Fréttablaðið - 14.08.2008, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 14.08.2008, Blaðsíða 44
24 14. ágúst 2008 FIMMTUDAGUR timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. „Upphafið að hátíðinni var lítill hópur fólks sem vildi kynna bæinn og þjappa bæjarbúum saman. Það hafði verið í um- ræðunni að fólk skransaði við í Eden og svo var það bara farið en okkur langaði að menn sæju meira af bænum,“ segir Kristinn Grétar Harðarson, framkvæmdastjóri Blómstr- andi daga í Hveragerði, en hátíðin hefst í dag, fimmtánda árið í röð. Bæjarhátíðin fer stöðugt stækkandi en hana sækja bæði brottfluttir Hvergerðingar sem og fólk úr öðrum bæjum. Margt er í boði þessa fjóra daga sem hún stendur yfir en mest áhersla er lögð á góða tónlistardagskrá fyrir alla ald- urshópa. „Spiluð verður popptónlist, djass og klassík og síðan verður ýmislegt í boði fyrir börnin svo sem hoppu- kastalar og andlitsmálning. Á laugardaginn verður einnig stóri ísdagurinn þar sem gestum og gangandi verður boðið upp á eins mikinn ís og þeir geta í sig látið á Kjörísplan- inu.“ Einn af hápunktunum eru tónleikar sem haldnir verða til minningar um Bergþóru Árnadóttur á föstudagskvöldið. „Þá munu okkar helstu listamenn svo sem Magni, Magnús Þór og Hara-systur spila.“ Í fyrsta skipti í ár hefur bænum verið skipt upp í þrjú hverfi sem einkennd eru með bláum, rauðum og bleikum lit. „Við hvetjum bæjarbúa til að skreyta húsin sín og garðana í sínum lit og jafnvel klæðast samkvæmt litnum,“ útskýrir Kristinn sem segir Hvergerðinga hafa tekið afar vel í hug- myndina. „Fólk er ofsalega ánægt með að geta tekið meiri þátt í sjálfri hátíðinni. Sums staðar er mikill metnaður; ég hef verið að heyra af fólki sem er að hittast til að föndra saman og ætlar ekki bara að skreyta garðinn sinn og húsið, heldur alla götuna.“ Kristinn hefur verið viðriðinn hátíðina frá upphafi og síðustu þrjú árin hefur hann séð um hana alveg einn. Það kemur blaðamanni því á óvart að heyra að Kristinn er ekki Hvergerðingur sjálfur. „Þótt mér líði eins og Hvergerðingi þá er ég innfluttur að austan en hef hins vegar búið hérna í 25 ár,“ segir hann glaður í bragði. mariathora@frettabladid.is BLÓMSTRANDI DAGAR Í HVERAGERÐI: FIMMTÁNDA ÁRIÐ Í RÖÐ Blómlegur bær KRISTINN GRÉTAR HARÐARSON hefur verið viðriðinn Blómstrandi daga frá upphafi en er þó ekki Hvergerðingur sjálfur. MYND/AÐALHEIÐUR ÁSGEIRSDÓTTIR STEVE MARTIN ER 63 ÁRA Í DAG. „Óreiða í miðri óreiðu er ekki fyndið en óreiða í miðri reiðunni er það hins vegar.“ Steve Martin er þekktur gam- anleikari, rithöfundur, tónskáld og kvikmyndaframleiðandi. Hann fæddist í Texas þennan dag árið 1945. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Eyjólfur Árnason skipstjóri Hrafnistu í Hafnarfirði, sem lést á Dvalarheimili Hrafnistu í Hafnarfirði laugardaginn 9. ágúst, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 21. ágúst kl. 15.00. Anna Bjarney Eyjólfsdóttir Ingvar Benediktsson Þórunn Ólöf Sigurðardóttir Sigrún Jóna Eyjólfsdóttir Eyjólfur Eyjólfsson Bibi Steinberg Ragnheiður Steinunn Eyjólfsdóttir Hákon Magnússon afabörn og langafabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Sólveigar Guðrúnar Jónasdóttur Holtagerði 3, Húsavík, sem lést mánudaginn 21. júlí. Hólmfríður Þorkelsdóttir Guðmundur Ágúst Jónsson Regína Þorkelsdóttir Aðalsteinn Gíslason Jónas Þorkelsson Hólmfríður Sif Sveinbjörnsdóttir barnabörn og barnabarn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Vigdísar Matthíasdóttur Vallarbraut 1, Akranesi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Akraness fyrir góða umönnun. Ingveldur Sveinsdóttir Guðni G. Jónsson Jóhanna Lýðsdóttir Hlynur Eggertsson Sigmundur Lýðsson Þorgerður Benónýsdóttir og ömmubörn. