Fréttablaðið - 14.08.2008, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 14.08.2008, Blaðsíða 56
36 14. ágúst 2008 FIMMTUDAGUR sport@frettabladid.is PEKING 2008 Árni Már Árnason þreytir frumraun sína á Ólympíu- leikum í dag er hann stingur sér til sunds í 50 metra skriðsundi. Árni, sem er tvítugur að aldri, er eðlilega spenntur fyrir því að fá að taka þátt í Ólympíuleikunum. „Mér líður mjög vel og frábært að vera hérna,“ segir Árni Már. „Það er allt miklu flottara hér en ég átti von á. Nú skil ég hvað fólk er að tala um er það segir það vera draum að komast á Ólympíuleika. Nú skil- ur maður líka af hverju fólk puðar í fjögur ár. Þetta er þess virði.“ Árni Már er unnusti Erlu Daggar Haraldsdóttur sem einnig keppir á leikunum. Þau skötuhjú halda til Bandaríkjanna eftir Ólympíuleik- ana þar sem þau ætla saman í háskóla ásamt því að synda. „Ég skráði mig í verkfræði og mun svo synda samhliða náminu. Við erum á leið til Virginíuríkis og stoppum aðeins í tvo daga heima áður en við förum út. Það er alger draumur að geta blandað þessu tvennu saman. Ég hef verið að fá góðar upplýsingar frá öðrum sem hafa gert slíkt hið sama og það láta allir vel af þessu,“ sagði Árni en hvaða takmörk hefur hann sett sér? „Að njóta þess að vera hérna. Ég hef verið að bæta mig mikið í sumar og vonandi toppa ég núna,“ sagði Árni en óttast hann ekkert að verða stressaður? „Ég verð örugglega stressaður en vonandi gengur mér vel að höndla aðstæð- urnar.“ - hbg Árni Már Árnason er hamingjusamur í Peking: Allt flottara en ég átti von á ÁRNI Ræðir hér við Söru Blake Bateman og Jakob Jóhann Sveinsson á æfingu í Peking. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Íslandsmeistarar Vals hafa unnið sex af síðustu sjö leikjum og gert eitt jafntefli. Það hefur skilað þeim í titilbaráttuna á nýjan leik en þeir eru fjórum stigum á eftir Keflavík. Valur vann Fjölni sem hefur fatast flugið eftir góða byrjun. FH trónir enn á toppnum, þegar aðeins sjö umferðir eru eftir, eftir sigur á KR í stórleik umferðarinnar. Leikurinn hafði allt, spennu, færi, umdeild atvik og meira að segja rautt spjald. Tvíburunum Arnari og Bjarka gengur illa á Akranesi. Að vísu hefur liðið spilað betur en það skilar sér ekki í neinum stigum. Þeir hafa tapað öllum þremur leikjunum hingað til, síðast gegn Keflvíkingum sem skoruðu fjögur mörk gegn þeim. Sömu sögu er að segja af HK, bata- merki eru á leik liðsins en lánleysið eltir Kópavogsbúa sem fengu á sig mark í uppbótartíma gegn Fylki. Hitt Kópavogs- liðið, Breiðablik, skoraði aftur á móti sjálft í upp- bótartíma og bjargaði þar með stigi í Grindavík. Þróttur og Fram gerðu jafntefli í Laugardals- slagnum. Fram hefur ekki tapað í fjórum síðustu leikjum. 15. UMFERÐ LANDSBANKADEILDAR KARLA: ÍSLANDSMEISTARARNIR SÆKJA Á Tveggja hesta kapphlaup? TÖLURNAR TALA Flest skot: 18, Fjölnir og Keflav. Flest skot á mark: 9, Kefl. og ÍA Fæst skot: 6, HK Hæsta með.ein.: 6,8 HK og Fram Lægsta meðaleink.: 4,9 KR Grófasta liðið: 16 brot, FH og ÍA Prúðasta liðið: 9 brot, KR og Fram Flestir áhorf.: KR-FH, 2.237 Fæstir áhorf.: HK-Fylkir, 743 Áhorfendur alls: 6.928 > Besti dómarinn: Jóhannes Valgeirsson fékk hæstu einkunn dómara í 15. umferð hjá Frétta- blaðinu eða 8. Akureyringurinn dæmdi leik KR og FH á KR-vellin- um og leysti verkið með miklum myndarbrag. >Atvik umferðarinnar Mörk í uppbótartíma í þremur leikjum. Breiðablik skoraði í Grindavík, Þróttur jafnaði gegn Fram og Fylkir gegn HK. Sérstaklega grátlegt fyrir botnlið HK. >Ummæli umferðarinnar „Gæðin hjá sumum leikmönnum eru alls ekki nógu góð. Það er