Fréttablaðið - 24.08.2008, Blaðsíða 2
2 24. ágúst 2008 SUNNUDAGUR
Patrekur, er þetta stórasta
stund íslenskrar íþróttasögu?
„Stórara gerist það ekki.“
Íslenska landsliðið í handbolta leikur
við Frakka um Ólympíugullið klukkan
7.45 fyrir hádegi í Peking í dag. Patrekur
Jóhannesson er fyrrverandi landsliðs-
maður í handbolta.
REYKJAVÍK Guðlaugur G. Sverris-
son, ný kjörinn stjórnarformaður
Orku veitu Reykjavíkur, segist
ekki vilja tjá sig efnislega um
stefnu fyrirtækisins að svo stöddu.
Hann biður um stundarfrið til að
setja sig almennilega inn í málin.
„Ég var auðvitað kallaður til
með skömmum fyrirvara og ég vil
heyra í borgarstjóra, formanni
borgarráðs, forstjóra Orku-
veit unnar og stjórninni áður en ég
vil fara að tjá mig nokkuð um
hvaða stefnu og strauma ég vil
hafa í þessu,“ segir hann.
Skipan Guðlaugs í starfið hefur
sætt gagnrýni frá fulltrúum
minn ihlutans í borgarstjórn,
meðal annars vegna þess að Guð-
laugur hafi enga sérstaka þekk-
ingu á orkumálum. Guðlaugur
bendir hins vegar á að hann sé
menntaður fjórða stigs vélfræð-
ingur, og hafi þannig þekkingu á
öllum tækja búnaði og hugtökum
sem tengjast raforkuvirkjun.
„En lykilatriðið er það sem ég
bætti við mig í rekstrar- og við-
skiptanámi,“ segir hann. „Þannig
að ég er með þá þekkingu líka. Svo
kemur bara í ljós hvernig hún nýt-
ist, eins og í lífinu. Aðrir sem hafa
tekið við stjórnarformennsku hafa
nú ekki þurft að búa við þessa
gagnrýni, þannig að ég tek henni
létt.“ - sh
Nýr stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur segist hafa næga þekkingu í starfið:
Tjáir sig ekki strax um stefnu sína
NÝR Í BRÚNNI Guðlaugur biður um
stundarfrið til að ræða við sína sam-
herja í meirihlutanum.
FRÉTTALBAÐIÐ / ARNÞÓR
SLYS Átta verkamenn hafa látist við
gerð tveggja virkjana hér á landi;
fimm við Kárahnjúkavirkjun, og
framkvæmdir henni tengdar, og
þrír við Hellisheiðarvirkjun.
Á tveimur og hálfu ári, frá því
um áramótin 2006, hafa 12 menn
látist við vinnu sína hér á landi.
Þetta er mikil aukning frá því árin
þar á undan. Sjö þeirra sem létust
voru erlendir
verkamenn.
Eyjólfur
Sæmundsson,
forstjóri Vinnu-
eftirlitsins, segir
mikið áhyggju-
efni að banaslys-
um útlendinga
hafi fjölgað
mikið hér á
landi. Til fjöl-
margra aðgerða
sé hægt að grípa; Vinnueftirlitið
undirbúi herferð til að taka á þessu.
Þá megi breyta lögum.
„Við teljum að við stærri fram-
kvæmdir eigi að skerpa á ábyrgð
verkkaupa og skyldum til að
tryggja samræmingu á öryggis-
málum þeirra verktaka sem eru að
vinna fyrir þá.“
Eyjólfur segir að svo virðist sem
eitthvað vanti upp á í samskiptum
hjá fyrirtækjum í stórum verkefn-
um. „Þeir sem hingað koma aðlag-
ast ekki nógu vel þeim öryggis-
kúltúr sem hér er við lýði.
Öryggisreglur þurfa að vera skýr-
ar og það þarf að eyða tíma, fé og
fyrirhöfn til að gera útlendingana
þátttakendur í þeim.“
Eyjólfur telur að ekki sé lögð nóg
áhersla á þetta. „Án þess að bera
sakir á einn eða neinn teljum við
vanta upp á þennan þátt. Þegar
mannskapur er valinn verður að
tryggja að samskipti geti átt sér
stað á vinnustaðnum,“ segir Eyjólf-
ur.