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, Jórunn Hadda Egilsdóttir Linnetsstíg 2, Hafnarfirði, lést á líknardeild LSH í Kópavogi, þriðjudaginn 12. ágúst 2008. Útförin verður auglýst síðar. Ingiberg Þ. Halldórsson Katrín Ingibergsdóttir Jóhann A. Guðmundsson Bergþór Ingibergsson Sirivan Khongjamroen Egill Ingibergsson Anna María Sveinbjörnsdóttir Guðbjörg Ingibergsdóttir Ólafur Haukdal Bergsson Halldór Ingibergsson barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Árni Jónsson söngvari Þorláksgeisla 23, Reykjavík, sem lést á Landspítala, Fossvogi, þriðjudaginn 29. júlí, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, föstudaginn 15. ágúst kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Styrktar- og vísindasjóð Rannsóknarstofu Háskóla Íslands og Landspítala-háskólasjúkrahúss í öldrunarfræðum, sími 543 9890. Bjarney Tryggvadóttir Sigurjón Árnason Helga Björk Harðardóttir Tryggvi Guðmundur Árnason Lee Ann Greer Árnason Jón Árnason Guðbjörg Gissurardóttir Valur Árnason Kara Pálsdóttir Ragnar Árnason Kristín Helga Viggósdóttir og barnabörn. Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu, móður okkar, tengdamóður, systur og ömmu, Önnu Þorgilsdóttur frá Þorgilsstöðum, Fróðárhreppi, Rauðagerði 64, sem lést föstudaginn 25. júlí. Sveinn B. Ólafsson Ólafur Þ.B. Sveinsson Björg Guðmundsdóttir Kristlaug Sigríður Sveinsdóttir Guðmundur Hannesson Una Þorgilsdóttir og barnabörn. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Ragnheiður Hafstað Aragötu 12, lést 9. ágúst. Útförin fer fram frá Neskirkju þann 25. ágúst kl. 13. Þórunn Kielland Jakob de Rytter Kielland Ingibjörg Hafstað Hildur Hafstað Ragnar Hafstað Þórdís Úlfarsdóttir Sigríður Hafstað Árni Hafstað Uloma Hafstað barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, Kristjáns Gísla Kristjánssonar Lóurima 7, Selfossi. Sérstakar þakkir til starfsfólks sjúkrahúss Selfoss og hjartadeildar 12E á Landspítala - háskólasjúkrahúsi við Hringbraut. Steinunn Yngvadóttir börn, tengdabörn og barnabörn. 100 ára afmæli Í tilefni af 100 ára afmæli okkar hjóna á árinu langar okkur að bjóða vinum og ætt- ingjum að fagna með okkur í félagsheimilinu að Lyngbrekku í Borgarbyggð frá klukkan 19.00 laugardaginn 16.ágúst. - frjálslegur klæðnaður Sóley Sigurþórsdóttir og Einar Óskarsson Byggingu Eyrarsundsbrúarinnar var lokið á þessum degi árið 1999. Brúin liggur yfir Eyrarsundið milli Kaupmannahafnar og Malmö og samanstendur af tveimur lestarteinum og fjórum akr- einum. Hún er stærsta sam- setta brú Evrópu og jafn- framt stærsta landamæra- brú heims. Bygging brúarinnar hófst árið 1995 og var lokið fjór- um árum síðar. Til að fagna verklokunum mættust krón- prins Danmerkur og krón- prinsessa Svíþjóðar, Friðrik og Viktoría, á miðri brúnni. Brúin var þó ekki formlega vígð fyrr en sumarið 2000. Í upphafi var brúin ekki jafn mikið notuð en síðustu þrjú ár hefur notkun hennar aukist gríðarlega. Á síðasta ári fóru næstum 25 milljónir manns yfir brúna, þar af 15,2 milljónir í bílum og 9,6 milljónir í lestum. ÞETTA GERÐIST: 14. ÁGÚST 1999 Eyrarsundsbrúin tilbúin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.