Fréttablaðið - 14.08.2008, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 14.08.2008, Blaðsíða 47
FIMMTUDAGUR 14. ágúst 2008 27 Tónlistarhátíð unga fólksins heldur áfram í Salnum í Kópavogi með spennandi tónleikum í kvöld kl. 20. Þá kemur fram blásarakvintett skipaður meðlimum úr kammersveitinni Ísafold og leika tónlist eftir tónskáldin Wolfgang Amadeus Mozart, Carl Nielsen, Jacques Ibert og Györgi Ligeti. Tónlistar- mennirnir eru þau Mel- korka Ólafsdóttir flautu- leikari, Grímur Helgason klarinettuleikari, Matthías Birgir Nardeau óbóleikari, Ella Vala Ármannsdóttir hornleikari og Snorri Heimisson sem leikur á fagott. Miðasalan verður opnuð klukkustund fyrir tónleika og er aðgangs- eyrir 1.500 krónur. - vþ Blásarar í Salnum SALURINN Í KÓPAVOGI Hýsir tónleika ungra blásara í kvöld. Þær Melkorka Ólafsdóttir flautu- leikari og Elfa Rún Kristinsdóttir fiðluleikari leggja land undir fót nú um helgina og halda af stað í tón- leikaferð til heiðurs því mikilvæga hlutverki sem hérlendar kirkjur hafa þjónað í tónlistarlífi lands- manna í gegnum aldirnar. Að auki fagna þær þeim tímamótum sem tónlistarhúsið, sem nú er í bygg- ingu við Reykjavíkurhöfn, kemur til með að marka fyrir íslenskt tón- listaráhugafólk. Melkorka og Elfa koma til með að halda tónleika í nokkrum kirkj- um víðs vegar um landið. Fyrstu tónleikarnir fara fram í Hóladóm- kirkju í Hjaltadal á mánudaginn kemur, en að auki munu þær leika í Glerárkirkju á Akureyri, Bláu kirkjunni á Seyðisfirði, Skálholts- kirkju, Stykkishólmskirkju, Flat- eyjarkirkju og Ísafjarðarkirkju. Tónleikaröðinni lýkur svo með tvö- földum tónleikum í Langholtskirkju í Reykjavík hinn 28. ágúst. Á efnisskrá tónleikanna verða undurfagrar einleiksfantasíur Georgs Philipps Telemanns; tólf fantasíur fyrir fiðlu og jafnframt tólf fyrir flautu. Þær Elfa og Mel- korka eru báðar þrautþjálfaðir tón- listarmenn og vanar flutningi ein- leiksverka. Í því samhengi má minnast á það að Elfa Rún vann Bach-keppnina í Leipzig á síðasta ári og Melkorka hefur um árabil sótt tíma til Patricks Gallois í París, en eftir hann liggja frægar upptök- ur á flautufantasíum Telemanns. - vþ Telemann í kirkjum landsins ELFA RÚN OG MELKORKA Ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur heldur takast á við fantasíur Telemanns fyrir fiðlu og flautu. Það er yfirleitt úr nógu að velja af áhugaverðum tónleikum yfir sumartímann, enda hefur fólk þá oft meiri tíma til að sinna menn- ingarlífinu en ella. Tónlistará- hugafólk tekur því væntanlega fagnandi að í kvöld kl. 20 munu þeir Sigurjón Bergþór Daðason og Kristján Karl Bragason koma fram í Dalvíkurkirkju og leika tónlist fyrir klarinett og píanó. Á efnisskrá kvöldsins eru verk eftir tónskáldin Schumann og Haydn, en einnig verður leikin frönsk tónlist eftir Bozza og Poul- enc. Aðgangseyrir að tónleikun- um er 1.500 kr. og eru allir vel- komnir. - vþ Tónleikar á Dalvík KRISTJÁN OG SIGURJÓN Þeir félagar halda tónleika í Dalvíkurkirkju í kvöld. Áhugafólk um danslist getur litið helgina tilhlökkunaraugum. Dans- arinn Erna Ómarsdóttir, sem vakið hefur athygli hérlendis og erlendis fyrir list sína, flytur dansleikhús- verk sitt Talking Tree á Sögulofti Landnámsseturs á sunnudag kl. 16. Erna hefur tvívegis verið valin besti nútímadansarinn af útbreidd- asta danstímariti Evrópu, Ball- ettanz, og einnig mest spennandi ungi danshöfundurinn árið 2003. Erna er búsett í Berlín og því fá Íslendingar ekki mörg tækifæri til þess að sjá hana dansa. Því er um að gera að nýta þau þegar þau bjóðast. Þetta er í fyrsta sinn sem dans- verk er flutt í Landnámssetri. For- saga flutningsins er sú að Erna kom í setrið sem gestur og sá verk- ið Brák, sem þar hefur verið í sýn- ingu. Útfrá því fékk hún löngun til að flytja verkið Talking Tree í því sérstaka rými sem Söguloftið er. Í Talking Tree dansar Erna jafn- framt því sem hún segir sögu 3.000 ára gamals trés sem er að hálfu leyti mennskt og telur sig hafa spádómsgáfu og svör við öllum hlutum. Það syngur og dans- ar og segir skrýtnar sögur um fyndnar og sorglegar skepnur og persónur úr öðrum heimi. Trénu fylgir laglína, sem er eins konar þræll þess. Tréð og laglínan ferð- ast saman um heiminn og reka erindi sitt sem er að segja sögur sem gætu breytt honum. Athygli skal vakin á því að textinn í verk- inu er á ensku. Miða á sýninguna má nálgast í síma 437 1600 eða á heimasíðu Landnámsseturs, www.landnam. is. - vþ Tré talar á Sögulofti ERNA ÓMARSDÓTTIR Flytur verk sitt, Talking Tree, í Landnámssetri á sunnu- dag. S í ð u s t u d a g a r ú t s ö l u n n a r 6 0 % a f s l á t t u r a f ö l l u m h e r r a o g d ö m u f a t n a ð i . Andersen & Lauth, Laugavegi 86-94, sími 552 6066, www.andersenlauth.com Andersen & Lauth N ý t t k o r t a t í m a b i l
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.