Sigurður Bessason, formaður
Eflingar, segir fjölgun erlendra
verkamanna á íslenskum vinnu-
markaði, sem sprenging hafi orðið
á árið 2006, og tungumálaerfiðleika
því tengdu rót vandans.
Hann tekur undir að gera þurfi
ábyrgðina á öryggisþáttum skýr-
ari. „Það þarf að vera að hluta til í
ábyrgð þess sem tekur verkið að
sér og fjalla þarf sérstaklega um
öryggisþætti í verksamningum.
Þetta þarf hins vegar að vinna á
breiðum grundvelli og það er
ákveðin hætta fólgin í því að setja
ábyrgðina á einn aðila,“ segir Sig-
urður.
Bæði Sigurður og Eyjólfur taka
það fram, vegna slyssins við Hellis-
heiðarvirkjun, að verkkaupinn þar,
Orkuveita Reykjavíkur, sé þekktur
að því að standa vel að öryggismál-
um. kolbeinn@frettabladid.is
Átta látnir við gerð
tveggja virkjana
Átta hafa látist við gerð Kárahnjúka- og Hellisheiðarvirkjunar. Á tveimur og
hálfu ári hafa sjö erlendir verkamenn látist í vinnuslysum hér á landi. Vinnu-
eftirlitið vill skerpa lög um ábyrgð verkkaupa á öryggi á vinnustað.
EYJÓLFUR
SÆMUNDSSON
KÁRAHNJÚKAVIRKJUN Fimm létust við gerð Kárahnjúkavirkjunar. Þrír hafa látist við
gerð Hellisheiðarvirkjunar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
BANASLYS VIÐ VINNU
2006
Feb. Íslendingur lést í Reykjavík
Mars Íslendingur lést við Kárahnjúka
Apríl Íslendingur lést við Kárahnjúka
Júlí Frakki lést við Hellisheiðavirkjun
Ágúst Íslendingur lést í Reykjavík
Nóv. Króati lést á Fljótsdalsheiði
- framkvæmdir vegna Kárahnjúka-
virkjunar.
2007
Júní Portúgali lést við Kárahnjúka
Okt. Íslendingur lést í Hafnarfirði
Nóv. Pólverji lést í Hafnarfirði
2008
Júní Pólverji lést í Hafnarfirði
Ágúst Tveir Rúmenar látast við Hellis-
heiðarvirkjun
HANDBOLTI Þrjár safnanir standa
nú yfir til styrktar Handknatt-
leikssambandi Íslands og ganga
allar vel.
Sigurjón Pétursson, varafor-
maður HSÍ, segir að fyrirtækja-
söfnunin hafi skilað tólf milljón-
um á tveimur síðustu dögum en
tölur úr innhringisöfnuninni og
það sem lagt hefur verið beint inn
á bankareikning sambandsins
liggur ekki fyrir.
„Ég er nokkuð viss um að allt í
allt sé þetta farið að nálgast á
annan tug milljóna,“ segir
Sigurjón sem er vongóður um að
ríkið og stóru sveitarfélögin komi
til móts við sambandið. - shá
Þjóðin safnar fyrir HSÍ:
Þrjár safnanir
ganga ágætlega
LEIKHÚS Sex þúsund miðar seldust á
leikritið Fló á skinni á fyrsta
miðasöludegi Borgarleikhússins
fyrir komandi leikár á föstudaginn.
„Þetta var besti miðasöludagur í
sögu leikhússins,“ segir Sváfnir
Sigurðsson, framkvæmdastjóri
Borgarleikhússins. „Aldrei hafa
fleiri miðar selst á staka sýningu á
einum degi.“
Hann segir miðasöluna í
anddyrinu hafa fyllst strax klukkan
tíu um morguninn og biðröð hafi
verið út á götu allan daginn.
„Viðtökurnar voru það góðar að
símkerfið hrundi og það þurfti að
endurræsa það til að það kæmist
aftur af stað.“ - vsp
Leikritið Fló á skinni vinsælt:
Sex þúsund mið-
ar á fyrsta degi
LÖGREGLUMÁL „Ég verð bara að bíða fyrir utan alla
nóttina með haglabyssu eða einhverja kylfu,“
segir Örn Ægisson, íbúi að Mjóstræti í Grjóta þorp-
inu. Örn segir fíkniefnaneytendur líta á Grjóta-
þorpið sem fríríki og ógna öllum frið í hverfinu.
