Fréttablaðið - 14.08.2008, Blaðsíða 6
6 14. ágúst 2008 FIMMTUDAGUR
FÆREYJAR
Sandey
Straumey
Suðurey
Fyrirhuguð göng
RV
U
n
iq
u
e
0
60
80
1
Rekstrarvörur
- vinna með þér
Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík
Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665
sala@rv.is • www.rv.is
Servíettur NexxStyle 39x39cm 80stk, ýmsir litir
Satiné Clean, gólfsápa
Brial Clean, alhliða hreinsiefni
Kristalin Clean, baðherbergishreinsir
Into WC Clean
Lotus eldhúsrúllur Lotus WC pappír
Lotus Maraþon Plus Lotus WC Júmbó
Lotur T-Þurrkur
Lotus V-Þurrkur
Nánar
i upplý
singar
veita s
ölume
nn og
ráðgja
far RV
Umhverfisvottaðar vörur
- fyrir sumarbústaðinn, veiðihúsið og ...
Hefur þú trú á íslenska landslið-
inu í handbolta á Ólympíuleik-
unum?
Já 87,1%
Nei 12,9%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Átt þú von á meirihlutaskiptum
í borgarstjórn Reykjavíkur?
Segðu þína skoðun á vísir.is
SVEITARSTJÓRNIR Meirihluti
bæjarráðs Hveragerðis hefur
hafnað ósk 365 hf. um að fá að
setja upp dreifingarkassa í
Hveragerði fyrir Fréttablaðið.
Kvaðst bæjarráðið áður hafa
hafnað tilsvarandi erindi 365.
„Ekkert það hefur gerst sem
gefur tilefni til annars en sömu
afgreiðslu í dag og því er lagt til
að erindinu verði hafnað.“
Minnihluti bæjarráðs sagðist
vilja leyfa þróunarverkefni á
dreifingu Fréttablaðsins ef það
leiddi til betri þjónustu við
Hveragerðinga. Tillaga hans þess
efnis var felld og sat hann síðan
hjá þegar fulltrúar meirihlutans
höfnuðu ósk 365. - gar
Deilt um blaðadreifingu:
Ekki blaðakassi
í Hveragerði
STJÓRNSÝSLA Sigurður Guðmunds-
son landlæknir er í hópi umsækj-
enda um störf forseta fræðasviða
við Háskóla Íslands.
Í gær höfðu 25 umsóknir borist
Háskólanum en
ekki er loku fyrir
það skotið að
fleiri muni ber-
ast í pósti á
næstu dögum.
Með nýju
skipulagi
Háskóla Íslands
voru sett á fót
fimm fræðasvið:
félagsvísinda-
svið, heilbrigðis-
vísindasvið, hugvísindasvið,
menntavísindasvið og verkfræði-
og náttúruvísindasvið.
Auk Sigurðar landlæknis og fleiri
eru í hópi umsækjenda þrettán próf-
essorar við Háskóla Íslands, tveir
dósentar við sama skóla og fimm
prófessorar við aðra háskóla. 24
sækja um á einu sviði en Ólína Þor-
varðardóttir sækir um á tveimur.
Ráðið er í störf forseta fræða-
sviða til fimm ára. Rektor ræður í
starfið að fenginni umsögn val-
nefndar. - bþs
Á þriðja tug umsókna um störf forseta fræðasviða við Háskóla Íslands:
Landlæknir sækir um í HÍ
SIGURÐUR
GUÐMUNDSSON
Bilun á Húsavík
Bilun er í sendi RÚV á Húsavíkur-
fjalli sem hefur orsakað truflanir á
útsendingu Rásar 1 og 2 á Húsavík og
nágrenni síðustu daga. Ekki er vitað
hvenær viðgerð verður lokið.
ÚTVARP
Tilkynnt var um bruna í þremur
ruslagámum á vinnusvæði Sorpu
við Sævarhöfða klukkan hálf fimm
á miðvikudagsnótt. Slökkvilið fór á
vettvang og tók slökkvistarf um tvær
klukkustundir. Ekki er vitað hvernig
eldurinn komst í gámana.
SLÖKKVILIÐ
Kviknaði í ruslagámum
FÆREYJAR Færeyingar hafa fengið
nýja landsstjórn og er það
minnihlutastjórn. Þetta er í fyrsta
skipti sem minnihlutastjórn er í
Færeyjum, að sögn danska
ríkisútvarpsins DR.