ekkert flóknara en það og það er klúbbnum til skammar. Félög eins og ÍA eiga ekki að sætta sig við miðlungs- leikmenn. Það eru kannski hörð orð en það er sannleikurinn. Nú þurfum við að taka erfiðar ákvarðanir en við sáum í þess- um leik hverjir eru tilbúnir og hverjir ekki,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, annar þjálfara ÍA, eftir tapið gegn Keflavík. Landsbankadeild kvenna Þór/KA-Fjölnir 5-0 1-0 Mateja Zver (3.), 2-0 Zver (24.), 3-0 Zver (40.), 4-0 Rakel Hönnudóttir (45.), 5-0 Arna Sif Ásgrímsdóttir (66.). HK/Víkingur-Afturelding 1-0 1-0 Karen Sturludóttir (30.) Stjarnan-KR 0-2 Hólmfríður Magnúsdóttir (28.), Hrefna Huld Jóhannesdóttir (49.). Fylkir-Breiðablik 2-3 1-0 Courtney Sobrero (23.), 1-1 Sara Björk Gunnarsdóttir (55.), 2-1 Anna Björg Björnsdóttir (58.), 2-2 Fanndís Friðriksdóttir (60.), 2-3 Harpa Þorsteinsdóttir (71.). EM-U18 í handbolta karla Ísland-Frakkland 35-25 (13-13) Mörk Íslands (skot): Aron Pálmarsson 8 (17), Oddur Grétarsson 6 (11), Ólafur Guðmundsson 5 (6), Guðmundur Árni Ólafsson 5/2 (7/2), Ragnar Jóhannsson 5 (11), Heimir Óli Heimisson 4 (5), Örn Ingi Bjarkason 2 (3). Varin skot: Sigurður Arnarson 15 (40/1, 38%). Ísland mætir Þýskalandi í undanúrslitum. Meistaradeild Evr. forkeppni Twente-Arsenal 0-2 0-1 William Gallas (63.), 0-2 Adebayor (82.) Standard Liege-Liverpool 0-0 Barcelona-Wisla Krakow 4-0 Samuel Eto´o 2, Xavi, Thierry Henry Eiður Smári Guðjohnsen var alan tímann á varamannabekk Barcelona. Brann-Marseille 0-1 Kristján Örn Sigurðsson og Ólafur Örn Bjarnason léku allan leikinn fyrir Brann, Birkir Már Sævars- son var í byrjunarliðinu og lék í 71 mínútu en Gylfi Einarsson og Ármann Smári Björnsson voru á varamannabekknum allan leikinn. Juventus-Petrzalka 4-0 Mauro Camoranesi, Alessandro Del Piero, Giorgio Chiellini og Nicola Legrottaglie. Schalke-Atletico Madrid 1-0 Pander Levski Sofia - BATE Borishov 0-1 Vladimir Rzhevsky ÚRSLIT FÓTBOLTI Keflvíkingar gefa ekkert eftir í baráttunni um Íslandsmeist- aratitilinn, hafa nú leikið sjö leiki í röð án taps og hafa náð í 15 af 21 mögulegum stigum í þessum leikj- um. Það má á stórum hluta þakka skiptingum Kristjáns Guðmunds- sonar þjálfara og góðum innkom- um varamanna liðsins í lok leikja. Patrik Redo hefur átt lykilinn- komur af bekknum í síðustu leikj- um Keflavíkur. Redo lagði upp sigurmark Harðar Sveinssonar í uppbótartíma gegn HK og skoraði síðan tvö mörk í seinni hálfleik í 4- 1 sigri á ÍA um síðustu helgi. Redo var valinn besti leikmaður 15. umferðar hjá Fréttablaðinu. „Stundum hefur maður heppn- ina með sér og ég hef kannski ekki haft hana oft með mér í sumar. Ég er alltaf ánægður þegar við vinn- um leikina. Sigrarnir skipta miklu meira máli en mörkin mín. Ég er samt vonandi búinn að brjóta ísinn og vonandi fara mörkin að koma hjá mér,“ sagði Redo sem hefur skorað 4 mörk í Landsbankadeild- inni. Redo er ekki með yfirlýsing- ar um gengi liðsins frekar en aðrir í Keflavík. „Við tökum bara einn leik í einu og erum ekki að velta því fyrir okkur hvernig mótið endar. Við höfum gert það með góðum árangri og velgengni liðs- ins snýst mikið um það að það eru allir að einbeita sér að því sem er í gangi hverju sinni,“ segir Redo. Patrik Redo náði sér ekki á strik með Fram í fyrra en hefur blómstr- að hjá Keflavík. „Það er mjög gaman að spila með Keflavík. Við erum með gott lið, erum að standa okkur vel þannig að það er lítið hægt að kvarta. Ég er búinn að vera meira og minna meiddur síðustu tvö ár þannig að það er frábært að geta spilað fótbolta á fullu á nýjan leik,“ segir Redo og bætir við. „Ég