Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.07.2008, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 31.07.2008, Qupperneq 6
6 31. júlí 2008 FIMMTUDAGUR EFNAHAGSMÁL Samanlagðar tekju- skatts- og útsvarsgreiðslur lands- manna fyrir árið 2007 námu 213,6 milljörðum króna, sem er aukning um 15,1 prósent milli ára. Hver skattgreiðandi greiddi að meðaltali um 1.137 þúsund krónur í tekju- skatta og útsvar á árinu. Þetta kemur fram í samantekt fjármálaráðuneytisins á skattálagn- ingu síðasta árs. Tekjuskattur nam alls 86,4 millj- örðum. Skattgreiðsla á hvern ein- stakling hefur aukist um 3,8 pró- sent, þrátt fyrir lækkun skatthlutfallsins úr 23,75 prósent- um í 22,75 prósent. Útsvar til sveitarfélaganna var samtals 101,9 milljarðar króna. Álagið eykst um 10,75 prósent á hvern greiðanda. Fjármagnstekjuskattur einstakl- inga var samtals 25,3 milljarðar króna, sem er 55 prósenta aukning milli ára. Hlutfall fjármagnstekju- skatts af tekjusköttum einstaklinga til ríkissjóðs jókst verulega, úr 16,6 prósentum í 22,6 prósent. Vaxtabætur vegna íbúðalána almennings nema samtals 6,6 millj- ónum króna. Meðalvaxtabætur eru 114 þúsund krónur, sem er 7,3 pró- senta hækkun milli ára. Framtaldar eignir heimilanna námu 3.380 milljörðum króna í lok árs 2007, þar af var andvirði fast- eigna um 2.377 milljarðar. Á sama tíma námu skuldir heimilanna 1.348 milljörðum króna, og höfðu vaxið um 21 prósent milli ára. - bj Hver skattgreiðandi greiddi að meðaltali 1,1 milljón til ríkis og sveitarfélaga í fyrra: Skattgreiðslur 213,6 milljarðar VAXTABÆTUR Upplýsingar um vaxta- bætur vegna ársins 2007 voru gerðar aðgengilegar á vef ríkisskattstjóra í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM LÖGREGLUMÁL Annar tveggja manna sem enn var leitað vegna hrottalegrar líkamsárásar í Heiðmörk aðfaranótt sunnudags fannst í gærmorgun. Eins manns var síðdegis í gær enn leitað. Manninum var sleppt að loknum yfirheyrslum síðdegis í gær eins og öðrum manni sem handtekinn var í fyrradag vegna málsins. Enn annar var þegar handtekinn um helgina en fékk að fara frjáls ferða sinna eftir að hann var yfirheyrður. Árásarmennirnir eru sagðir handrukkarar en þeir drógu rúmlega þrítugan mann út af heimili sínu í Hafnarfirði aðfaranótt sunnudags og gengu í skrokk á honum í Heiðmörk. - ht Árás í Heiðmörk um helgina: Eins enn leitað NJÓSNIR „Þetta eru ekki þau skjöl sem við vorum að sækjast eftir og ekki frá þeim tíma þegar íslensk stjórnvöld voru að vasast í skatta- málum Halldórs,“ segir Halldór Guðmundsson fræðimaður. Halldór hefur skoðað skjöl, tengd Halldóri Laxness, sem utan- ríkisráðuneyti Bandaríkjanna sendi utanríkisráðherra Íslands á mánudaginn. Ráðherrann hafði beðið ráðuneytið um að fjölskylda Laxness fengi að sjá leynileg skjöl um hann. „En hér er ekkert sem hefur með þessi gömlu kaldastríðsátök að gera, nema Laxness er sagður „disillusioned communist“ á einum stað,“ segir Halldór. Hér sé komið til móts við beiðni ráðherr- ans „með allt öðrum gögnum frá allt öðrum tíma“. Elsta skjalið í sendingunni er frá 1974 en það yngsta frá 1988. „Þetta eru skrif þar sem Hall- dór er nefndur og fara á milli sendiráðsins á Íslandi og utanrík- isráðuneytis Bandaríkjanna. Þarna er ekkert sérlega óeðlilegt. Þeir senda meira að segja dagskrá þjóðhátíðarinnar 1974. Á einum stað segja þeir svo frá því að Hall- dór hafi tekið þátt í undirskriftar- söfnun til stuðnings sovéska skák- meistaranum Viktor Kortsnoj.