Minnihlutastjórnin felst í því að
stjórnarsamstarf Jafnaðarflokks-
ins, þjóðveldisins og Miðflokksins
haldi áfram þó að einn þingmaður
Jafnaðarflokksins hafi hætt að
styðja samstarfið þar sem ekki
hafi náðst samkomulag um að
negla niður tímasetningu fyrir
gangaframkvæmdir milli
Sandeyjar og Straumeyjar.
Landsstjórnin hefur gert sam-
komulag við Sjálfstýrisflokkinn
um stuðning við minnihluta-
stjórnina.
Sjálfstýrisflokkurinn fær í
staðinn áhrifarík embætti í
þinginu og stuðning landsstjórn-
arinnar við nokkur frumvörp sem
flokkurinn ætlar að leggja fram.
- ghs
Landsstjórnin í Færeyjum:
Minnihluta-
stjórn tekur við
Félagsvísindasvið
Árni Sverrisson próf. við Stokkh.hásk.
Ingjaldur Hannibalsson próf. við HÍ
Ólafur Þ. Harðarson próf. við HÍ
Ólína Þorvarðardóttir sérfr. við HÍ
Ragnar Árnason próf. við HÍ
Ragnheiður Þórarinsd. aðst.orkum.stj.
Heilbrigðisvísindasvið
Erla Kolbrún Svavarsdóttir próf. við HÍ
Gunnar Guðmundsson læknir við LSH
Sigurður Guðmundsson landlæknir
Stefán B. Sigurðsson próf. við HÍ
Þórdís Kristmundsdóttir próf. við HÍ
Hugvísindasvið
Ástráður Eysteinsson próf. við HÍ
Hólmfríður Garðarsdóttir dós. við HÍ
Jón Ólafsson próf. við Hásk. á Bifröst
Jón V. Sigurðss. próf. við Óslóarhásk.
Ólína Þorvarðardóttir sérfr. við HÍ
Róbert H. Haraldsson próf. við HÍ
Menntavísindasvið
Jón Torfi Jónasson próf. við HÍ
Verkfræði- og náttúruvísindasvið
Ebba Þóra Hvannberg próf. við HÍ
Einar Stengrímsson próf. við HR
Gísli Már Gíslason próf. við HÍ
Hafliði Pétur Gíslason próf. við HÍ
Hannes Jónsson próf. við HÍ
Kristján Jónasson dós. við HÍ
Sigríður Ólafsdóttir deildarstjóri
Vala Ragnarsd. próf. við Hásk. í Bristol
UMSÆKJENDUR UM STÖRF FORSETA FRÆÐASVIÐA
Þórshöfn
FÆREYJAR Færeyska
landsstjórnin sprakk
vegna deilna um göng
á milli Sandeyjar og
Straumeyjar.
EFNAHAGSMÁL Kaupsamningum í
júní og júlí fjölgaði um 74 prósent
á milli mánaða á höfuðborgar-
svæðinu. Þrátt fyrir það eru kaup-
samningar höfuðborgarsvæðisins
í júlí 64 prósent færri en í sama
mánuði í fyrra. Veltan jókst um 60
prósent.
„Fasteignamarkaðurinn fraus
eftir gengisfall og verðbólguskot í
mars,“ segir Ásgeir Jónsson, for-
stöðumaður greiningar Kaup-
þings.
Hann telur að frostið geti ekki
varað endalaust. Ásgeir telur að
fasteignaverð haldi áfram að
lækka en leiðrétting markaðarins
sé hins vegar á góðri leið.
Ásgeir segir að raunlækkun
fasteignaverðs á árunum 1988 til
1996 hafi verið um tuttugu pró-
sent enda var hagvöxtur lítill sem
enginn á því tímabili. Lægð á fast-
eignamarkaði hafi síðan komið
aftur árið 2001 og stóð þá yfir
fram á mitt ár 2003.
Hann telur að lægðin sem nú er
á fasteignamarkaðinum muni
standa yfir í svipaðan tíma og sú
sem var hér í byrjun aldamóta.
Lægðin frá 1988 til 1996 endurtaki
sig ekki.
Auðbjörg Ólafsdóttir, hagfræð-
ingur hjá Greiningu Glitnis, telur
að þessi aukning sem varð nú á
milli júní og júlí sé skammvinn.
