Fréttablaðið - 26.07.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 26.07.2008, Blaðsíða 16
 26. júlí 2008 LAUGARDAGUR B enedikt Hjartarson var í síðustu viku fyrstur Íslendinga til að synda yfir Ermarsund milli Englands og Frakk- lands. Vegna óhagstæðra sjávarstrauma þurfti Benedikt að synda hátt í tvöfalda vegalengdina yfir sundið en hann synti alls 60 kílómetra. Sundið tók hann 16 klukkustund- ir og eina mínútu og reiknast til að hann hafi tekið um 48 þúsund sundtök. Benedikt Hjartarson er maður vikunnar. Benedikt er fæddur 9. júlí 1957 þeim hjónum Hirti Haraldi Gíslasyni flugvirkja og Gerðu Friðriks- dóttur hjúkrun- arfræðingi. Er hann næst elstur sex systkina og ólust þau upp í Fossvogi í Reykjavík. Hann nam bakaraiðn við Iðnskólann í Reykjavík þaðan sem hann lauk sveinsprófi árið 1978 og meistaraprófi árið 1982. Einu ári síðar hélt hann ásamt konu sinni, Elínu Borg, til Graz í Austur- ríki þar sem þau bjuggu með tvær eldri dætur sínar í hálft ár. Benedikt var þar við fram- haldsnám í bakaraiðn og lærði til konditor- meistara. Eftir hálft ár í Graz færði fjölskyld- an sig til Bolzano á Ítalíu þar sem Benedikt kláraði nám sitt og útskrifaðist árið 1984. Flutti þá fjölskyldan heim á Freyju- götu í Reykja- vík. Árið 2000 lauk Benedikt prófi frá Kennaraháskóla Íslands og 2004 lauk hann prófi frá frumgreina- deild Tæknihá- skóla Íslands. Eftir nokkurn starfstíma hjá Björnsbakaríi í Reykjavík hóf Benedikt að kenna bakaraiðn við Menntaskól- ann í Kópavogi. Þaðan lá leið hans í Breið- holtsbakarí þar sem hann starfar í dag. Hláturmildi og létt lund eru þau orð sem vinir og vandamenn Benedikts nota til að lýsa honum. Hann er sagður gjafmildur, ósérhlífinn og aldrei vill hann gefast upp. Hann er mjög mikill fjölskyldumaður og barngóður. Kann hann afar vel við afahlutverkið og er mjög stoltur af dótturdóttur sinni. Á heimili Benedikts er ekki talað um Ermarsund heldur Emmusund þar sem hann synti yfir Ermarsundið í minningu Emmu Katrínar, lítillar frænku sinnar sem lést úr krabbameini í fyrra. Hafði hann lofað Emmu Katrínu að hann myndi synda yfir Ermar- sund. Er Benedikt sagður mikill keppnismaður og hefur hann gaman af alls kyns óhefðbundum íþróttum. Hann hefur farið um alla Reykjavík á línuskautum sem hann hefur mikið dálæti á. Þá hefur hann mjög gaman af allir útiveru og hreyf- ingu. Sem unglingur varði hann mörgum sumrum í Kerlingarfjöllum þar sem hann renndi sér á skíðum alla daga með bróður sínum. Var þeim bræðrum sama um veðurlag og bjuggu þeir þessi sumur í tjaldi. Benedikt vill helst vera á skíðum frá morgni til kvölds og er aldrei með húfu og vettlinga. Benedikt er einnig lýst sem uppátækjasöm- um manni sem framkvæmir það sem honum dettur í hug. Eitt sinn vildi hann vita hvort hann gæti hlaupið maraþonhlaup. Lét hann þá keyra sig upp á Kambabrún ofan Hveragerð- is og hljóp til Reykjavíkur. Hefur hann hlaupið nokkur maraþonhlaup, bæði heilmaraþ- on og hálfmar- a þon. Er þá haft eftir honum að hann