Örn segir að tvisvar sinnum hafi verið brotist
inn til sín síðasta hálfan annan mánuðinn og einu
sinni brotist inn í bílinn hans. „Það var farið inn
hjá mér klukkan þrjú að degi til. Þeir bara rifu
upp gluggann,“ segir Örn. „Svo fóru þeir einu
sinni inn þegar ég var heima. Ég var bara uppi á
lofti að skúra og dyrnar voru opnar.“ Þjófarnir
tóku sjónvarp, stafræna myndavél, fartölvu, kíki
og nokkuð af peningum.
„Þeir koma drukknir á bílunum sínum og leggja
hérna fyrir utan og halda að enginn sjái þá reykja
hass og dópa sig inni í bílunum. Þeir halda að þetta
sé einhvers konar fríríki,“ segir Örn. „Svo er ég
búinn að vera að tína upp nálar og sprautur fyrir
utan hjá mér og mannaskít. Þetta er algjör
viðbjóður.“
Örn segir lögregluna lítið geta aðhafst, þar sem
mennirnir séu fljótir burt. „Lögreglan mætti
keyra hérna um oftar,“ segir Örn. „Eða miðborgar-
verðirnir.“ - sgj
Fíklar brjótast inn í hús og hægja sér í görðum, segir íbúi í Grjótaþorpi:
Grjótaþorpið eins og fríríki
ÖRN ÆGISSON Íbúar í Grjótaþorpi eru orðnir langþreyttir á
subbuskap og smáglæpum sem fylgja fíkniefnaneyslu í hverf-
inu. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Villtir ferðamenn
Tveir erlendir ferðamenn villtust
á Fimmvörðuhálsi í gær. Að sögn
lögreglunnar á Hvolsvelli komust
mennirnir í nærliggjandi skála og eru
báðir ómeiddir.
Færra á menningarnótt
Nokkru minna var af fólki í miðbæn-
um á menningarnótt í ár en fyrri ár.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
telur votviðri um að kenna. Mikill
fjöldi var þó í bænum og fjölgaði fólki
eftir því sem leið á daginn. Að sögn
lögreglunnar gekk dagurinn áfalla-
laust fyrir sig.
LÖGREGLUFRÉTTIR
FÆREYJAR Sannkallað handboltafár
er í Færeyjum vegna góðs gengis
íslenska karlalandsliðsins í
handknattleik á Ólympíuleikunum
í Peking. Slíkur er áhuginn að
ríkisstjórn Færeyja „Landsstýrið“
gerði hlé á fundi sínum til að
fylgjast með
leik Íslendinga
gegn Spánverj-
um á föstudag-
inn.
„Fólk í
Færeyjum er
mjög spennt og
vonar að
Íslendingum
gangi vel,“ segir
Helena Dam á Neystabø, dóms-
málaráðherra Færeyja. Hún ætlar
sjálf að fylgjast með úrslitaleik
Íslendinga og Frakka í dag.
„Ég verð greinilega var við
mikinn áhuga á þessum leik
hérna,“ segir Eiður Guðnason,
sendiherra og aðalræðismaður í
Færeyjum. Hann ætlar að vera
með opið hús í Fútastovu, aðal-
ræðis skrifstofu Íslands í Þórshöfn
í Færeyjum. „Ég er búinn að fá
stóran sjónvarpsskjá lánaðan og
ætla að vera með opið hús frá
klukkan hálfníu að færeyskum
tíma og sýna leikinn.“ - ovd
Handboltafár í Færeyjum:
Hlé gert á ríkis-
stjórnarfundi
EIÐUR GUÐNASON
SLYS Keyrt var á fimm ára gamlan
dreng við Lönguhlíð á tíunda
tímanum í gærkvöldi. Vakthafandi
læknir á slysadeild Landspítalans
sagði líðan hans eftir atvikum
góða og taldi að hann hefði
brotnað á hægri fótlegg. Drengur-
inn var í rannsókn þegar blaðið
fór í prentun en talið var að ekkert
amaði frekar að drengnum.
Drengurinn var á ferð með
móður sinni og voru þau mæðgin
að koma af tónleikum á Miklatúni
að talið er. Mikið fjölmenni var í
nágrenninu og bar fjölda fólks að
slysstaðnum. - shá
Keyrt á fimm ára dreng:
Fótbrotnaði en
slapp annars vel
VIÐ LÖNGUHLÍÐ Sá stutti slapp betur en
á horfðist í fyrstu. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
SPURNING DAGSINS