Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.07.2008, Qupperneq 62

Fréttablaðið - 31.07.2008, Qupperneq 62
34 31. júlí 2008 FIMMTUDAGUR Á hverju sumri gefst ferðamönnum tækifæri til að fara í alíslenskt leikhús þótt leikið sé á ensku. Kristín G. Magnúss hefur rekið Ferðaleikhús sitt allar götur frá 1965 er hún stofnaði það ásamt eiginmanni sínum Halldóri Snorrasyni. Að líta yfir farinn veg er þemað í þessari sýningu sem frumsýnd var í Iðnó á fimmtudaginn var. Kristín raðar saman atburðum bernskunnar í Reykjavík sem eðlilega tengjast mjög þeim tíma er landið var hersetið, fyrst af Bretum og síðan Ameríkönum. Umgjörðin er eins og við séum í heimsókn hjá henni persónulega. Hún býður okkur velkomin að líta með sér til baka og fáum við tækifæri til þess að sjá kvikmynd sem ég efast um að nokkur í salnum hafi séð áður en það var mynd sem Kristínu tókst að fá frá herminjastofnun Bretlands, The Imperial War Museeum. Það voru myndskeið frá því að Bretarnir stigu hér fyrst á land og athyglisvert að sjá og heyra hvernig þeir upplifðu sjálfa sig og fólkið sem hér bjó. Það var verið að skipa upp timbri og öðru byggingar- efni þar sem hér í þessu landi voru engin tré. Og það var svo sannarlega satt af myndunum að dæma. Fyrir svo utan að það virtist á myndununum að Bretarnir hefðu komið hingað sem einhvers konar skemmtikraftar, fótboltafélagar og sumarfóstrur, því það voru heilu skararnir af krökkum sem eltu þá brosandi víðs vegar í Reykjavík. Vafalítið einhver sem þekkir sjálfan sig eða sína nánustu þar. Milli þessara myndskeiða og fleiri mynda fléttar Kristín svo söguna um Kristínu litlu sem snemma byrjar að dansa og fer hún á kostum í hlutverki kvennanna í lífi hennar. O dear, o dear, slær hún sér á lær með skuplu og er svo ofuríslensk en þó með þennan fágaða breska hreim. Hún kynnir foreldra sína af mikilli hlýju og á skjánum birtast myndir af ýmsum húsum í Reykjavík. Henni til fulltingis á sviðinu eru tveir ungir leikarar þau Sandra Þórðardóttir og Ólafur Þór Jóhannesson. Sandra leikur Kristínu litlu tínandi blóm í sveitinni þar sem álfarnir hóa til hennar úr klettinum. Ólafur og Sandra hafa bæði góða nærveru og skýra framsögn en atriðin sem þau birtast í eru svo stutt að við fáum heldur lítil tækifæri til þess að sjá hvað í þeim býr. Sýningin í heild spannar tuttugu áhrifarík ár í sögu Íslands og þar með lífi leikkonunnar og það vantar ekki dramatíska tóna eða litríkar myndir til þess að lýsa þessu landi sem alið hefur álfa og tröll og Djáknann frá Myrká. Kristín situr í huggulegu söguhorni til hægri á sviðsbrúninni og flettir doðranti og segir okkur þessa mögnuðu sögu um leið og stúlkan fer á fund elskhugans og þarf ekki að hafa fleiri orð um það því allir þekkja söguna en eins og hún birtist hér mun hún seint líða áhorfendum úr minni. Stór- karlalegur, hálf andlitslaus bröltir hann gegnum salinn og afskræmdur þeytist hann upp úr rauðlýstri lúgu á sviðsgólfinu. Upp um þá sömu lúgu og aðalleikkonan féll síðan afturábak niður um að frumsýningu lokinni og stórslasaðist. Í salnum voru margir útlendingar en einnig mikið af íslenskum áhorfendum. Það var hlegið mikið og dátt, ekki