Atvinnuleysi sé vaxandi, kaup-
máttur sé að minnka auk annarra
óvissuþátta. „Þeir sem ætla að
kaupa eða skipta um húsnæði bíða
með það þar til óvissan í efnahags-
málum minnkar,“ segir Auðbjörg.
Fasteignamarkaðurinn glæðist
fyrr en í lok árs 2009. -as
Kaupsamningum fjölgaði og velta jókst á fasteignamarkaði höfuðborgarsvæðisins í júlí:
Skammgóður vermir á fasteignamarkaði
KÓLNANDI MARKAÐUR Ásgeir Jóns-
son, forstöðumaður greiningadeildar
Kaupþings telur að fasteignaverð muni
halda áfram að lækka en leiðrétting
markaðarins sé hins vegar á góðri leið.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
GEORGÍA George W. Bush, Banda-
ríkjaforseti lýsti yfir áhyggjum
af ástandinu í Georgíu í gær.
Hann lýsti því jafnframt yfir að
bandarísk stjórnvöld myndu nota
herflugvélar og herskip til að
koma hjálpargögnum til Georg-
íu. Condoleezza Rice mun jafn-
framt sækja Georgíu heim.
Sergei Lavrov, utanríkisráð-
herra Rússlands, lét þau orð falla
að Bandaríkjastjórn gæti aðeins
stutt annað ríkið í stríðinu sem
hefur geisað hefur síðustu viku.
Yfir 100 þúsund manns eru á
vergangi síðan aðgerðir Rússa
gegn Gergíumönnum hófust í
síðustu viku. Átökin brutust út
þegar Georgía hóf hernaðarað-
gerðir í Suður-Ossetíu með það
að markmiði að ná aftur stjórn á
svæðinu. Suður-Ossetía hafði
sagt sig úr stjórnmálasambandi
við Georgíu en meirihluti íbúa
þar hefur rússneskt vegabréf.
Eftir að aðgerðir Georgíumanna
hófust sendu Rússar herlið til
héraðsins og hafa átök staðið
síðan, bæði í Suður-Ossetíu og
öðrum bæjum í Georgíu.
Nicolas Sarkozy, Frakklands-
forseti, hefur lagt fram friðar-
samkomulag sem báðir aðilar
hafa samþykkt. Utanríkisráð-
herrar Evrópusambandsins hafa
ákveðið að senda friðargæsluliða
á svæðið til þess að fylgjast með
að vopnahléi verði framfylgt.
Viðbrögð alþjóðasamfélagsins
hafa verið Georgíu til stuðnings.
NATO hefur fordæmt árásir
Rússa og Mannréttindadómstóll
Evrópu hefur krafist þess að
Rússar hætti aðgerðum strax.
Georgía hefur einnig átt stuðn-
ing leiðtoga fyrrum kommún-
istaríkja. Eistar, Lettar, Litháar
og Úkraínumenn hafa lýst yfir
stuðningi og var það haft eftir
forseta Póllands að nú hefðu
Rússar enn á ný sýnt sitt rétta
eðli.
Bush Bandaríkjaforseti heitir
því að fá stuðning alþjóðasamfé-
lagsins gegn Rússum og lét þau
orð falla í gær að: „vilji Rússar
aftur fá stuðning Bandaríkja-
manna og þeirra Evrópulanda
sem stutt hafa Georgíu verði þeir
að hætta hernaði þar strax.“
Hann benti einnig á að ef friður
myndi ekki verða að veruleika
þá væri sú vinna sem unnin hefur
verið milli þjóðanna síðan kalda
stríðinu lauk í hættu.
helgath@frettabladid.is
Bandaríkin senda her-
lið með hjálpargögn
George W. Bush hvetur Rússa til að hopa með herlið sitt í Georgíu og standa við
samning um vopnahlé. Hann krefst þess að fullveldi landsins verði virt. Banda-
ríkjamenn skipuleggja neyðaraðstoð við Georgíumenn.
HEIMILISLAUSIR GEORGÍUMENN Í BÆNUM GORI Í GÆR Meira en 100 þúsund manns
eru nú á vergangi í Georgíu vegna átakanna við Rússa. FRÉTTABLAÐIÐ/APF
Vilji Rússar aftur fá
stuðning Bandaríkja-
manna og þeirra Evrópulanda
sem stutt hafa Georgíu verða þeir
að hætta hernaði þar strax.
GEORGE W. BUSH
BANDARÍKJAFORSETI
KJÖRKASSINN