Fréttablaðið - 13.08.2008, Page 23

Fréttablaðið - 13.08.2008, Page 23
[ ] Í stað þess að sandblása gler í glugga er ódýrara og einfaldara að setja í þá sandblástursfilmu. Þegar skipta á um munstur er skipt um filmu. Þegar koma á í veg fyrir að sjáist inn eða út um glugga eru gardínur ekki eina ráðið. Hægt er að fara þá leið að sandblása gler en það getur verið dýrt og flókið. Önnur lausn er að setja svokallaðar sandblásturs- filmur í glugga. „Það eru bæði fyrirtæki og heimili sem setja filmur í glugga. Kostir þeirra eru margs konar og nýtast þær meðal annars þar sem á að vernda einkalífið, eins og í baðherbergisgluggum og öðrum herbergj- um sem ekki má sjást inn í,“ segir Pétur Pétursson, framleiðslustjóri Mako merkja. „En fólk er að leika sér endalaust með þetta því það er auðvitað hægt að setja munstur og myndir í filmurnar.“ Helstu viðskiptavinir Péturs eru fyrirtæki en þó eru heimilin sem Pétur hefur heimsótt fjölmörg. „Fólk hringir þá einfaldlega og getur fengið okkur til að mæla út gluggann sem filman á að fara í, eða það getur mælt hann út sjálft,“ segir Pétur. „Svo er farið yfir það hvernig filman á að vera, ég sendi mynd af filmunni í tölvupósti og fæ svo lokasamþykki.“ Þá er komið að því að setja filmuna upp í glugga og er verkið annaðhvort í höndum Péturs eða viðskiptavinarins sjálfs. „Við getum komið og sett filmuna í og við gerum það í langflestum tilvika,“ segir Pétur. „Það er leiðinlegra ef ísetningin mistekst og fólk þarf að fá nýja filmu og þar sem maður þarf að kunna aðferðina þá er það kalt mat að miklu betra er að fá fagmenn í verkið.“ Þegar filman er komin í gluggann er lítið eftir nema að njóta. Svo þegar fólk er orðið leitt á munstrinu má einfaldlega skafa gömlu filmuna af og fá nýja. Nánari upplýsingar um sandblásturs- filmurnar er að finna á www.marko.is. tryggvi@frettabladid.is Lítið mál að skipta um mynstur Ljósin í eldhúsið SKEMMTILEG LJÓSAHÖNNUN SEM Á VEL VIÐ YFIR ELDHÚSBORÐINU. ILMANDI HUNANG OG STÁLSIGTI. Ljósakrónan „Strainer“ er samansett úr stálsigtum sem finnast í hverri eld- hússkúffu. Sigtin eru hengd á snaga umhverfis peru- stæðið og peran lýsir upp mismunandi þétt netið í sigt- unum. Hönnuðurinn sem á heiður- inn af þessari hugmynd er Nichol- as Furrow en hann hefur gert ýmsar tilraun- ir í ljósahönnun. Meðal annars steypti hann bývax utan um glerkrukku og bjó þannig til lampaskerminn „Honey Jar“ sem gefur frá sér ljúfan hunangsilm þegar hann hitnar. Farrow rekur vinnustofu í New York og nánar má kynna sér áhugaverðar hug- myndir hans á síðunni www.nicholasfur- row.net. - rat Sigti ættu að vera á hverju heimili til hægindaauka við matargerð, hvort sem er til að þrífa salatið eða taka vatnið af núðlunum. Filmurnar í gluggum Orange eru verk Péturs. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Pétur hefur sett ófáar filmur í glugga og segir hann að gott og vandað verk sé hans helsta auglýsingaleið. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.