Fréttablaðið - 02.08.2008, Síða 27
TILKYNNINGAR
LAUGARDAGUR 2. ágúst 2008 11
Menntaskólinn við Hamrahlíð
www.mh.is
STÖÐUPRÓF HAUSTIÐ 2008
Stöðupróf á vegum menntamálaráðuneytisins verða haldin í Menntaskólanum við Hamrahlíð sem hér segir:
Miðvikudaginn 13. ágúst Kl. 16:00 Danska (hámark 6 einingar),
norska (hámark 6 einingar),
sænska (hámark 6 einingar).
Kl. 18:15 Enska (hámark 9 einingar).
Fimmtudaginn 14. ágúst Kl. 16:00 Ítalska (hámark 12 einingar),
portúgalska (hámark 12 einingar),
spænska (hámark 12 einingar),
Kl. 18:15 Franska (hámark 12 einingar),
japanska (hámark 12 einingar),
pólska (hámark 12 einingar),
rússneska (hámark 12 einingar),
víetnamska (hámark 12 einingar),
þýska (hámark 12 einingar).
Föstudaginn 15. ágúst Kl. 16:00 Stærðfræði. Boðið er upp á próf í STÆ103,
STÆ203 og STÆ263.
Rafræn skráning í stöðupróf fer fram á heimasíðu skólans. Frekari upplýsingar á skrifstofu skólans í síma 595-5200. Sýna þarf persónuskilríki með mynd í
prófinu. Prófgjald, kr. 3500 fyrir hvert próf, ber að greiða inn á reikning Menntaskólans við Hamrahlíð í banka 323 hb 26 nr 106, kt. 460269-3509. Greiðslu-
frestur er til hádegis prófdag, nauðsynlegt er að fram komi nafn og kennitala próftaka og sýna þarf kvittun í prófinu.
Í Aðalnámskrá framhaldsskóla er tekið fram að þessi próf séu ætluð þeim sem búa yfir þekkingu og reynslu sem ekki hefur verið aflað með hefðbundnum
hætti í skóla. Að gefnu tilefni skal tekið fram að fyrir liggur álit menntamálaráðuneytisins um að stöðupróf skuli ekki nota sem upptektarpróf fyrir nemendur
sem fallið hafa á annar- eða bekkjarprófi.
Rektor.
Útboð nr. 14520 - Áætlunarakstur á
sérleyfi sleiðum á Íslandi 2009 – 2010.
Ríkiskaup, f.h. Vegagerðarinnar, óska eftir
tilboðum í áætlunarakstur á sérleyfi sleiðum á
Íslandi 2009-2010
Um er að ræða útboð á endurgreiðslu kostnaðar
að frádregnum tekjum vegna farþegafl utninga
í áætlunarakstri á tveimur þjónustusvæðum og
þremur stökum sérleyfi sleiðum:
• Þjónustusvæði 1: Suðurland.
• Þjónustusvæði 3: Vesturland og Norðurland.
• Leið F9: Höfn–Djúpivogur–Breiðdalsvík–
Egilsstaðir. Einungis ekið á sumrin.
• Leið F29: Akureyri–Raufarhöfn–Þórshöfn.
• Leið F30: Akureyri–Laugar–Skútustaðir–Rey-
kjahlíð–Egilsstaðir.
Útboðsgögn verða aðgengileg á vef Ríkiskaupa
www.rikiskaup.is frá og með miðvikudeginum 6.
ágúst 2008.
Skila skal tilboðum til Ríkiskaupa, Borgartúni 7c,
105 Reykjavík fyrir klukkan 13:45, fi mmtudaginn
25. september og verða þau opnuð þar sama dag
klukkan 14:00 að viðstöddum þeim bjóðendum
sem þess óska.
Útboð skila árangri!
Tilboð óskast
Tilboð óskast í POLAR 560 hjólhýsi, ónotað árgerð 2008,
skemmt eftir fl utningstjón. Tilboð skilist inná heimasíðu
Tryggingamiðstöðvarinnar hf. ( útboð tjónabíla ) í síðasta
lagi kl 08.00 að morgni 6.ágúst. 2008. Hýsið er til sýnis í
Tjónaskoðunarstöð TM, Hamarshöfða 2 110 Reykjavík
á opnunartíma ( frá 8.30 til 16.30 virka daga )
Útboð
Nesstofusafn - nýbygging
Jarðvinna
Seltjarnarnesbær óskar eftir
tilboðum í jarðvinnu vegna 1.
