Fréttablaðið - 14.08.2008, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 14.08.2008, Blaðsíða 50
30 14. ágúst 2008 FIMMTUDAGUR maturogvin@frettabladid.is Joost Van Bemmel er hollenskur kokkur sem hefur verið búsettur á Íslandi síðastlið- in fjögur ár. Hann hefur unnið sem kokkur í sextán ár og hefur meðal annars unnið á veitingastöðum í Hollandi og á Ítalíu hjá konunglega flughernum. Joost kynntist íslenskri konu sinni í Eindhoven þegar hún var í hönnunarnámi þar og eftir að hún flutti aftur heim til Íslands ákvað hann að koma einnig og vera í þrjá mánuði og endaði með því að setjast hér að. „Ég er mjög hrifinn af taílenskri og ítalskri matargerð en oftast elda ég bara af fingrum fram. Ég blanda í raun bara saman því sem mér finnst gott,“ segir Joost og hlær við. „Ég er duglegur að breyta uppskriftum og mér finnst að fólk megi vera óhræddara við það. Í eldamennsku á ekki að fylgja neinum reglum, þannig endar maður á því að elda alltaf eitthvað nýtt.“ Joost segist vera duglegur að elda heima fyrir og að nú sé hann að kenna eldri dóttur sinni að elda einfalda og holla rétti. „Ég er til dæmis að kenna henni að gera ýmsa grænmetisrétti svo að hún geti eldað ofan í sig sjálf í stað þess að hlaupa út í sjoppu og kaupa sér óhollan skyndibitamat,“ segir Joost að lokum. Aðferð: Kjúklingur: Fínsaxið hvítlaukinn. Blandið því næst jógúrt, olíu, karrí, lime-safa og hvítlauk saman í skál og saltið og piprið eftir smekk. Skerið 5-6 djúpa skurði í kjúklingabringurnar, en þó ekki alveg í gegn. Skerið papriku og lauk og setjið út í jógúrt- blönduna ásamt kjúklingabringunum. Marínerið í 10 mín. Hitið steikingarpönnu vel og steikið kjúkling og grænmeti. Kóríander er stráð yfir þegar kjúklingur- inn er eldaður í gegn. Hrísgrjón: Saxið hvítlauk, skerið engifer í grófa bita. Setjið kjúklingasoð í pott, bætið grjónum, hvítlauk og engiferi út í og hitið að suðu. Þegar suða kemur upp er lok sett á og hiti lækkaður. Látið malla í um 7 mín. á lægsta hita. Fínsaxið skarlottulaukinn og steikið í smjöri. Þegar hrísgrjónin eru tilbúin eru engiferbitarnir fjarlægðir (þeir sem vilja hafa þá með geta gert það) og lauknum hrært saman við. Hvaða matar gætir þú síst verið án: Græn- metis. Mér líður vel af því. Þá helst blaðsal- at, af því það er hægt að setja það saman við allt, á girnilegar samlokur, með öðrum mat eða hreinlega bara í salat. Besta máltíð sem þú hefur fengið: Það var örugglega þegar ég fór á Grillið og fékk sjöréttað á afmælinu mínu í fyrra, það var guðdómlegt. Fékk nýtt vín með hverjum rétti og tvenns konar rauðvín með aðalréttinum. Þá var það sama þrúgan en ræktuð í tveimur mismunandi heimsálfum. Svo fékk ég að velja koníak af koníaksvagninum og ég valdi eitt- hvað sem var sérstaklega framleitt fyrir konur. Er einhver matur sem þér finnst vondur? Gellur. Þær eru viðbjóðslegar. Mér finnst eig- inlega allur innmatur vondur. Svo finnst mér slátur og svið ekki gott. Leyndarmál úr eldhússkápnum: Ætli það sé ekki bara mismun- andi samsetning krydda, en tómatsósa, hunang og hvítlaukur geta oftar en ekki reddað manni. Hvað borðar þú til að láta þér líða betur? Súkkulaði eða ís, eins og flestar dömur. Hvað áttu alltaf til í ísskápnum? Grænmeti, hvítlauk og Fíladelfíu léttost. Ef þú yrðir föst á eyði- eyju, hvað myndir þú taka með þér? Gefið að það væri til eitthvað matarkyns á eyjunni og hreint vatn þar myndi ég taka með mér ís. Hvað er það skrítnasta sem þú hefur borðað? Ég vildi ég gæti sagt engisprettur eða eitthvað en því miður þá eru einu skordýrin sem ég hef borðað sniglar og mér finnst þeir eiginlega algjört lostæti frekar en skrítnir. Mér dettur eigin- lega ekkert í hug. Ég hugsa að ég sé ekki nógu matvönd eða hafi bara ekki lent í