Fréttablaðið - 14.08.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 14.08.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 FIMMTUDAGUR 14. ágúst 2008 — 219. tölublað — 8. árgangur HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Stefán Pálsson hefur lengi haft mikinn tískuá- huga og honum finnst gaman að klæðast fötum sem ekki sjást á hverju götuhorni. „Ég ferðast mikið ogbú das jakka sem hann keypti í New York fyrir nokkrum árum. „Hann minnir mig helst á amerískan lúðrasveit arjakka,“ segir Stefán enda blár ðHann i Leitar uppi sérstök föt Stefán keypti þennan óvenjulega Adidas jakka í New York fyrir nokkrum árum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SETIÐ VIÐ NÁMIÐUngir námsmenn þurfa góða aðstöðu til þess að geta einbeitt sér að heimanáminu. Hentug skrifborð fást í mörgum verslunum. HEIMILI 4 SOKKAR UM HÁLSINN Ingema Andersen skartgripahönnuður sýnir litrík hálsmen úr sérstökum efnivið á skörinni hjá Handverki og hönnun. TÍSKA 2 COMB &CARESjampó og næring til varnar flóka• Mild formúla sem svíður ekki undan. • Sterkt flókavarnarefni fyrir sítt hár. • Hárið verður hreint, mjúkt og viðráðanlegt. • Endingargóður ilmur. Flókasprey og flókahárkrem • Verndar raka hársins með B5 vítamíni. • Fjarlægir flóka, auðveldar greiðslu og verndar hreinlæti hársins.• Endingargóður ilmur. Auðvelt í notkun – frábær árangur(Lúsaforvörn) Lúsin helst síður í vel hirtu hári. Inniheldur rósmarín sem f li l F A B R I K A N Risaklattar að hætti Jóa FelHafrafittness VEÐRIÐ Í DAG STEFÁN PÁLSSON Kemur við í fatabúðum á ferðalögum sínum • tíska • heimili • börn Í MIÐJU BLAÐSINS HEILSA OG LÍFSSTÍLL Hin forna íþrótt Tai chi sameinar kynslóðirnar Sérblað um heilsu og lífsstíl FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG Lærir hjá frægasta búningahönnuði Dana Helga Mjöll Oddsdóttir fer í læri til búninga- hönnuðar Lars Von Trier í haust. FÓLK 32 Víkingur í teknó-pönk Víkingi Kristjánssyni finnst fátt skemmtilegra en að semja teknó-pönk með vinum sínum í hljómsveitinni Find a Dog. FÓLK 42 heilsa og lífsstíll FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 2008 Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 LÁTTU DRAUMINN RÆTAST20-30% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM INNRÉTTINGUMOG RAFTÆKJUM TIL 23. ÁGÚST.TILBOÐ SEM ÞÚ MÁTT EKKI MISSA AF !20-30 % nettoline.dk 20-30% VIÐSKIPTI „Við höfum ekki skoðað slíkt sérstaklega, þótt þær aðstæður sem komið hafa upp hafi vissulega vakið ákveðnar spurningar um rekstrarskilyrði íslenskra fyrirtækja og fjármála- stofnana,“ segir Lárus Welding, forstjóri Glitnis. Edda Rós Karlsdóttir, forstöðu- maður greiningardeildar Lands- bankans, sagði í grein í Markaðn- um í gær, að við núverandi aðstæður í efnahagslífinu hlytu bankarnir að íhuga að flytja höfuðstöðvar sínar úr landi, ellegar færa eignir og umsvif til erlendra dótturfélaga. Sigurjón Árnason, bankastjóri Landsbank- ans, segir þetta ekki hafa verið rætt. - ikh / sjá síðu 18 Bankarnir ekki á leið úr landi: Horft til skil- yrða bankanna FÓTBOLTI Um 100 manns munu starfa í öryggisgæslu í kringum leik FH og Aston Villa á Laugar- dalsvelli í kvöld. Líklegt er að uppselt verði í 9.800 sæti á vellinum en um 300 stuðnings- menn fylgdu enska félaginu til Íslands. Með þeim komu nokkrir menn á vegum bresku lögregl- unnar eins og venja er að fylgi enskum félagsliðum á útileiki í Evrópukeppni. Þjálfari FH segir möguleikana á að komast áfram litla en kollegi hans hjá Aston Villa á slæmar minningar frá Íslandi. - hþh/ íþróttir 36 Stórleikur í Laugardalnum: Um 100 manns í öryggisgæslu SKÚRIR VESTAN TIL Í dag verða suðvestan 3-10 m/s, stífastur norð- vestan til. Skúraveður í fyrstu vestan til en styttir svo upp. Bjart sunnan til og austan en skýjaðra nyrðra. Hiti víðast 10-16 stig. VEÐUR 4 12 13 14 1412 STJÖRNUR Gareth Barry er á meðal leikmanna Aston Villa. Hann er hér á æfingu á Laugardalsvelli í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON VIÐ RÁÐHÚSIÐ Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna, ók á brott eftir fund með Ólafi F. Magnússyni borgarstjóra og Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni, án þess að gefa kost á viðtali. Hanna Birna verður að öllum líkindum borgarstjóri í nýjum meirihluta. