Fréttablaðið - 26.07.2008, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 26.07.2008, Blaðsíða 44
24 26. júlí 2008 LAUGARDAGUR timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Jökulsárhlaup verður haldið í fimmta sinn í dag en hlaupið er með vinsæl- ustu víðavangshlaupum landsins. Hlaupið er um stórbrotið landslag Þjóðgarðsins í Jökulsárgljúfrum og liggur leiðin um margar af helstu nátt- úruperlum landsins. „Þetta eru þrjár vegalengdir en að- alhlaupið er frá Dettifossi og norð- ur í Ásbyrgi en það er um 33 kíló- metra vegalengd. Síðan er hægt að hlaupa frá Hólmatungu að Ásbyrgi sem er 21,2 kílómetrar og frá Vestur- dal að Ásbyrgi sem er 13,2 kílómetr- ar,“ segir Þorsteinn Hymer, aðstoðar- maður þjóðgarðsvarðar í Vatnajökuls- þjóðgarði. Sama leið hefur verið hlaupin frá upphafi. „Þetta fór rólega af stað og í upphafi stóð Kelduneshreppur á bak við þetta en nú er hópur fólks sem stendur á bak við hlaupið og hefur gert undanfarin ár. Sex manna nefnd sér um hlaupið og síðan hafa ýmsir styrkt- araðilar komið til liðs við okkur,“ út- skýrir Þorsteinn áhugasamur. Má þar nefna Saga Capital Fjárfest- ingarbanka, 66°Norður og Bókafor- lagið Opnu. Hlaupið hefur einnig undið upp á sig í gegnum árin er kemur að fjölda þátttakenda og nú er svo komið að biðlisti hefur myndast. „Þetta verður stöðugt stærra og viða- meira hjá okkur. Nú erum við komin með langa biðlista auk þess sem hlaup- inn er hringur og við erum í vandræð- um með að útvega rútur til þess að flytja hlauparana að rásmarki, enda háannatími núna,“ segir Þorsteinn og bætir við brosandi: „Við eigum nú erf- itt með að segja nei en verðum því miður að draga mörkin þar sem flutn- ingsmátinn takmarkar okkur.“ Metskráning er þetta árið en um hundrað og sextíu hafa skráð sig til leiks og fleiri eru á biðlista. „Þetta hlaup sameinar góða hreyfingu og stórkostlegt umhverfi sem hlaupið er í. Lagt er af stað við Dettifoss sem er einn aflmesti foss Evrópu og þaðan er hlaupið um sanda og auðnir uns komið er í fallega gróðurvin í Hólma- tungum þar sem spretta fram tærar bergvatnsár undan klöppunum. Svo halda menn áfram og koma þá niður í Hljóðaklettasvæðið og enda með því að hlaupa niður í Ásbyrgi og fá á leið- inni stórkostlegt útsýni yfir Ásbyrgi,“ segir Þorsteinn heillaður. Hlaupið endar svo yst við Ásbyrgi en markið er við gestastofu þjóðgarðs- ins. Allir þátttakendur fá verðlaunapen- ing fyrir þátttöku en sigurvegararnir fá stærri verðlaunagrip og nafn þeirra verður áletrað á átta tonna bjarg sem stendur fyrir utan gestastofu þjóð- garðsins. „Sigurvegararnir fá einn- ig bók um Jökulsárgljúfur sem Bóka- forlagið Opna gefur út og 66°Norður gefur hlaupafatnað úr nýrri línu sem þeir eru að fara af stað með,“ segir Þorsteinn. Sumir hlauparanna hafa verið með frá byrjun en að sögn Þorsteins eru alltaf nýir að bætast í hópinn. „Svo skemmir veðurspáin ekki fyrir og sumir hlauparanna eru nú þegar mætt- ir á tjaldstæðið og ætla að vera hér í útilegu fram yfir hlaup.“ hrefna@frettabladid.is ÞORSTEINN HYMER ÞJÓÐGARÐSVÖRÐUR: JÖKULSÁRHLAUP Í FIMMTA SINN Sameinar útivist og hreyfingu HLAUPIÐ Í STÓRBROTINNI NÁTTÚRU Þorsteinn Hymer er einn af skipuleggjendum Jökulsárhlaupsins þetta árið. MYND/SNÆDÍS LAUFEY BJARNADÓTTIR MERKISATBURÐIR 1953 Brúin yfir Jökulsá á Lóni er vígð og var þá næst- lengsta brú landsins. 1959 Eyjólfur Jónsson synd- ir úr Kjalarnestanga til Reykjavíkur. Vegalengd- in er um tíu kílómetrar og tók sundið fjóra og hálfa klukkustund. 1965 Maldíveyjar öðlast sjálf- stæði. 