Fréttablaðið - 14.08.2008, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 14.08.2008, Blaðsíða 58
 14. ágúst 2008 FIMMTUDAGUR PEKING 2008 Þormóður Árni Jóns- son tekur þátt í glímukeppni Ólympíuleikanna á föstudaginn. Andstæðingur Þormóðs er Pablo Figueroa Carrillo frá Púertó Ríkó. Sá er 186 sentimetrar á hæð og 125 kíló. Hann er jafnþungur Þor- móði en talsvert lágvaxnari enda Þormóður 197 sentimetrar á hæð. Fari svo að Þormóður leggi Carrillo fær hann að etja kappi við Íranann Mohammad Reza Rodaki. Sá er mikill uxi, 202 sentimetrar að hæð og ein 140 kíló takk fyrir. „Mér líður mjög vel og er tilbú- inn í slaginn,“ sagði Þormóður kófsveittur eftir góða æfingu með Bjarna Friðrikssyni. „Maður er búinn að bíða eftir þessu í allt sumar og síðasti mánuðurinn fyrir brottför var langur. Þá var vel tekið á því.“ Þormóður Árni segist renna nokkuð blint í sjóinn með andstæð- ing sinn. „Hann hefur ekkert verið að glíma í Evrópu þannig að hann er óþekkt stærð í okkar augum en við vitum að hann er mjög sterkur. Þetta verður ekki gefins. Ég verð að mæta tilbúinn enda er þetta bara eitt tækifæri,“ sagði Þormóð- ur sem nýtur sín í Peking. „Þetta er mikil upplifun og gaman að sjá allt þetta fólk. Mér finnst gaman að vera þar sem íþróttamenn úr öllum greinum eru saman,“ sagði Þormóður sem hefur engar áhyggjur af stressi. „Þegar ég geng inn í salinn þá er ekkert stress heldur bara grimmd.“ Grimmd en ekkert stress Þormóður Árni Jónsson er meira en tilbúinn fyrir júdókeppnina á Ólympíuleikun- um sem hefst á morgun. Hann rennur blint í sjóinn við andstæðingnn. Þjálfarinn hans er Bjarni Friðriksson sem vann bronsverðlaun á leikunum árið 1984. PEKING 2008 „Ég er bara ágætlega sátt við sundið miðað við hvernig 100 metrarnir hafa verið að ganga hjá mér. Ég hef verið að einbeita mér meira að 50 metrun- um,“ sagði Ragnheiður Ragnars- dóttir sem varð 35 af 48 keppend- um í 100 metra skriðsundi í gær. Hún synti á 56,35 sekúndum sem er ekki fjarri Íslandsmeti hennar sem er 56,06 sekúndur. „Ég er mjög bjartsýn á að ná mínum besta tíma í 50 metra sund- inu en ég hef verið í vandræðum með að toppa í báðum sundum ef ég keppi í tveim greinum. Þetta sund gefur góð fyrirheit. Mark- miðið í þessu sundi var að synda vel og hafa gaman af þessu. Íslandsmet hefði síðan verið bónus en það munaði litlu,“ sagði Ragn- heiður sem hefur ekkert verið að mæta á körfuboltaleiki hjá vinum sínum í bandaríska liðinu hingað til. „Nei, það þýðir ekkert að undir- búa sig svoleiðis,“ sagði Ragnheið- ur og hló dátt en hún verður aftur í lauginni á föstudag, síðustu íslensku sundkappana. - hbg Ragnheiður komst ekki áfram í 100 metra sundinu: Bjartsýn á met STUNGA Ragnheiður stingur sér til sunds í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Bronsmaðurinn frá ÓL 1984, Bjarni Friðriksson, er þjálfari Þormóðs Jónssonar og tók vel á því með Þormóði er Fréttablaðið hitti þá félaga á æfingu í gær. „Það er gaman að vera komin aftur á Ólympíuleika. Ég er ekkert í því að rifja upp gömlu, góðu tímana en það er helst þegar maður sér glímurnar að hugurinn fer að reika til baka,“ sagði Bjarni en hann er ótrúlega vel á sig kominn og sér til þess að Þormóð- ur svitni vel á æfingunum. „Mér líst vel á Þormóð. Hann er í góðu formi líkamlega sem andlega. Hann gæti vel gert góða hluti en þetta gæti farið á hvorn veginn sem er,“ sagði Bjarni en er hann ekkert orðinn þreyttur á að láta tuska sig til á æfingum? „Það er bara gaman að láta tuska sig til. Það er hluti af starfinu og mjög gaman. Ég er í fínu standi og þoli þetta vel,“ sagði Bjarni og glotti við tönn. - hbg Bronsmaðurinn Bjarni þjálfar Þormóð: Gaman að láta tuska sig til PEKING 2008 Hjörtur Már Reynisson keppir í 100 metra flugsundi í dag. Hann hefur ekki verið áberandi í íslensku sundlífi undanfarin ár enda hætti hann eftir ÓL í Aþenu en byrjaði aftur síðasta haust og sá tími dugði honum til þess að synda sig til Peking. Það má með sanni segja að Hjörtur geti ekki hætt að hætta því fyrir hann lék sama leik fyrir Aþenu. Var þá hættur en reif skýl- una úr hillunni um ári fyrir þá leika og komst til Grikklands. „Ég tek mér oft frí en ég æfði vel þegar ég var ungur þannig að ég bý að góðum grunni. Er líka svo hepp- inn að það eru frábærir þjálfarar á Íslandi sem hafa hjálpað mér að komast hingað. Ég ætlaði reyndar ekkert að byrja aftur en þegar maður fór að lesa ÓL-fréttir fékk ég fiðringinn á ný og byrjaði að synda. Fyrst ætlaði ég bara að hafa gaman af þessu og stefndi ekkert á Ólymp- íuleikana. Svo bara kom þetta og hingað er ég kominn,“ sagði hinn 25 ára gamli Hjörtur kíminn. - hbg Sundmaðurinn sem getur ekki hætt að hætta: Ætlaði ekkert að byrja aftur FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M ÁTÖK Bjarni og Friðrik taka vel á því á æfingu í gær. HENRY BIRGIR GUNNARSSON Skrifar frá Peking henry@frettabladid.is Nánar á expressferdir.is eða í síma 5 900 100 Real de Faula / Alicante Golf 11.–20. september Golf á Spáni í septemberFararstjóri: Björn Eysteinsson Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum, frítt í flug fyrir golfsettið, gisting á 4* Hotel Villaitana og 5* Hotel Hesperia, 4 golfhringir á Real de Faula, 5 golfhringir á Alicante með golfbíl, akstur til og frá flugvelli og íslensk fararstjórn. Alicante Golf Alicante Golf 11.–20. september Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum, frítt í flug fyrir golfsettið, gisting með morgunverði á 5* Hotel Hesperia, 7 golfhringir með golfbíl, akstur til og frá flugvelli og íslensk fararstjórn. 20.–27. september Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum, frítt í flug fyrir golfsettið, gisting með morgunverði á 5* Hotel Hesperia, 5 golfhringir með golfbíl, akstur til og frá flugvelli og íslensk fararstjórn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.