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Ræktar Landnámshænur Júlíus Már Baldursson byrjaði að rækta hinar íslensku landnáms- hænur fyrir 30 árum síðan. Nú er stofninn kominn úr 300 í 3,000 fugla. T'ÍMAMÓT 16 Æfir sig á móti Bjarna Þormóður Jónsson er tilbúinn í slaginn á Ólympíuleikunum. Hann mætir sterk- um manni frá Púertó Ríkó í júdó á morgun. ÍÞRÓTTIR 38 VIÐSKIPTI Slæm staða Sparisjóðs Mýrarsýslu var ljós þann 19. júní, og voru þá helstu ráðamenn spari- sjóðsins og sveitarfélagsins boðað- ir á fund. Þetta er meðal þess sem fram kom á fjölmennum borgara- fundi í Borgarnesi í gær um stöðu sparisjóðsins. Fundað verður með viðskiptaráðherra í dag. Bæjarstjórnin var hins vegar kölluð til fundar í byrjun júlí til að ræða stöðuna. Sveinbjörn Eyjólfs- son, fulltrúi Framsóknarflokks og oddviti minnihlutans í sveitar- stjórn Borgarbyggðar sagðist í gær mjög óánægður með vinnu- brögð sveitarstjórnar, þar sem slæmt gengi sparisjóðsins var ekki kynnt strax þann 19. júní. Gísli Kjartansson sparisjóðs- stjóri upplýsti á fundinum að leitað hafi verið til Landsbanka Íslands, Sparisjóðs Keflavíkur, Saga Capi- tal og Byrs, áður en leitað hafi verið til Kaupþings, en Kaupþing hefur skuldbundið sig til að þess að skrá sig fyrir 1.750 milljónum af 2.000 milljóna króna stofnfjár- aukningu Sparisjóðsins. Eigið fé Sparisjóðsins er nú um 1,5 milljarður og hefur rýrnað um tæpa fimm milljarða á þessu ári. Fjórir milljarðar hafa tapast vegna gengisfalls bréfa. Þá hefur eiginfé sjóðsins rýrnað um milljarð, þar sem Fjármálaeftirlitið hefur farið fram á að afskriftasjóður spari- sjóðsins verði aukinn vegna lána sjóðsins til einstaklinga gegn veði í Icebank. Bæjarbúar lýstu yfir áhyggjum af því hvort menningarsjóður sparisjóðsins yrði rekinn áfram og hvort draga muni úr framlögum til íþróttamála í sveitarfélaginu. Páll S. Brynjarsson bæjarstjóri sagði hvort tveggja verða með svipuðum hætti og áður. - bta Fjölmenni á borgarafundi um stöðu Sparisjóðs Mýrarsýslu: Kaupþing var ekki fyrsta val BORGARMÁL Meiri líkur en minni eru á að Sjálfstæðisflokkurinn slíti meirihlutasamstarfi við Ólaf F. Magnússon í dag, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Hanna Birna Kristjánsdóttir verður borgarstjóri og Óskar Bergsson, oddviti Framsóknarflokksins, gengur til samstarfs við Sjálf- stæðiflokkinn um myndun nýs meirihluta. Í huga borgarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins er eini möguleik- inn á áframhaldandi samstarfi við Ólaf sá að styrkja borgar- stjórnarflokkinn með tilkomu Framsóknarflokksins. Framsókn vill hins vegar gera það undir for- ystu Hönnu Birnu sem borgar- stjóra. Þegar blaðið fór í prentun á ellefta tímanum í gærkvöldi var verið að reyna að koma á sáttum milli Framsóknar og Ólafs F. um að Hanna Birna verði borgar- stjóri og Óskar Bergsson komi inn í samstarfið. Ólíklegt þykir að slík málamiðlun náist. Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur sagt að ekki kæmi til greina að fara í samstarf þar sem Ólafur F. er borgarstjóri. Ólafur hefur sjálfur sagt að hann vilji ekki vinna með Framsókn, samkvæmt heimild- um Fréttablaðsins. Samkvæmt upplýsingum úr röðum borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna hefur borgar- stjórn verið nær óstarfhæf í tvær til þrjár vikur. Eins og fram hefur komið hefur Ólafur F. tekið umdeildar ákvarðanir að undan- förnu án samráðs við sjálfstæð- ismenn. Ber þar hæst ákvarðanir í starfsmannamálum borgarinn- ar. Hanna Birna Kristjánsdóttir, Ólafur F. og Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson funduðu í um sex klukkustundir í Ráðhúsinu í gær um stöðu mála. Þau yfirgáfu Ráð- húsið, án þess að verða við ósk fjölmiðlamanna um upplýsingar um efni fundarins. Ef af verður er um að ræða fjórða borgarstjórnarmeirihlut- ann á þessu kjörtímabili. Sjálf- stæðisflokkur og F-listi tilkynntu um samstarf sitt 21. janúar síð- astliðinn. - vsp/ shá Miklar líkur á nýj- um meirihluta í dag Hanna Birna Kristjánsdóttir verður nýr borgarstjóri ef sjálfstæðismenn slíta meirihlutasamstarfi við Ólaf F. Magnússon í dag. Nýr borgarmeirihluti Sjálf- stæðisflokks og Framsóknarflokks er í burðarliðnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.