er að vænta af athafnamanninum knáa sem Pétur Kristjánsson heitinn kallaði alltaf Tinna – vegna topps- ins. - jbg FRÉTTIR AF FÓLKI Glænýr villtur lax Úrval fi skrétta á grillið Óbreytt fi skverð frá áramótum VEISTU SVARIÐ svör við spurningum á síðu 8 1 Í Berlín í Þýskalandi. 2 Hljómsveitin heitir Kári?. 3 Eiður skoraði tvö mörk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.