Fréttablaðið - 14.08.2008, Blaðsíða 47
FIMMTUDAGUR 14. ágúst 2008 27
Tónlistarhátíð unga fólksins
heldur áfram í Salnum í
Kópavogi með spennandi
tónleikum í kvöld kl. 20. Þá
kemur fram blásarakvintett
skipaður meðlimum úr
kammersveitinni Ísafold og
leika tónlist eftir tónskáldin
Wolfgang Amadeus Mozart,
Carl Nielsen, Jacques Ibert
og Györgi Ligeti. Tónlistar-
mennirnir eru þau Mel-
korka Ólafsdóttir flautu-
leikari, Grímur Helgason
klarinettuleikari, Matthías Birgir Nardeau óbóleikari, Ella Vala
Ármannsdóttir hornleikari og Snorri Heimisson sem leikur á fagott.
Miðasalan verður opnuð klukkustund fyrir tónleika og er aðgangs-
eyrir 1.500 krónur. - vþ
Blásarar í Salnum
SALURINN Í KÓPAVOGI Hýsir tónleika ungra
blásara í kvöld.
Þær Melkorka Ólafsdóttir flautu-
leikari og Elfa Rún Kristinsdóttir
fiðluleikari leggja land undir fót nú
um helgina og halda af stað í tón-
leikaferð til heiðurs því mikilvæga
hlutverki sem hérlendar kirkjur
hafa þjónað í tónlistarlífi lands-
manna í gegnum aldirnar. Að auki
fagna þær þeim tímamótum sem
tónlistarhúsið, sem nú er í bygg-
ingu við Reykjavíkurhöfn, kemur
til með að marka fyrir íslenskt tón-
listaráhugafólk.
Melkorka og Elfa koma til með
að halda tónleika í nokkrum kirkj-
um víðs vegar um landið. Fyrstu
tónleikarnir fara fram í Hóladóm-
kirkju í Hjaltadal á mánudaginn
kemur, en að auki munu þær leika í
Glerárkirkju á Akureyri, Bláu
kirkjunni á Seyðisfirði, Skálholts-
kirkju, Stykkishólmskirkju, Flat-
eyjarkirkju og Ísafjarðarkirkju.
Tónleikaröðinni lýkur svo með tvö-
földum tónleikum í Langholtskirkju
í Reykjavík hinn 28. ágúst.
Á efnisskrá tónleikanna verða
undurfagrar einleiksfantasíur
Georgs Philipps Telemanns; tólf
fantasíur fyrir fiðlu og jafnframt
tólf fyrir flautu. Þær Elfa og Mel-
korka eru báðar þrautþjálfaðir tón-
listarmenn og vanar flutningi ein-
leiksverka. Í því samhengi má
minnast á það að Elfa Rún vann
Bach-keppnina í Leipzig á síðasta
ári og Melkorka hefur um árabil
sótt tíma til Patricks Gallois í París,
en eftir hann liggja frægar upptök-
ur á flautufantasíum Telemanns.
- vþ
Telemann í kirkjum landsins
ELFA RÚN OG MELKORKA Ráðast ekki á
garðinn þar sem hann er lægstur heldur
takast á við fantasíur Telemanns fyrir
fiðlu og flautu.
Það er yfirleitt úr nógu að velja
af áhugaverðum tónleikum yfir
sumartímann, enda hefur fólk þá
oft meiri tíma til að sinna menn-
ingarlífinu en ella. Tónlistará-
hugafólk tekur því væntanlega
fagnandi að í kvöld kl. 20 munu
þeir Sigurjón Bergþór Daðason
og Kristján Karl Bragason koma
fram í Dalvíkurkirkju og leika
tónlist fyrir klarinett og píanó. Á
efnisskrá kvöldsins eru verk
eftir tónskáldin Schumann og
Haydn, en einnig verður leikin
frönsk tónlist eftir Bozza og Poul-
enc. Aðgangseyrir að tónleikun-
um er 1.500 kr. og eru allir vel-
komnir. - vþ
Tónleikar á Dalvík
KRISTJÁN OG
SIGURJÓN Þeir
félagar halda
tónleika í
Dalvíkurkirkju í
kvöld. Áhugafólk um danslist getur litið
helgina tilhlökkunaraugum. Dans-
arinn Erna Ómarsdóttir, sem vakið
hefur athygli hérlendis og erlendis
fyrir list sína, flytur dansleikhús-
verk sitt Talking Tree á Sögulofti
Landnámsseturs á sunnudag kl.
16. Erna hefur tvívegis verið valin
besti nútímadansarinn af útbreidd-
asta danstímariti Evrópu, Ball-
ettanz, og einnig mest spennandi
ungi danshöfundurinn árið 2003.
Erna er búsett í Berlín og því fá
Íslendingar ekki mörg tækifæri til
þess að sjá hana dansa. Því er um
að gera að nýta þau þegar þau
bjóðast.
Þetta er í fyrsta sinn sem dans-
verk er flutt í Landnámssetri. For-
saga flutningsins er sú að Erna
kom í setrið sem gestur og sá verk-
ið Brák, sem þar hefur verið í sýn-
ingu. Útfrá því fékk hún löngun til
að flytja verkið Talking Tree í því
sérstaka rými sem Söguloftið er.
Í Talking Tree dansar Erna jafn-
framt því sem hún segir sögu
3.000 ára gamals trés sem er að
hálfu leyti mennskt og telur sig
hafa spádómsgáfu og svör við
öllum hlutum. Það syngur og dans-
ar og segir skrýtnar sögur um
fyndnar og sorglegar skepnur og
persónur úr öðrum heimi. Trénu
fylgir laglína, sem er eins konar
þræll þess. Tréð og laglínan ferð-
ast saman um heiminn og reka
erindi sitt sem er að segja sögur
sem gætu breytt honum. Athygli
skal vakin á því að textinn í verk-
inu er á ensku.
Miða á sýninguna má nálgast í
síma 437 1600 eða á heimasíðu
Landnámsseturs, www.landnam.
is.
- vþ
Tré talar á Sögulofti
ERNA ÓMARSDÓTTIR Flytur verk sitt,
Talking Tree, í Landnámssetri á sunnu-
dag.
S í ð u s t u d a g a r ú t s ö l u n n a r
6 0 % a f s l á t t u r a f ö l l u m
h e r r a o g d ö m u f a t n a ð i .
Andersen & Lauth, Laugavegi 86-94, sími 552 6066, www.andersenlauth.com
Andersen & Lauth
N ý t t k o r t a t í m a b i l