neinu undarlegu enn þá. MATGÆÐINGURINN HRUND ÓSK ÁRNADÓTTIR SÖNGKONA Borðar ís eins og dama til að líða betur > Epli í eftirrétt Prófaðu að bera fram kanil- steikt epli með eftirréttin- um. Steiktu eplasneið- ar upp úr smjöri, tveim matskeiðum af sykri og einni teskeið af kanil, þar til þær hafa mýkst. Berið til dæmis fram með vanilluís. Gómsætt og einfalt. Að elda önd er ekki jafn snúið og margur skyldi halda. „Best er að snöggsteikja bringuna fyrst og setja svo inn í ofn. Svo er mjög mikilvægt að leyfa henni að standa í tvær mínútur,“ segir Sævar Karl Kristinsson á Sjávarkjallaranum. Andaréttur Sjávarkjallarans er gómsætur en uppskriftin hér að neðan er ætluð fjórum. „Lamba- tungan er soðin í saltvatni, timjan, hvítlauk, svörtum pipar og lárvið- arlaufum í einn og hálfan tíma, á vægum hita. Himnan er svo pilluð af og tungan steikt með grænert- um, sólþurrkuðum tómötum, og eplum. Loks er léttþeyttum rjóma, salti og pipar bætt við.“ „Bakið tvær bökunarkartöflur og eina sætkartöflu við 180 gráður í klukkustund. Takið úr híðinu og stappið saman með 100 millilítr- um af rjóma, hvítlauksgeira, 50 grömmum af smjöri, salti og pipar.“ „Sósan er svokölluð rósmarín- froða. Þá tökum við skarlottulauk, hvítlauk og rósmarín og svitum í smá olíu í potti. Svo bætum við 250 millilítrum af hvítvíni og hálfum lítra af kjúklingasoði. Látið sjóða niður um tvo þriðju og bætið lítra af rjóma út í. Það er látið sjóða niður um helming og svo kryddað með salti og pipar.“ „Takið tvær bringur, skerið í fituna og steikið á fituhliðinni í mínútu. Steikið hina hliðina í hálfa mínútu og setjið svo í ofn við 160 gráður í sjö mínútur.“ Voila! - kbs Snöggsteikt og ofnbökuð önd LJÚFFENG Andabringa Sjávarkjallarans er mjög vinsæl. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Finnst gaman að borða en skemmtilegra að elda 150 ml hrein jógúrt 1 msk. olía 1 msk. karríduft Safi úr einu lime 1 hvítlauksgeiri 4 kjúklingabringur 1 rauð paprika 1 laukur Kóríander Malasíu-hrísgrjón 2 bollar pandan-hrísgrjón 4 hvítlauksgeirar 1 engiferrót 3 bollar af kjúklingasoði 2 msk. smjör 3 skarlottulaukar KRYDDAÐUR LIME-KJÚKLINGUR MEÐ MALASÍU-HRÍSGRJÓNUM ENGAR REGLUR Joost segir að fólk eigi að vera óhrætt við að prófa sig áfram í matargerð. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /STEFÁ N Veitingastaðurinn Argentína Steikhús festi í vor kaup á stærsta piparstauk landsins, en staukur- inn er af gerðinni Peugeot og er heilir 1,15 metrar á lengd. Flestir þekkja peugot-nafnið eflaust af framleiðslu bíla, en færri vita að áður en fyrirtækið snéri sér að þeim framleiddi það meðal annars kaffi- og piparkvarnir. „Piparstaukurinn er alveg eins og sá sem við vorum með fyrir, bara stærri útgáfa af honum. Við erum reyndar enn með þann gamla í notkun þannig að nú geta gestir okkar valið á milli,“ segir Sólveig Ása Tryggvadóttir, þjónn á Arg- entínu. Sólveig segir engan mun vera á piparstaukunum fyrir utan stærðina, piparkornin séu alveg þau sömu. „Argentína er steikhús, eins og nafnið gefur til kynna, og er þekkt fyrir piparsteikurnar sínar. Við viljum gera svolítið mikið úr þess- ari athöfn og þess vegna var stóri staukurinn keyptur. Þetta hefur verið svolítið innanbúðargrín hérna hjá okkur því staukurinn er það stór að það þarf helst tvo þjóna til þess að mala piparinn fyrir gesti, annar heldur þá á stauknum á meðan hinn snýr. Það hefur eitt- hvað verið um það að gestir biðji sérstaklega um stærri staukinn,“ segir Sólveig og hlær. - sm Stærsti staukurinn STÆRSTI PIPARSTAUKUR LANDSINS Það þarf helst tvo þjóna til að nota piparkvörnina á Argentínu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Auglýsingasími – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.