hlaupi fyrri hringinn á þolinu og þann seinni á þrjóskunni. Þrjóska og langrækni er helst nefnt meðal galla sem einkenna Benedikt. Honum er þó einnig lýst sem mjög heiðarleg- um manni. Þá er hann sagður skemmtilegur og uppátækja- samur og allaf er hann tilbúinn til að taka þátt í því sem er verið að gera. Hann er sagður kraftmikill og þrautseigur enda mætti hann þrisvar á dag í Nauthól- svík til að æfa sig fyrir sjósundið yfir Ermarsund. Hann er mjög einlægur og allt- af tilbúinn að hjálpa til. Ef eitthvað kemur upp á finnst honum það yfirleitt ekkert stórmál heldur reynir að bjarga því sem bjargað verður. Þá er hann sagður afbragðsgóður söngmaður. Benedikt er oft á tíðum full stórtækur í verkum sínum en vegna þrjóskunnar tekst honum einhvern veginn að klára það sem hann tekur sér fyrir hendur. Eitt sinn fór Benedikt í tjaldferðalag þar sem flestir ferðamenn voru frekar léttnestaðir. Nema Benedikt sem kom við í kaupfélagi og keypti hálfan kindaskrokk, sem hann svo kláraði í tjaldferðalaginu. Þá er hann mikill ævintýramaður. Í tilefni af þrítugsafmæli sínu leigði hann þyrlu sem flutti hann upp á Vatnajökul svo hann gæti skíðað niður jökulinn og vegna áhuga hans á línuskautum er hann sagður stefna á að halda upp á sextugsafmæli sitt með því að fara á línuskautum frá Lundi í Svíþjóð til Rómar á Ítalíu. MAÐUR VIKUNNAR ÆVIÁGRIP Benedikt Hjartarson fæddist hinn 9. júlí 1957 í Reykjavík. Móðir hans er Gerða Friðriksdóttir hjúkrunarfræðingur og faðir hans var Hjörtur Haraldur Gíslason flugvirki sem er látinn. Benedikt er næstelstur sex systkina. Benedikt er alinn upp í Fossvoginum í Reykjavík. Fyrst á Fossvogsbletti og síðar í Löndunum. Þegar hann kynntist konu sinni flutti hann á Freyjugöt- una í Reykjavík þar sem hann hefur búið síðan. Hann er kvæntur Elínu Borg hjúkrunarfræðingi og saman eiga þau þrjár dætur og eina dótturdóttur. Árið 1978 lauk hann sveinsprófi í bakaraiðn frá Iðnskólanum í Reykjavík og 1982 lauk hann meistaraprófi. Þá nam hann framhaldsnám í bakaraiðn í Graz í Austurríki og Bolzano á Ítalíu þaðan sem hann útskrifaðist sem konditor-meistari árið 1984. Hann lauk prófi frá Kennaraháskóla Íslands árið 2000 og fjórum árum síðar lauk hann prófi frá frumgreinadeild Tækni- háskóla Íslands. Benedikt starfaði lengi sem bakari hjá Björnsbakaríi. Þá kenndi hann bakaraiðn við Menntaskólann í Kópavogi um tíma en starfar nú sem bakari í Breiðholtsbakaríi. Meðal fyrri starfa má nefna sveitastörf og vinnu hjá Flugfélagi Íslands. VANN SÉR TIL FRÆGÐAR Söng fyrir nokkrum árum lagið Á Sprengisandi fyrir baðgesti í fljótandi gufubaði undan ströndum Malmö í Svíþjóð. HVAÐ SEGJA AÐRIR? „Það lýsir honum vel að hann kom hlæjandi upp úr sjónum eftir sundið yfir Ermarsund. Það er alltaf stutt í brosið.“ Guðni Þór Ingvarsson, mágur Benedikts. HVAÐ SEGIR HANN? „Ég fer aldrei aftur í sjóinn eða sund, ég er búinn að fá nóg.