áfanga að nýbyggingu Nesstofusafns.
Útboðsgögn verða seld hjá VSB Verkfræðistofu,
Bæjarhrauni 20, Hafnarfi rði frá og með þriðju-
degi 5. ágúst 2008. Verð kr. 5.000,-
Einnig má nálgast útboðsgögn án endurgjalds á
vef VSB Verkfræðistofu www.vsb.is
Tilboð verða opnuð á sama stað, mánudaginn
25. ágúst kl 13:00.
Vertími er 8 vikur og verklok
27. október 2008.
Helstu magntölur eru:
- Gröftur v/byggingar 5.650 m3
- Fylling v/byggingar 1.360 m3
- Einangrun 935 m2
- Grjóthleðsla 50 m2
- Gröftur v/lóðar 2.300 m3
- Aðfl utt fylling v/lóðar 2.700 m3
- Bráðabirgðavegur 100 m
Tilboð óskast
Tilboð óskast í VOLVO FH dráttarbifreið, árgerð 2006,
skemmdur eftir umferðaróhapp. Tilboð skilist inná heima-
síðu Tryggingamiðstöðvarinnar hf. ( útboð tjónabíla ) í
síðasta lagi kl 08.00 að morgni 6. ágúst 2008. Bifreiðin er til
sýnis á geymslusvæðinu Hafnarfi rði
TILBOÐ / ÚTBOÐ
Hefur þú áhuga á að byggja
upp þjónustuíbúðir fyrir eldri
borgara á einum besta stað á
Höfuðborgarsvæðinu ?
Hafnarfjarðarbær auglýsir lausa til umsóknar lóðina
Einivellir 3 sem ætluð er undir 3 - 5 hæð hús með
þjónustuíbúðum fyrir aldraða .
Einivellir eru á Völlum 3 sem afmarkast til norðurs
af miðsvæði Valla og til austurs af Haukasvæðinu,
Berja- og Drekavöllum, til suðurs af Engjavöllum og 1.
áfanga Valla og til vesturs af Ásbraut/Krísuvíkurvegar.
Aðkoma akandi að svæðinu er um gatnamót Ásbraut-
ar og Ásvalla, Kirkjuvalla, Akurvalla og Engjavalla.
Í hverfinu er stutt í alla verslun og þjónustu og þar
er m.a. að finna námsmannaíbúðir, íþróttasvæði,
leikskóla, sundlaug, kirkju og á næstunni verður þar
opnuð heilsugæsla.
Umsækjandi þarf að gera grein fyrir fyrirhu-
gaðri starfsemi á lóðinni, þjónustu sem í boði
verður í húsinu, s.s húsvörslu, öryggisvörslu
o.s.frv. og hvernig ætlunin sé að nota jarðhæð
hússins. Áhersla er lögð á að húsnæðið verði
til sölu/leigu á viðráðanlegu verði fyrir eldri
borgara og að gert verði ráð fyrir að húsnæðið
geti verið í einkaeign, leiguhúsnæði og/eða
með búseturétti.
Fyrirtækjum ber að skila ársreikningi sínum fyrir árið
2007 og milliuppgjöri fyrir árið 2008 árituðum af
löggiltum endurskoðendum. Einnig þarf að fylgja
yfirlýsing lánastofnunar um fjármögnun byggingar-
framkvæmda.
Lóðinni er eingöngu úthlutað til lögaðila.
Umsóknin kostar 3000 kr. sem greiðast þegar um-
sókn er skilað. Umsóknum skal skilað í síðasta lagi
19. ágúst 2008 í Þjónustuver Hafnarfjarðarbæjar,
Strandgötu 6. Umsóknum má skila rafrænt og skal
umsóknargjald þá greitt inn á reikning 327-26-59
- kt. 590169-7579 . Vinsamlega sendið kvittun og
umsókn á info@hafnarfjordur.is þegar gengið hefur
verið frá greiðslu í Heimabanka.
Skipulagsuppdrætti og skipulags- og byg-
gingarskilmála má finna á www.hafnarfjordur.
is/skipulag og í Þjónustuveri Hafnarfjarðar-
bæjar Strandgötu 6.
Þjónustuverið er opið alla virka daga kl. 8 - 17.
HÚSNÆÐI ÓSKAST