Fréttablaðið - 26.07.2008, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 26.07.2008, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 26. júlí 2008 5 Í Heydal í Mjóafirði vestra er fjölbreytt ferðaþjónusta. Auk gistingar og veitinga eru kajak- siglingar, útreiðar, stangveiði, fuglaskoðun og afslöppun í heitum náttúrupotti. Stella Guðmundsdóttir rekur ferðaþjónustu í Heydal ásamt sonum og tengdadætrum. „Við byrjuðum smátt en höfum verið að smá bæta við,“ segir hún og lýsir fyrirkomulaginu nánar. „Við innréttuðum fjós og hlöðu. Her- bergin eru í fjósinu og gengið er inn í hvert þeirra utan frá. Veit- ingasalurinn er svo í hlöðunni og þar er pláss fyrir um hundrað manns. Svo erum við með sumar- bústað fyrir svefnpokagistingu, tjaldstæði og leiktæki bæði fyrir yngri og eldri gesti.“ Náttúran í Mjóafirði hentar vel til útivistar. Dalurinn er um sex kílómetrar og Stella segir hann yndislegt göngusvæði og gott berjaland. Fjörðurinn er langur og mjór og oft er þar kyrr sjór, einkum á morgnana og kvöldin. Því hentar hann til kajaksiglinga enda eru sjö kajakar leigðir út í Heydal. Þar er líka hestaleiga svo hægt er að fara í reiðtúr og spretta úr spori, í fylgd leiðsögu- manns. Veiðileyfi fást þar líka enda vakir silungur í vötnum uppi á heiði. Fyrir utan hinn talandi páfa- gauk Kobba sem vekur mikla athygli á hótelinu er fuglalífið fjölskrúðugt á svæðinu. Meira að segja sést örninn, konungur íslenskra fugla, stundum á sveimi. Sett hafa verið upp fugla- skoðunarspjöld og gátlistum er dreift í Heydal sem menn geta merkt inn á þá fugla sem þeir hafa séð. „Svo erum við með heit- an náttúrupott sem sagt er að Guðmundur góði hafi vígt á sínum tíma. Hér er því heilmargt að una við,“ segir Stella. gun@frettabladid.is Heilmargt að una við Kajaksiglingar eru vinsælt sport fyrir vestan. MYND ÞÓRVEIG BENEDIKTSDÓTTIR Fjós og hlaða hafa verið innréttuð sem herbergi og veitingasalur. MYND/GÍSLI PÁLMASON Stella var skólastjóri Digranesskóla og svo Hjallaskóla samtals í 20 ár í Kópavogi en venti sínu kvæði í kross og keypti Heydal með fjölskyldu sinni árið 2000. MYND/ÞÓRVEIG BENEDIKTSDÓTTIR Eftir fl ug til Frankfurt hefst ferðin í stórborginni Frankfurt sem oft er kölluð “Mainhattan“ sökum hárra skýjakljúfa í miðborginni. Við gistum 3 nætur í Mörfelden sem er lítill bær rétt fyrir utan Frankfurt. Förum í skoðunarferðir m.a. í Hessenpark. Menningar og fræðslugarð sem sýnir mikið af gömlum þýskum bindihúsum. Síðan förum við í dagsferð til Rothenburg ob der Tauber, en þessi litla borg er með heillegasta borgarmúr Þýskalands frá miðöldum og er allur miðbærinn í gömlum stíl. Eftir skemmtilega daga er haldið áfram í Rínardalinn til Rüdesheim, þar sem farið er í siglingu eftir Rín til Koblenz og þaðan ekið til Zell, fallegur vínbær við ána Mósel. Farið verður í áhugaverðar skoðunarferðir til Bernkastel og Trier, sem er elsta borg Þýskalands. Svæðið við Mósel er einstaklega fallegt á þessum árstíma, upp- skerutíminn að ganga í garð og munum við bregða okkur í vínsmökkun. Upplýsingar í síma 898-2468 Allir velkomnir! Frankfurt – Rothenburg – Mosel 22. september – 29. September 2008 Fararstjóri: Steingrímur Gunnarson                    !" # $%&' ($'&)*'* + ,-./0 1 23,   1 23,                  ! "#$ % &    '  ( )*        & +, & -  -   "* & .* *                                           !"        # "    $%&   '  (   &  )       *'%  ''   #      '   +   "                      ,       /   0 2  ' - %  .   3 '   /01233      ' 4  %  ' 5 61333  + ' 4          2 1 %& "         &    7    & '  %"  Hringdu í síma ef blaðið berst ekki Auglýsingasími – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.