“ Benedikt Hjartarson í kvöldfréttum Stöðvar 2 fimmtudaginn 17. júlí 2008. Glaðlyndur og ósérhlífinn s ÁRAN GUR Borga rholts braut 41 200 Kó pavogu r Stærð : 66,1 fm Fjöldi herbe rgja: 3 Byggi ngará r: 198 3 Bruna bótam at: 12 .400.0 00 Bílskú r: Nei Opið Hús Stærð : 85,6 fm Guðbj örg Vilhjál msdót tir Söluful ltrúi 894 54 01 gully@r emax.i s Sigurð ur Odd ur Sigurð sson Söluful ltrúi 616 88 80 sos@re max.is Opið h ús í da g kl 20 :00-20 :30 Rúmleg a fokhe lt tvegg ja hæð a parhú s með innbygg ðum bí lskúr m eð falle gu útsý ni yfir a ð Ell- iðarárva tni. Mik il lofthæ ð er á e fri hæð . Mögu leiki á aukaíbú ð á neð ri hæð. Dóroth ea GSM : 89833 26 Opið h ús í da g kl 18 :00-18 :30 Mjög rú mgóð í búð á j arðhæð , búið a ð taka eldhús og bað herberg i í gegn . Nýleg t gólfefn i. Þvott ahús innan íb úðar. N ýr 40 fm sólpallu r. Bílskú r með h eitu og köld u vatni. Dóroth ea GSM : 89833 26 Sýni m eð stu ttum f yrirvar a Mjög fa lleg og rúmgó ð 3ja h erb. íbú ð á frábær um sta ð. Sóla r svalir. Rúmg óð stof a. Laus fl jótlega . Áhvíla ndi lán frá Glit nir 19,6 millj. Sigurð ur Odd ur sími 616 8 880 – s os@rem ax.is Opið h ús í da g kl 19 :00 - 1 9:30 Fimm h erbergj a íbúð m eð falle gu útsý ni. Eign inni fylgja tv ær gey mslur í kjallara. Önnur geyms lan 33,5 fm og h in 4,2 fm . Bílskú r með h eitu og köldu v atni. Gott áh vílandi l án. Dór othea G SM: 89 83326 Álaþin g 14 - 203 KÓ P Sporh amrar 6 - 11 2 RVK Verð: 5 3.900.0 00 Herbe rgi: 7 Stærð : 255,2 fm Verð: 3 2.900.0 00 Herbe rgi: 3 Stærð : 139,5 fm OPIÐ HÚS OPIÐ HÚS Kamb asel 28 - 109 RVK Austur berg 2 0 - 111 RVK Verð: 2 3.500.0 00 Herbe rgi: 3 Stærð : 100,3 fm Verð: 2 5.900.0 00 Herbe rgi: 5 Stærð : 162,1 fm OPIÐ HÚS Opið h ús má nudag kl 18:3 0 - 19: 00 Frábær eign á f rábæru m stað : 4 herb . íbúð á götu- hæð m /sérgarð i og rúm góðum bílskúr. Öll eldr i borg- ara þjón usta í bo ði- ef vil l. Aðge ngi til fyr irmynda r. Getur losnað mjög fljó tlega. U ppl,Guð björg s: 89454 01 Sýni m eð stu ttum f yrirvar a Vel stað sett einb ýli í þess u vinsæ la hverfi . Sömu eigen- dur frá u pphafi. Búið að endurn ýja og la ga mikið að utan, gl ugga, þ ak og fl . Gróinn , fallegu r garður . 55 fm bílskúr. Sigurðu r Oddur s: 616 8880 – sos@re max.is Opið h ús má nudag kl 19:3 0 - 20: 00 Skemm tilegt ein býli m/ú tsýni- á 2 hæðu m, gróin n garður, heitur p ottur, tré pallar, h ellulögn . Útigey msla. 4 svefnh erbergi, 2 baðh erbergi, gott eld hús m/v innu- herb. in naf. Lau st fljótle ga. upp l, Guðb jörg s:8 945401 Lindar gata 3 3 - 101 RVK Gullsm ári 5 - 201 KÓ P Langa gerði 5 8 - 108 RVK Verð: 2 9.900. 000 Herbe rgi: 4 Stærð : 119,6 fm Verð: T ilboð ó skast Herbe rgi: 7 Stærð : 260,3 fm OPIÐ HÚS Austur tún 4 - 225 Á LFTN Verð: 4 0.900. 000 Herbe rgi: 5 Stærð : 151,3 fm OPIÐ Vertu v elkom in á op in hús RE/MA X Torg - Garð atorgi 5 - 21 0 Garð abæ - Sími: 5 20 959 5 - ww w.rem ax.is ER ÞÍN ATVINNUAUGLÝSING HÉR? MEST LESNA ATVINNUBLAÐ LANDSINS S. 512 5426 - vip@365.is S. 512 5441 - hrannar@365.is KÓPAVOGSBÆR LAUS STÖRFÍ LEIKSKÓLUM KÓPAVOGS: Kynnið ykkur nýjar samþykktir í • Leikskólakennarar frá 1. ágústFífusalir: 570 4200 • Deildarstjóri á yngri deild • Leikskólakennarar • Sérkennslustjóri 75%, afleysingGrænatún: 554 6580 • Sérkennslustjóri 50% frá 1. ágúst • Leikskólak/þroskaþj. 