Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.07.2008, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 31.07.2008, Qupperneq 38
 31. JÚLÍ 2008 FIMMTUDAGUR6 ● fréttablaðið ● verslunarmannahelgin Fjöldi manns hefur leitað sér aðstoðar vegna kynferðisbrota eftir verslunarmennahelgina í gegnum tíðina. Að sögn Eyrúnar Jóns- dóttur, verkefnisstjóra Neyðarmóttökunnar, hefur tilkynningum um kynferðisafbrot þó fækkað á síðustu árum. „Maður vonar að allur þessi áróður, forvarnir og aldurstak- mörk inn á hátíðirnar hafi eitthvað að segja og það sé ástæð- an fyrir fækkandi tilfellum, en ekki að fórnarlömb leiti sér ekki hjálpar,“ segir hún og bætir við að eins konar vitundarvakning virðist hafa orðið eftir útihátíðina á Eldborg árið 2000 þegar yfir 20 tilfelli kynferðisafbrota voru tilkynnt. „Eftir verslunarmannahelgina á síðasta ári leituðu til dæmis þrjár manneskjur til Neyðarmóttökunnar. Hvorki komu tilfelli uppi á Akureyri né í Vestmannaeyjum. Verslunarmannahelgin undanfarin þrjú til fjögur ár hefur ekki skorið sig úr frá öðrum helgum. Þetta sýnir hversu mikilvægar forvarnir eru.“ - stp Eyrún Jónsdóttir segir að tilkynningum vegna kynferðisafbrota eftir verslun- armannahelgi hafi fækkað. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Tilkynningum hefur fækkað Um verslunarmannahelgina verður hægt að leita til fjölda aðila sem halda úti öflugu upplýsinga- og forvarnastarfi gegn nauðgunum og öðrum kynferðisafbrotum. Karlahópur Femínistafélags Ís- lands stendur fyrir átakinu Karl- menn segja NEI við nauðgunum um verslunarmannahelgina og er þetta í þriðja sinn sem karlahópur- inn fer af stað með átakið. „Mark- miðið hefur frá upphafi verið að hvetja karlmenn til að taka þátt í umræðunni um forvarnir gegn nauðgunum og kynbundnu of- beldi, sem hefur verið alltof lítil,“ segir Hjálmar Gunnar Sigmars- son, ráðskona karlahópsins, sem þróaði hugmyndafræðina að baki átakinu í samvinnu við Stígamót. „Við verðum á þeim stöðum þar sem mikil umferð er. Nú í ár sendum við hópa til Akureyr- ar, Vestmannaeyja og síðan verð- ur hópur í Reykjavík fyrir helg- ina. Þar munum við vera með bás og ganga um til að vera sýnileg og fræða fólk um málefnið,“ bendir hann á. Karlahópurinn mun þó ekki standa vaktina einn um helgina þar sem fleiri leggja hönd á plóg. „Við verðum með sálgæslu í daln- um allar næturnar um helgina. En þá eru sálfræðingar fengnir til að vera til staðar ef þess gerist þörf,“ segir Tryggvi Már Sæmundsson, einn af staðarhöldurum Þjóðhá- tíðar í Eyjum spurður hvert þol- endur kynferðisofbeldis geti leit- að. „Síðan störfum við náið með heilsugæslunni og lögreglunni. Við erum með hús, gamla golfskál- ann, þar sem sjúkragæsla verður og hægt að leita þangað.“ Aflið, samtök gegn kynferð- is- og heimilisofbeldi verða hins vegar til taks á útihátíðinni Ein með öllu á Akureyri um helgina. „Við verðum með sólarhringsvakt alla helgina. Við erum með hús- næði, þar sem rúm og teppi eru til staðar,“ segir Anna María Hjálm- arsdóttir, annar tveggja formanna Aflsins. „Við verðum mjög sýni- legar um allan bæ, dag sem nótt, í gulum vestum merktum Aflinu svo fólk sé fljótara að koma auga á okkur og geti leitað sér upplýs- inga eða aðstoðar. Auðvitað verður alls kyns gæsla í bænum en eng- inn sem sér sérstaklega um þenn- an flokk nema við. Svo er hægt að hafa samband við okkur með því að hringja í síma 461 5959.“ Á það skal jafnframt bent að þolendur kynferðisafbrota geta haft samband við Neyðarlínuna í síma 112. - stp Málefni sem alla varðar Karlahópur Femínistafélagsins verður meðal annars í Reykjavík, Vestmannaeyjum og á Akureyri um verslunarmannahelgina. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.