minnst þegar gamla konan var að fá djáknann í gröfina og reka út drauga. Gerfi Kristínar í því atriði var óborganlegt. Hún nýtur sín einkar vel í gríni og glensi. Því miður léku þau oft svolítið innarlega á sviðinu sem kæfði nokkuð tal þeirra. Það sem einkenndi sýninguna í heild sinni var einlægni og leikgleði og alrómantísk sýn á landið með jöklana og norðurljósin, huldufólkið og björtu næturnar. Það var skelfilegt að verða vitni að þessu slysi í lokin og vonandi jafnar leikkonan sig að fullu. Þessi sýning á svo sannarlega eftir að falla mörgum vel í geð og alls ekki úr vegi að sýna hana einnig á íslensku fyrir þá áhorfendur sem voru þessi börn er birtust í kvikmynd Bretanna. Elísabet Brekkan Leiftur úr fortíðinni LEIKLIST Ferðaleikhúsið sýnir Visions from the Past Höfundur og leikstjóri: Kristín G. Magnúss. Ljós- myndavinnsla og aðstoð við samningu: Magnús S. Halldórsson. Lýsing: Lárus Björnsson. Tækni: Jón Ívarsson. Ljós og myndbönd: Björn Elvar Sigmarsson. ★★ Geðfelld sýning byggð á endurminningum Hvorki meira né minna en þrjár nýjar sýningar verða opnaðar í StartArt listamannahúsi, Laugavegi 12b, í dag kl. 17. Um er að ræða sýn- ingar listamannanna Creighton Michael, Magdalenu Margrétar og samsýningu þeirra Ingunnar Fjólu Ingþórsdóttur og Þórdísar Jóhann- esdóttur. Sýning Creightons Michael nefn- ist Bylgjulengdir. Á henni sýnir hann tví- og þrívíðar teikningar sem innblásnar eru af náttúru íslands. Í flestum verkum sínum leggur Michael fyrst og fremst áherslu á teikningu; hann vinnur með liti og þrykk og teiknar á papp- ír, auk þess sem hann býr til svo- kallaðar skúlptúrteikningar. Enn fremur má finna sterk áhrif frá ritun og letri í flestum verka hans og því er ekki fráleitt að varðveisla íslenskrar menningar í handrita- formi hafi einnig haft sín áhrif á listsköpun hans. Um þessar mundir stendur einnig yfir sýning á verk- um Creightons Michael í Hafnar- borg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, og því úr nægu að moða fyrir aðdáendur verka hans. Listamaðurinn sjálfur verður við- staddur opnunina á verkum sínum í StartArt í dag. Grafíklistakonan Magdalena Margrét Kjartansdóttir opnar sýn- inguna Svart List í forsal StartArt. Magdalena hefur starfað sem gra- fíklistamaður frá 1984 og vakið athygli fyrir stór verk þrykkt á pappír. Verkin sem hún sýnir nú eru svartar tréristur er fjalla um fórn- ina, eilífðina, endurfæðinguna og hringrásina sem tengir þetta saman. Þriðja sýningin sem opnuð verð- ur í dag nefnist Flökt og er í austur- og vestursal jarðhæðar StartArt. Á henni tefla þær Ingunn Fjóla Ing- þórsdóttir og Þórdís Jóhannesdóttir saman hugmyndum sínum á óhefð- bundinn hátt með því að nota verk hvor annarrar sem efnivið í nýjar innsetningar. Sýningin virkar þannig sem sjónræn rannsókn sem taka mun breytingum daglega, en með henni vilja listakonurnar vekja upp spurningar er varða sjónmenn- ingu, frumleika, höfundarrétt og traust og ferli sköpunar gagnvart hinu fullkláraða verki. - vþ Þrjár sýningar, fjórir listamenn TEIKNING Í ÞRÍVÍDD Verk eftir banda- ríska listamanninn Creighton Michael.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.