Fréttablaðið - 31.07.2008, Page 36

Fréttablaðið - 31.07.2008, Page 36
 31. JÚLÍ 2008 FIMMTUDAGUR4 ● fréttablaðið ● verslunarmannahelgin Benedikt Ernir Stefánsson, annar framkvæmdastjóra Neistaflugs í Neskaupstað, lofar stærri og flottari hátíð í ár. „Okkar markmið er að það sé eitthvað í boði fyrir alla, Neista- flug í Neskaupstað er fjölskyldu- hátíð,“ segir Benedikt Ernir Stef- ánsson, sem er framkvæmda- stjóri hátíðarinnar ásamt vini sínum, Guðjóni Birgi Jóhanns- syni. Dagskráin verður með svip- uðu sniði og í fyrra en hún er þó stærri og flottari að sögn Bene- dikts. „Þetta heppnaðist alveg frábærlega í fyrra, allir atburðir voru vel sóttir og bærinn iðaði af lífi. Við ætlum að stækka þetta í ár. Við viljum að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi hvort sem það eru amman og afinn eða litla fólkið.“ Hann segir að margt verði í boði. „Meðal atburða má nefna íþróttamót, strandblak og bruna- slöngubolta. Síðastnefndi leik- urinn er sér norðfirskur. Fimm manns eru í hvoru liði en mark- menn eru með brunaslöngur sem þeir mega nota að vild. Keppnin fer fram í götunni fyrir framan útisviðið og keppir tónlistark- lúbburinn Brjánn, sem stend- ur fyrir hátíðinni, alltaf á móti hljómsveitinni sem spilar á laug- ardagskvöldinu. Í ár koma Buff og Matti Papi sterkir til leiks svo búast má við hörkukeppni.“ Af öðrum listamönnum sem koma fram má nefna tónlistar- mennina Selmu Björns og Einar Ágúst, hljómsveitina Nýdönsk, leikarana Örn Árnason, Gunnar og Felix og töframanninn Mighty Gareth. „Síðan er alltaf vel sótt á brekkusönginn og varðeldinn á sunnudagskvöldinu ásamt risa- flugeldasýningunni.“ Aðkomufólki stendur til boða tvö tjaldstæði og er annað þeirra splunkunýtt tjaldavæði. „Nýja stæðið köllum við fjölskyldu- stjaldstæði. Það er aðeins fyrir utan örtröðina í bænum og þar eru rafmagnsinnstungur fyrir fellihýsi og slíkt. Síðan eru fimm hótel í bænum.“ Benedikt segir bæinn allt- af fullan af fólki um verslunar- mannahelgina. „Öll heimahús fyllast af brottfluttum Norðfirð- ingum og einnig eru nágranna- bæjarbúar duglegir að kíkja í heimsókn.“ Tjaldstæðin sem og allir at- burðir eru ókeypis að dansleikj- unum frátöldum. Nánari upplýs- ingar um dagskrárliði á www. neistaflug.is. - mþþ Markmenn sprauta vatni Tívolí við Samkaup í Neskaupstað verður opnað á laugardaginn klukkan 13. AUSTURGLUGGINN/GUNNAR Brunaslöngubolti er sér norðfirskur leikur þar sem markmenn mega sprauta úr brunaslöngu að vild. Glitnir býður upp á glæsilega flugelda- sýningu á sunnudagskvöldið. Grettishátíð verður haldin að Laugabakka í Miðfirði nú um helg- ina, að því er fram kemur í tilkynningu frá húskarli Grettis. Að þessu sinni er hátíðin helguð sagnaarfinum eða sagnalistinni og dagskráin verður fjölbreytt því sagðar verða sögur frá ýmsum löndum, á ýmsum tungumálum og með ýmsum hætti. Í Grettisgarðinum verða sagnamenn, vík- ingar og handverksfólk og leikir verða í anda of- urhetjunnar frá Bjargi, bogfimi, axarkast, grjót- kast, fella og Grettis- kúlugrip. Súpusögur verða sagðar og bakað brauð sem kallast „iljar Grettis“. Í Grettisbóli og í Félagsheimilinu Ás- byrgi verða sýningar og sögur. Hanna Mar- grét Snorradóttir, leik- ari og sagnakona, leiðir fólk inn í töfraheim sög- unnar. Færeyskur dans- hópur skýrir dansinn út frá sögunni eða söguna út frá dansinum. Hilm- ar Agnarsson, orgel- leikari og kórstjórnandi, tengir söguna við sönginn og Helgi Þór og hljóðfæraleikarnir syngja og leika sögur. Hljómsveitin Lexía hvetur fólk til þátttöku og til að segja sína sögu með fótunum. Á Bjargi verður kraftakeppni þar sem Andrés Guðmundsson kraftakarl stjórnar aðgerðum. Hátíðin verður sett klukkan 18 föstudaginn 1. ágúst og stendur linnulítið fram til mánudagsins 4. ágúst. - gun Sagnalist og leikir Hægt verður að spreyta sig í bogfimi á Grett- ishátíðinni. MYND/MINJASAFNIÐ AKUREYRI Dagskráin á Neistaflugi er jafnt fyrir unga sem aldna. Veiðikortið veitir aðgang að rúmlega 30 vatnasvæðum vítt og breitt um landið fyrir aðeins 5000 kr.–Og þú velur hvar og hvenær þú veiðir! Frí heimsending þegar verslað er beint á www.veidikortid.is Fleiri veiðisvæði!

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.