Fréttablaðið - 14.08.2008, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 14.08.2008, Blaðsíða 27
[ ] Námsgagnakaup fylgja gjarn- an skólabyrjun barna á yngstu skólastigum en í sumum skól- um er þeim þó séð fyrir öllum helstu nauðsynjum. Börn sem eru að hefja skólagöngu sína leggja ásamt foreldrum sínum gjarnan leið sína í bókabúð til að festa kaup á skólatösku, pennaveski og hinum ýmsu náms- gögnum. Þeirri búðarferð fylgir oft mikil spenna og er ekki óalgengt að afraksturinn sé Spiderman eða Barbie-taska og jafnvel þriggja hæða pennaveski í stíl með öllum mögulegum pennum, litum og fylgihlutum. Í sumum skólum er þó sérstakur bekkjarsjóður sem foreldrar greiða í og sjá þá kenn- arar um að kaupa allt sem börnin þurfa fyrir utan töskuna. Það hefur tíðkast í Vesturbæjarskóla um áratugaskeið og gefið góða raun. „Foreldrar greiða fjögur þús- und krónur fyrir árið og inni í því eru öll námsgögn sem skólinn útvegar ekki eins og stílabækur, möppur, blýantar, strokleður, ydd- arar og fleira,“ segir Hanna Guð- björg Birgisdóttir, aðstoðarskóla- stjóri Vesturbæjarskóla. „Þetta hefur gefist mjög vel og er ávinn- ingurinn margþættur. Fyrirkomu- lagið dregur meðal annars úr sam- anburði, kennir börnunum samábyrgð og er að öllum líkind- um mun ódýrara fyrir foreldra.“ Hanna segir eins konar penna- bar vera í kennslustofum sem börnin samnýta. Þar er öllum gögnunum raðað og sækja börnin sér þau eftir þörfum. „Þannig læra þau að hugsa vel um eigur sínar og annarra. Þau sem sitja saman á borði eru svo gjarnan með skál á borðinu með yddara og öðru sem gott er að hafa við höndina,“ segir Hanna. Hún segir upphæðina sem for- eldrarnir greiða óverulega saman- borið við þau fjárútlát sem gjarn- an fylgja skólabyrjun. „Við kaupum eingöngu það sem þarf og aldrei neitt aukalega, en foreldr- um hættir held ég til að kaupa ýmislegt fleira sem yngstu börnin hafa lítil not fyrir. Við bönnum þó engum að koma með pennaveski og eins getur verið gaman að eiga slíkt heimavið.“ Fleiri skólar hafa komið sér upp sams konar bekkjarsjóðskerfi þó blæbrigðamunur sé á einstaka útfærslum. Í Austurbæjarskóla þurfa börnin sem dæmi hvorki að koma með pennaveski né stíla- bækur. vera@frettabladid.is Dregið úr samanburði Hanna Guðbjörg Birgisdóttir, aðstoðarskólastjóri Vesturbæjarskóla, segir fyrirkomulagið þar á bæ draga úr samanburði og kenna börnum samábyrgð en þau samnýta til dæmis penna og strokleður. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Endurskinsmerki þurfa að vera á fatnaði skólabarna. Gott er að hafa merkin bæði á klæðnaði og á skólatöskunni. Næstu daga fer fram Íslands- mót barna, unglinga og ung- menna í hestaíþróttum. Það eru hestamannafélögin Fákur og Sóti sem halda mótið á Víðivöll- um í Víðidal í Reykjavík. Fyrstu Íslandsmeistararnir verða krýndir í kvöld en þá fer fram gæð- ingaskeið. Einn helsti úrslitadagur- inn er á sunnudaginn en þá fara fram öll úrslit í hringvallagreinum. Á föstudags- og laugardagskvöld- ið verður diskótek. Leiktæki verða fyrir börnin, hoppukastali og fleira í Reiðhöllinni. Einnig verður teymt undir yngstu kynslóðinni á laugar- deginum og sunnudeginum á milli 14 og 15. - stp Íslandsmót barna í hestaíþróttum Einn helsti úrslitadagurinn er á sunnudaginn en þá fara fram öll úrslit í hringvalla- greinum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Í Myndlistaskólanum í Reykja- vík er boðið upp á ýmis nám- skeið fyrir börn á öllum aldri. Meðal þess sem er á boðstólnum er námskeið fyrir börn á aldrinum þriggja til fimm ára. Á námskeiðinu verður lögð áhersla á hugmyndaauðgi barn- anna og að þau fái sjálf að prófa og fikta svolítið. Markmið kennslunnar er að ýta undir áhuga barnanna á eigin umhverfi um leið og þau eru leidd inn í heim listanna. Skráning í námskeið Myndlista- skólans í Reykjavík stendur yfir en verðið á barna- og unglinga- námskeiðunum er á bilinu 36.600 til 54.500. Nánari upplýsingar má finna á www.myndlistaskolinn.is. -mmf Hugmyndir barnanna Í Myndlistaskólanum í Reykjavík geta börn nýtt hugmyndaauðgi sína. Mynd úr safni. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL Holtasmára 1 • 201 Kópavogi • Sími 517 8500                       Útsölunni lýkur á laugardaginn enn meiri verðlækkun allt á að seljast 50-70% afsláttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.