“ Eitt skjalið sé frá Marshall Brement, þáverandi sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Þar fer Brement bónleiðar að auknum fjárframlögum til stofnunar sinn- ar. Það hafi ekki sinnt sínu hlut- verki sem skyldi. Hann notar sem röksemd að formenn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks hafi kvartað undan því að þeir hafi verið van- ræktir af sendiráðinu. Brement tekur undir þetta og bendir á að miðað við mikilvægi landsins hafi sárafáir Íslendingar komið í sendiráðið að undanförnu. Bréfið er frá 1981, þegar Stein- grímur Hermannsson var formað- ur Framsóknar og Geir Hallgríms- son formaður Sjálfstæðisflokks. „Og ég veit ekki af hverju þeir hafa verið að senda þetta. Þetta fyllir alls ekki upp í eyðurnar í vitneskjunni sem við höfum af FBI-skjölum og öðrum gögnum utanríkisráðuneytisins,“ segir Halldór. Hins vegar sé gaman að sjá hversu mikla áherslu sendiráðið leggur á vel heppnuð kokkteilboð. klemens@frettabladid.is Ekki Laxness-skjölin sem beðið var um Halldór Guðmundsson segir skjöl um Laxness, sem komu til landsins á mánu- dag, sakleysisleg. Í þeim eru formenn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks sagðir kvarta undan því að bandaríska sendiráðið sinni þeim ekki nægilega. HALLDÓR GUÐMUNDSSON MEÐ SKJÖLIN Sum skjölin hafa þvælst milli bandarískra stofnana, án þess að skipta miklu máli, að því er virðist. Þau fjalla ekki um njósnir um Laxness í kaldastríðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON 10 ltr. 4.590 NÝ MÁLNING SÉRHÖNNUÐ FYRIR ÍSLENSKAR AÐSTÆÐUR RV U n iq u e 0 60 80 3 Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is Hentugt við grillið - einnota diskar, glös, bollar og hnífapör Nánari upplýsingar veita sölumenn og ráðgjafar RV HOLLAND, AP Radovan Karadzic, fyrrverandi leiðtogi Bosníu-Serba, var í fyrrinótt framseldur til stríðs- glæpadómstóls Sameinuðu þjóðanna í Haag. Þá um nóttina særðust áttatíu manns í óeirðum í tengslum við mótmæli, sem flokkur róttækra þjóðernissinna efndi til gegn framsali Karadzic. Flokkurinn boðar framhald á mótmælaaðgerðum daglega. Þrettán ár eru síðan Karadzic var ákærður fyrir þjóðarmorð, stríðsglæpi og fleiri voðaverk í Bosníustríðinu. Málaferlin á hendur honum gætu staðið árum saman, eins og málaferlin á hendur Slobodan Milosevic, fyrrverandi forseta Júgóslavíu, sem lést í fangelsinu í Haag fyrir tveimur árum, áður en réttarhöldunum lauk. Saksóknarar dómstólsins hafa ógrynnin öll af sönnunargögnum um að voðaverk hafi verið framin, en það gæti þó reynst þrautin þyngri að sanna að Karadzic hafi að einhverju leyti borið ábyrgð á þeim. Málflutningur verjenda Milosevic kemur þó að góðum notum, því þeir færðu sterk rök fyrir því að Karadzic hefði miklu frekar en Milosevic staðið á bak við allt saman. Karadzic var handtekinn fyrir tæpum hálfum mánuði í Belgrad, þar sem hann hafði stundað óhefð- bundnar lækningar undir fölsku nafni. - gb Radovan Karadzic kominn í hendur stríðsglæpadómstólsins í Haag: Málaferli gætu tekið mörg ár Ekki útvarp úr bæjarstjórn Bæjarráð Garðabæjar hafnaði tilboði frá fyrirtækinu Konrad Engineering um útvarpsútsendingar af bæjar- stjórnarfundum. Sagðist bæjarráð ekki telja ástæðu til að ganga að tilboðinu að sinni. GARÐABÆR Hefur þú farið í sund í sumar? Já 58,2% Nei 41,8% SPURNING DAGINS Í DAG: Átti Ólafur F. Magnússon að víkja Ólöfu Guðnýju Valdimars- dóttur úr skipulagsráði? Segðu skoðun þína á visir.is Leitað að vitnum Lögreglan í Reykjavík óskar eftir vitnum að árekstri sem átti sér stað mánudaginn 21. júlí. Slysið varð við frárein milli Bíldshöfða og Suður- landsvegar klukkan 18.05. Þar lentu saman Yaris og Nissan en annar Yaris ók í veg fyrir þann fyrri. Þeim, sem geta veitt upplýsingar, er bent á að hringja í 444-1100. LÖGREGLUFRÉTTIR EIGINKONA OG DÓTTIR RADOVANS KARADZIC Jafnskjótt og Karadzic hafði verið framseldur til Haag afléttu stjórnvöld í Serbíu ferðabanni á fjölskyldu hans í Sarajevó. FRÉTTABLAÐIÐ/AP En hér er ekkert sem hefur með þessi gömlu kaldastríðsátök að gera, nema Laxness er sagður „disillusioned communist“ á einum stað. HALLDÓR GUÐMUNDSSON FRÆÐIMAÐUR KJÖRKASSINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.