Fréttablaðið - 26.07.2008, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 26.07.2008, Blaðsíða 26
„Uppáhaldsstaðurinn minn á heim- ilinu er svefnherbergið og þá eink- um rúmið. Ég eyði reyndar mjög miklum tíma í því núna þar sem ég á von á fjórða barni mínu og við erum með skjávarpa og bíó- tjald í svefnherberginu þannig að þetta er helsti griðastaður heimilis- ins,“ segir Helga Sæunn Árnadóttir, förðunar- og naglafræðingur. Svefnherbergið hjá Helgu Sæ- unni er í raun samkomustaður fjöl- skyldunnar þar sem börnum henn- ar finnst gott að stinga sér þangað. „Sá yngsti sefur reyndar enn hjá okkur en stelpurnar sem eru sex og tólf ára kíkja stundum líka,“ segir hún brosandi. „Rúmið okkar er ekki heilagt heldur er þetta allt saman mjög frjálslegt.“ Rúmið góða er rafmagnsrúm með Tempur-dýnum og fékkst í í versluninni Betra bak. Að sögn Helgu Sæunnar er það einstaklega þægilegt og hefur hún átt það í þrjú ár. „Það er ótrúlega gott að liggja í því og maður hvílist vel eftir vinnu- daginn.“ Helga Sæunn, sem hefur starf- að við förðun síðan 1992 og neglur frá því 1994, á og rekur Snyrtivöru- verslunina Andorra við Strandgötu í Hafnarfirði. „Þessi verslun hefur verið hér í fjörutíu ár, ég keypti hana fyrir ári síðan og er hér með naglastúdíóið mitt og verslun með snyrtivörur eins og Biotherme, Lancôme og Dior.“ Þrátt fyrir að vera Hafnfirðing- ur í húð og hár mun hún þó vænt- anlega flytja í Kópavog á næstunni. „Við erum að byggja stórt einbýlis- hús þar þannig að í nógu er að snú- ast. Okkur er þó enn alltaf að snú- ast hugur og langar stundum bara að selja nýja húsið og búa áfram í Hafnarfirðinum, en við sjáum hvað setur,“ segir Helga Sæunn sem kann auðheyrilega vel að meta bæj- arstemninguna í Hafnarfirði. - hs ● Forsíðumynd: Mynd úr safni arkitektastofunnar Minarc Útgáfufélag: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, s. 512 5000 Ritstjórar: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Emilía Örlygsdóttir emilia@ frettabladid.is Auglýsingar: Hlynur Þór Steingrímsson s. 517 5439 Útlitshönnuður: Kristín Agnarsdóttir kristina@ frettabladid.is. Helga Sæunn nýtur samverustunda fjölskyldunnar í hjónarúminu en í herberginu er einnig stærðarinnar kvikmyndatjald. Með henni á myndinni eru dóttirin Kamilla Ívarsdóttir, sex ára, og sonurinn Árni Jón Ívarsson, tveggja ára. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN Rúmgóður griðastaður ● Helga Sæunn Árnadóttir heldur mikið upp á rúmið sitt sem auk þess að vera einstaklega þægilegt er líka samkomustaður fjölskyldunnar. Þ egar ég flutti inn í litlu sætu íbúðina mína fyrir rúmum fjórum árum, var ég mjög heppin með hversu smekklegir fyrri eigend- ur höfðu verið í litavali á veggi. Svo smekklegir voru þeir að ég sá enga ástæðu til að mála, enda tónaði grágræni liturinn vel við hvítlakkaða glugga- og dyrakarma. Með tímanum komu hins vegar rákir á veggina eftir húsgögn og myndir sem höfðu verið færðar til og göt eftir ónotaða nagla. Svo fór mig líka að langa að skipta um lit. Lengi hugleiddi ég hvaða lit ég vildi og þegar kvikmynd ársins kom í bíó, Sex and the City, fannst mér til- valinn blágræni liturinn sem hún Carrie vinkona mín valdi þegar hún gerði upp íbúðina sína. Þegar Mamma Mía kom svo í bíó fékk ég stað- festingu á því að hinn suðræni blái litur væri alveg ég. Næsta skref var að arka út í næstu málningarvöruverslun og finna rétta litinn. Ég gerði það og gekk út með þrjár prufur af mismunandi bíómyndabláum og einn pensil. Það tók mig ekki langan tíma að finna rétta litinn og þar sem slatti var af málningu í prufudósinni byrjaði ég bara að mála með penslinum mínum. Það var alveg með ólíkindum hvað prufudósin dugði langt. Ég náði að mála tvær umferðir á tvo litla veggi í stofunni. Vinstri öxlin á mér var reyndar ekki alveg í lagi eftir að ég hafði hamast með pensilinn í tvo daga, en svo lukkuleg var ég með þessa óvæntu sparnaðarleið að ég ákvað að kaupa nokkra prufu- dósir í viðbót og redda þessu þannig á spottprís. Mikið hlógu málararnir að mér þegar ég sló um mig með þess- um snilldarlausnum í málningarvöruversluninni. Þeir bentu mér á að prufumálningin væri ekki með sama glansstigi og alvöru málningin og að ef ég ætlaði mér að mála alla stofuna með pensli væri mikil hætta á að för kæmu á veggina. Þetta þýddi að ég þurfti að mála allt upp á nýtt og sniðugu sparnaðaráformin mín voru úr sögunni. Hundsvekkt kom ég heim með allar réttu græjurnar, stóra fötu af málningu með réttum glans, tvær stærðir af rúllum, málningarbakka og fullt af límbandi til að afmarka allt sem ekki á að verða suðrænt og blátt. Og nú er bara að byrja … aftur! Bíómyndablár á veggina HEIMILISHALD KLARA KRISTÍN ARNDAL ● ELDHÚSÁHÖLD ÚR SILÍKONI Silíkonæði hefur gripið um sig í Kokku og er þar nú hægt að fá ýmis eldhúsáhöld úr efninu. Silíkonið þolir háan hita svo hægt er að setja það í ofn, örbylgjuofn og uppþvottavélina. Sem dæmi má nefna silíkonpottaleppa sem halda öllum hita frá höndun- um. Algengt er að óhreinka pottaleppa við notkun og þá kemur sér vel að geta skellt þeim beint í uppþvottavélina. ● heimili&hönnun 26. JÚLÍ 2008 LAUGARDAGUR2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.