Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.08.2008, Qupperneq 44

Fréttablaðið - 21.08.2008, Qupperneq 44
 21. ÁGÚST 2008 FIMMTUDAGUR8 ● fréttablaðið ● skólar og námskeið Fyrir þremur árum lét Paolo Tur- chi langþráðan draum rætast og stofnaði tungumálaskólann Lingva á Íslandi og nú býður hann í fyrsta skipti nám í framandi tungumál- um. „Fyrir nokkrum árum fór ég í þáttinn Viltu vinna milljón og vann fimm milljónir,“ segir Paolo, skólastjóri tungumálaskólans Lingva. „Ég notaði peningana til þess að kóróna drauminn og opna tungumálaskóla á Íslandi sem býður upp á öðruvísi aðferðir við tungumálakennslu.“ Að sögn Paolos byggist kennsl- an á talmáli sem kennt er í tvær til fjórar vikur en engin málfræði er kennd við skólann. „Við byrj- um á þeim enda sem smábörn nota þegar þau læra tungumál. Þau byrja fyrst að tala og læra svo málfræðina.“ Tungumálaskólinn Lingva hefur kennt ýmis tungumál, bæði er- lend og íslensku fyrir útlendinga, og í haust byrjar kennsla í fram- andi tungumálum. „Við ætlum til dæmis að bjóða kínversku sem við búumst við að verði vinsæl eftir Ólympíuleikana og einn- ig japönsku. Svo verður arabíska og kennarinn er búinn að lofa að kenna okkur að tala hana á einum mánuði,“ segir Paolo og greina má örlítinn efatón í röddinni enda bætir hann fljótlega við að þetta sé erfitt tungumál. Paolo segir að námskeiðin séu fyrir fólk á öllum aldri en nám við skólann stundi nú fólk frá tvítugu til níræðs. Allar nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu Lingva www. lingva.is. - mmf Hægt er að fá tilsögn á línuskauta hjá linuskautar.is. MYND/GETTY IMAGES Þótt liðið sé á sumarið er enn nógur tími til að nota línuskaut- ana. Hægt er að læra á línuskauta á námskeiðum hjá linuskautar.is en þar hafa námskeið verið snið- in jafnt fyrir byrjendur og þá sem skautað hafa áður. Farið er í undirstöðuatriði íþróttarinnar og áhersla lögð á að kenna fólki að skauta öruggt og rétt. Upplýsingar um námskeiðið er að finna á heimasíðunni www.linu- skautar.is en til að skrá sig á nám- skeið skal senda netpóst á arni@ linuskautar.is eða helgi@linu- skautar.is. - rat Línuskautanám Geta þessi börn rætt saman? Hugmynd- in með esperantó var að leysa tungu- málavanda heimsbyggðarinnar. Tungumálanám þarf ekki að vera dýr fjárfesting og á vef Íslenska esperantósambandsins má finna ókeypis námskeið í esperantó, út- breiddasta tilbúna tungumálinu. Þetta er námskeið sem þýtt hefur verið á íslensku og því fylgja bæði hljóðdæmi og æfingar. Samkvæmt vef Íslenska espe- rantósambandsins er esperantó fljótlært mál vegna þess að mál- fræðin er einföld og orðastofn- ar fáir. Esperantó er útbreitt um allan heim og var búið til af pólska augnlækninum Zamenhof í því skyni að leysa tungumálavanda heimsbyggðarinnar sem hefur þó enn ekki tekist svo nokkru nemi. Upplýsingar um gagnvirku esperantónámskeiðin má finna á www.ismennt.is/vefir/esperant. - mmf Nám á netinu Fljótlegt málanám hjá Lingva Paolo Turchi lét langþráðan draum rætast þegar hann stofnaði málaskóla á Íslandi. F R É T TA B L A Ð IÐ /A R N Þ Ó R
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.