1983 Einar Vilhjálmsson setur Íslandsmet í spjótkasti, 90,66 metra, þegar hann sigrar á úrvalsmóti Norð- urlanda og Bandaríkj- anna. 1992 Teygjustökk er reynt í fyrsta sinn opinberlega á Íslandi í tilefni af fimm ára afmæli Hard Rock Café í Reykjavík. Það var á þessum degi fyrir sjötíu og tveimur árum að Pétur Eiríks- son synti Grettis- sund frá Drang- ey til lands. Þá var hann aðeins nítján ára gam- all en tíu árum áður gekk hann við hækjur. Níu árum áður hafði Erlingur Pálsson, yfirlögregluþjónn og stofnandi Sundsambands Íslands, synt úr Drangey til lands á fjórum klukkustundum og tuttugu og fimm mínútum en talið er að Er- lingur hafi verið fyrstur til að synda þessa leið síðan Grettir Ás- mundarson gerði það árið 1030. Árið 1998 þreytti Kristinn Magn- ússon sundgarp- ur Grettissund og varð þar með fimmti maðurinn til að ljúka Grett- issundi. Kristinn bætti eldra metið í Grettissundi en hann synti skrið- sund alla leiðina og fór vegalengdina á 2,10 klukkustundum. Grettissund er synt frá Uppgönguvík í Drang- ey. Grettissund er 7,5 km. ÞETTA GERÐIST: 26. JÚLÍ 1936 Grettissund frá Drangey til lands KATE BECKINSALE LEIKKONA FÆDDIST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1973. „Eftir að ég varð móðir varð ég öll viðkvæmari og varð betri leikkona fyrir vikið.“ Kate Beckinsale er dóttir leikkon- unnar Judy Loe og breska leikar- ans Richard Beckinsale. Hún hefur átt mikilli velgengni að fagna í kvikmyndum og hefur unnið til ýmissa verðlauna. Ketilás í Fljótunum er fornfrægur ballstaður. Áður fyrr skemmtu Sigl-, Ólafs- og Skagfirðingar, auk nærsveitunga, sér konunglega á böllum þar, einkum er Stormar spiluðu fyrir dansi. Nú á að endurtaka leikinn laugardagskvöldið 26. júlí og endurupplifa hippastemninguna. Húsið er opnað kl. 21.30 og Stormar stíga á svið fljót- lega eftir það. Kvenfélagið verður með gos- og samloku- sölu á staðnum en vilji gestir væta kverkarnar með söngol- íu verða þeir að koma með hana sjálfir. Aðgangseyrir er 2.500 krónur og rennur allur ágóði til hússjóðs Ketiláss til viðhalds. Ballgestir eru hvattir til að mæta klæddir í anda tímabilsins. Aldurstakmark er 47 ár og verða allir sem yngri eru að koma í fylgd með fullorðnum. - tg Hippaball um helgina í Ketilási STORMAR Í KETILÁSI Á GULLALDARTÍMANUM Fyrir endurkomuna hafa meðlimir bandsins, sjö talsins, verið í stífum æfingabúðum á Siglufirði í viku. MYND/ÚR EINKASAFNI 90 ára afmæli Kristján Reykdal, leigubifreiðastjóri, ökukennari og sunnudagaskólakennari til margra ára, verður 90 ára þann 27. júlí. Hann mun taka á móti ætting jum og vinum á afmælisdaginn milli kl. 16 og 18 í félagsmiðstöðinni að Árskógum 4, Neðra-Breiðholti, 109 Reykjavík. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Gunnhildur Guðmundsdóttir Hvassaleiti 20, 103 Reykjavík, sem lést laugardaginn 19. júlí síðastliðinn, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 30. júlí kl. 15.00. Guðmundur Sigurðsson Valgerður Marínósdóttir María Sigurðardóttir Einar Loftsson Áslaug Sigurðardóttir Sveinn Hannesson Hrefna Sigurðardóttir Haukur Valdimarsson Sigurður Sigurðarson Ingibjörg Sigurðardóttir Bjarni S. Einarsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, fósturmóðir, amma og langamma, Lára Kristjana Hannesdóttir lést að kvöldi miðvikudagsins 23. júlí. Jarðarförin auglýst síðar. Aðalheiður Halldórsdóttir Valdimar Jónsson Hannes Einar Halldórsson Kristín Valgerður Ólafsdóttir Gunnar Sigurður Halldórsson Guðrún Ingvarsdóttir Garðar Friðfinnsson Hulda Sigurðardóttir Rut Friðfinnsdóttir Tómas Sigurðsson Björk Friðfinnsdóttir Jón Óskar Hauksson Viðar Már Friðfinnsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, Jóhann Guðmundsson Erluási 38, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum við Hringbraut fimmtudaginn 24. júlí 2008. Guðrún J. Guðlaugsdóttir Jóna Laufey Jóhannsdóttir Ingvar Hreinsson Inga Jóhannsdóttir Daði Bragason Jóna Guðrún Jóhannsdóttir Þorgils E. Ámundason Guðmundur Jóhannsson Guðrún Ágústa Unnsteinsdóttir og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.