er reyni að leggja til liðsins á margan hátt en það sem skiptir liðið mestu er að ég komi með orku og kraft inn í liðið og reyni að nýta mér hraðann í fremstu víg- línu. Ég get búið til færi úr engu og hraðinn er minn mesti kostur,“ segir Redo og sú var svo sannar- lega raunin í leiknum á móti ÍA. „Ein af lykilástæðunum fyrir því að okkur gengur svona vel er að við erum með leikmenn á bekknum sem geta komið inn og breytt leikjum,“ segir Redo og það sést vel á tölfræðinni, en alls hafa varamenn Keflavíkur skorað átta mörk í sumar eða tvöfalt fleiri en næstu lið sem eru lið FH, Breiða- bliks og Fylkis. Redo veit samt ekki hvort að hann fái að byrja í næsta leik. „Ég vonast til að vera í byrjunarliðinu í næsta leik því ég finn að ég er að hitna. Ég verð samt ekkert súr eða reiður ef ég byrja á bekknum því þá verð ég bara að koma aftur inn með sama krafti og í síðustu leikj- um. Það eru 18 leikmenn í liðinu og einhverjir verða augljóslega að byrja á bekknum,“ sagði Redo að lokum. ooj@frettabladid.is Hraðinn er minn mesti kostur Patrik Redo er besti leikmaður 15. umferðar Landsbankadeildar karla. Hann kom inn á sem varamaður og gerði út um leik liðsins uppi á Skaga. Varamenn Keflavíkur hafa skorað mörg dýrmæt mörk í sumar. FÓTBOLTI Í kvöld fer fram einn stærsti Evrópuleikur síðari ára á Íslandi þegar FH mætir Aston Villa á Laugardalsvelli. Villa varð í sjötta sæti ensku úrvalsdeildar- innar á síðasta tímabili og yfir- vegaður þjálfari liðsins lagði áherslu á að vanmeta ekki FH þegar hann svaraði spurningum blaðamanna í gær. Martin O´Neill var spurður spjörunum úr á meðan kollegi hans hjá FH, Heimir Guðjónsson, sat rólegur og fylgdist með fyrstu fimmtán mínúturnar. Eðlilega beindist athyglin að stjörnunum frá Englandi en fjöldi blaðamanna þarlendis frá fylgdi liðinu til Íslands. „Ég á ekki góðar minningar frá Íslandi,“ sagði O´Neill sem kom til Íslands árið 1977 og tapaði þá með landsliði Norður-Íra. Hann kvaðst ánægður með að spila í Evrópukeppninni en viðurkenndi að áherslan væri samt fyrst og fremst á ensku úrvalsdeildina. O´Neill sagði jafnframt að fyr- irliði liðsins, Gareth Barry, hafi óskað eftir því að koma með lið- inu til Íslands. Komi hann við sögu í leiknum er nær útilokað að hann gangi í raðir Liverpool eins og flest benti til fyrr í sumar. Stjórinn sagði samt að framtíð Barry væri óráðin. „Við megum ekki vanmeta neinn,“ sagði O´Neill, sem hefur séð alla leiki með FH á DVD síðan dregið var, á meðan Heimir sagði möguleikana vera „mjög litla.“ Landsleiksumgjörð er í kring- um leikinn en um 7.000 miðar höfðu selst í gærkvöldi sam- kvæmt upplýsingum frá KSÍ. Undir 500 stuðningsmenn Villa verða á leiknum en nokkurra manna öryggisteymi fylgir stuðn- ingsmönnunum sérstaklega til landsins. Um 100 manns munu starfa við gæslu á leiknum sem er jafn mikið og á landsleikjum Íslands. Búist er við því að nær uppselt verði í öll 9.800 sætin á Laugardalsvelli. - hþh Martin O´Neill stjóri Aston Villa á ekki góðar minningar frá Íslandi: Þurfum að vera varkárir Zoran Stamenic (2) Sinisa Kekic Auðun Helga- son (5) Patrik Redo Jóhann Berg Guð- mundsson (5) Gunnar Már Guð- mundsson (6) Höskuldur Eiríksson Hólmar Örn Rúnarsson (6) Paul McShane (3) Davíð Þór Við- arsson (2) Ómar Jóhannsson (2) SPOSKUR Á SVIP Heimir Guðjónsson beið sallarólegur í fimmtán mínútur á meðan kollegi hans hjá Aston Villa fékk alla athyglina. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A N TO N FLJÓTUR Patrik Redo er erfiður við að eiga þegar hann kemst á flug.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.