100% frá 1 ágúst Hvarf: 570 4900 • Deildarstjórar frá 11. ágúst • Leikskólakennarar frá 11. ágúst • Sérkennsla, sem fyrstKópahvoll: 554 0120 • Leikskólakennari frá 1. ágúst • Leikskólak/þroskaþj. í stuðning 50% f.hád. Kópasteinn: 564 1565 • Leikskólak/leiðb. næsta haust • Leikskólak/leiðb.tímab.afleysing næsta haust Marbakki: 564 1112 • Leikskólakennari frá 1. ágúst Núpur: 554 7020 • Deildarstjóri 2-3 ára barna • Leikskólakennarar • SérkennslaRjúpnahæð: 570 4240 • Deildarstjóri • Leikskólak. á deild/sérkennsla/íþróttir Urðarhóll – Heilsuleikskóli: 554 7789 • Leikskólakennarar Nánari upplýsingar á:www.kopavogur.is og www.job.is Óskum eftir að ráða fjármálastjóra hjá íslensku félagi með umfangsmikla starfsemi erlendisFjármálastjóri Hæfniskröfur Í boði er Umsóknarfrestur Allar umsóknir verðameðhöndlaðar sem trúnaðarmál GuðnýHarðardóttir stra@stra.is annast daglega fjármálastjórnun, áætlanagerð, uppgjörsmál auk þess að hafa umsjón með lánasamningum og endurfjármögnunarverkefnum svo eitthvað sé nefnt. Hann kemur að arðsemisútreikningum og utanumhaldi verkferla vegna reksturs hérlendis, sem og erlendis auk annarra fjölbreytilegra verkefna. Starfinu fylgir mikil erlend samskipti, semog ferðalög.eru að umsækjendur hafi marktæka reynslu af sambærilegum störfum, háskól menntun á sviði viðskipta- og reksturs er skilyrði, en starfsreynsla af endurskoðunarskrifstofu er áhugaverð. Góð enskukunnátta í tali og riti er nauðsynleg. Áhersla er lögð á fagleg og skipuleg vinnubrögð, hæfni í samningagerð ogmannlegum samskiptumogmetnað til árangurs í starfi. áhugavert starf hjá öflugu og metnaðarfullu félagi með umfangsmikla starfsemi á alþjóðavettvangi. Um er að ræða afar eftirsóknarvert tækifæri fyrir metnaðarfullan einstakling. er til og með 4. júlí nk. Gengið verður frá ráðningu skv. nánara samkomulagi. ., gudny@stra.is, veitir nánari upplýsingar, en viðtalstímar eru frá kl. 13-15. Vinsamlega sendið eigin starfsferilskrár til ásamt ww Fjármálastjóri + GISTING Í FORNUM KASTÖLUM, BOUTIQUE HÓTEL Í SUMAR VIÐ SIGNU HEITUR ÁGÚSTMÁNUÐUR Í PARÍSARBORG EKKI BARA HALLIR O SACHERTERTUR Vínarborg er spennandi suðupunktur í EvrópuSÍÐASTI SÉNS Í SÓLINASniðugustu tilboðin í ágúst Íslensk umhyggja í Jemen Jóhanna Kristjónsdóttir safnar fé til að byggja upp kennslumiðstöð fyrir stúlkur í Jemen. Mótorhjólamenn koma út úr skápnum - Sumarið 2008 fer í sögubækurnar sem mótor- hjólasumarið mikla. Ferðalög fylgja Fréttablaðinu á sunnudag: Sumar við Signu - Sjarmi Parísar í ágústmánuði Síðasti séns í sólina - bestu tilboðsferðirnar síðsumars Ekki bara hallir og Sachertertur Nýjar hliðar á Vínarborg + Hótel í Berlín, enski strandbærinn Brighton og undirbúningur Ólympíuleika í Peking. ferðalög
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.