Fréttablaðið - 21.08.2008, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 21.08.2008, Blaðsíða 68
48 21. ágúst 2008 FIMMTUDAGUR folk@frettabladid.is Efnt var til svokallaðrar tískuhátíðar í Ástralíu á dögunum, þar sem al- menningi gafst kostur á að kynna sér strauma og stefnur í línum ástralskra hönnuða fyrir vor og sumar 2008 til 2009, sem gengur einmitt í garð þeim megin á hnettinum nú hvað úr hverju. Hátíðin var haldin í fyrsta skiptið nú í ár og mæltist afar vel fyrir, enda ekki á hverjum degi sem almenningur fær aðgang að þessum lokaða geira. Ástralskt sumar virðist eiga sitthvað skylt með íslenskum vetri, því ekki má betur sjá en að þessar flíkur myndu fara vel hér á landi líka. TÍSKUHÁTÍÐ Í SYDNEY Þessi hönnun Trimapee myndi sóma sér alveg jafn vel á Laugaveginum og í Sydney. Flottur kragi á einföldum kjól gerir heilmikið fyrir útlitið hjá Kirrily Johnston. Grátt og svart er alltaf flott saman eins og þessi kjóll og stutti leðurjakki frá Gary Bigeni eru dæmi um. Þessi klæðnaður frá Konstantina Mittas virðist vera undir áhrifum sveitastemningar hausttískunnar. Töff vesti við svart pils hjá Silence Is Golden. Ágætis haust- búningur í formi legg- ings, kjóls og stutts vestis frá Kirrily Johnston. N O R D IC PH O TO S/ G ET TY Útgáfutónleikar Esju eru á Nasa í kvöld. Esja er ástríðubarn Krumma, Hrafns Björgvinsson- ar, og Daníels Ágústs Haralds- sonar, en plata þeirra kom út í síðustu viku. „Við tókum plötuna mestmegn- is upp á þremur dögum með Kidda í Hjálmum, þeim mikla galdramanni. Allt sem hann snertir verður að gulli, eða það höldum við. Þetta er svona blús- að rokk, sem við Krummi höfum miklar mætur á, en það sem við höfum verið að gera í okkar sköpun hingað til hefur verið af öðrum toga. Núna erum við bara að fá útrás fyrir ástríðuna fyrir þessari tegund tónlistar,“ segir Daníel Ágúst. Með þeim félögum spila Frosti Runólfsson, Halldór Björnsson og Bjarni Sigurðsson. Andrea Jónsdóttir þeytir skífum fyrir og eftir tónleikana. Ókeypis er inn á tónleikana, sem hefjast klukkan tíu. „Við viljum ekki að fólk hafi neina afsökun fyrir því að sjá okkur ekki,“ segir Daníel. - kbs Esja hörð og mjúk NÝ HLIÐ Krummi og Daníel Ágúst opna dyrnar á Nasa og bjóða fólki blúsað rokk. MYND/JÓNATAN GRÉTARSSON > VISSIR ÞÚ? Nú er hægt að lifa sig inn í líf Amy Winehouse með því að spila tölvuleikinn Escape from Rehab, eða Flóttinn úr meðferð, á netinu. Hin vansæla söngkona tekst á við Batman, Hulk, Carrie Bradshaw með hár og krakkpíp- ur að vopni. Leiknum lýkur með því að Amy bjargar eiginmanni sínum, Blake, úr fangelsi. Britney Spears virðist vera að koma sér á réttan kjöl að nýju, eftir að hafa tapað forræði yfir sonum sínum tveimur fyrr á árinu auk þess að vera svipt sjálfræði. Hennar nýjasta ráð til að endurheimta drengina, er að hleypa tökuliði sjónvarpsstöðv- arinnar MTV inn á heimili sitt. Þrátt fyrir óánægju fjölskyldu hennar, og Kevins Federline, hefur hún ákveðið að leyfa MTV að fylgjast með sér reyna að draga feril sinn upp úr holræsinu í von um að það gefi betri mynd af henni og hjálpi henni að vinna forræði að nýju. Heimildarmenn segja að pabbi hennar, Jamie Spears, sé henni ævareiður fyrir vikið. Hann hefur nýlega sagt Britney undirförula og stjórn- sama, auk þess sem hann virðist halda með Kevin Federline í forræðisdeilunni. Móðir hennar, Lynne, er sögð gera allt hvað hún getur til að fá hana til að hætta við, enda hrædd um að söngkonan segi og sýni of mikið og minnki þar með slúðurgildi bókarinnar sem Lynne hefur skrifað um dóttur sína. Líf Britneyjar hefur engan veginn verið dans á rósum undanfarið og hafa fjölmiðlar velt sér upp úr hörmungunum sem hafa dunið á henni. Þrátt fyrir allt virðist Britney ekki af baki dottin, en hún hefur einbeitt sér að nýrri ímynd og nýrri plötu upp á síðkastið. Það er því vonandi að þátturinn gangi vel og verði ekki, eins og vinir Britneyj- ar óttast, mesta sjónvarps- slys sögunnar, líkt og raunveruleikaþáttur hennar og Kevins hérna um árið. HELDUR ÓTRAUÐ ÁFRAM Britney gerir raunveru- leikaþátt í von um að fá syni sína aftur. Britney sýnir MTV líf sitt á ný Við leitum að duglegu starfsfólki í verslanir okkar. Við leggjum mikið upp úr því að starfsfólki okkar líði vel í vinnunni og rekum öflugt félagslíf. Einnig nýtur starfsfólk fjölda fríðinda. Umsækjendur þurfa að vera orðnir 18 ára. Umsækjendur fylli út umsókn á www.10-11.is eða hafi samband við verslunarstjóra í næstu verslun. Skemmtileg vinna með skemmtilegu fólki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.