Fréttablaðið - 24.08.2008, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 24.08.2008, Blaðsíða 68
24 24. ágúst 2008 SUNNUDAGUR „Og núna mun hún elda og þrífa fyrir mig,“ ELLEN DEGENERES Grínast um hvað taki nú við fyrir nýju eiginkonu hennar, Portia de Rossi. „Eftir að hafa verið borin saman við Jay Leno svona lengi, hugsar maður ekki um sjálfa sig á þennan hátt.“ RUMER WILLIS Um undrun sína yfir því að hafa verið valin ein af fallegasta fólki tímarits- ins People. „Ég var fallegur svartur maður, en ekki þeir.“ ROBERT DOWNEY JUNIOR Útskýrir af hverju meðleikarar hans í kvikmyndinni Tropic Thunder hafi verið öfundsjúkir og kallað hann dívu í þættinum Good Morning America. folk@frettabladid.is Sigþrúður Ármann, annar stofnandi Exedra, hefur í miklu að snúast þessa dagana. Hún er í óðaönn að skipuleggja SÚK-glæsi- markaðinn og mun svo halda til Kína daginn eftir í skipti- nám fram að áramótum. „Við hjá Exedra erum mjög hrifn- ar af því starfi sem Jóhanna Kristjónsdóttir hefur unnið í þágu barna og kvenna í Jemen og vild- um leggja starfseminni lið,“ segir Sigþrúður Ármann, annar stofn- andi Exedra og framkvæmdastýra glæsimarkaðarins sem fram fer í Perlunni næstkomandi laugardag, en allur ágóði hans mun renna til uppbyggingar nýju skólahúsnæði í Jemen. Exedra var stofnað haustið 2006 í þeim tilgangi að stuðla að mál- efnalegri umræðu og auknum tengslum milli atvinnulífs, stjórn- mála og fjölmiðla. Fyrirtækið samanstendur af þverpólitískum hópi áhrifamikilla kvenna úr atvinnulífinu, svo sem viðskipt- um, stjórnmálum, fjölmiðlum, menntamálum, heilbrigðismálum, hópi sérfræðinga og listamanna. Hópurinn hittist mánaðarlega á fundum, þar sem tekin eru til umfjöllunar mikilvæg málefni sem eru í umræðunni í samfélag- inu hverju sinni. „Innan Exedra er einnig góð- gerðahópur sem skoðar hvernig við getum látið gott af okkur leiða og hvaða góðgerðamálefni við vilj- um styðja hverju sinni. Eftir að glæsimarkaðnum lýkur munum við skoða hverju við munum leggja lið næst,“ segir Sigþrúður. Hún hefur annars í nógu að snú- ast þessa dagana, því hún stundar einnig MBA-nám við Háskólann í Reykjavík, þar sem hún hefur lokið einu ári af tveimur, og dag- inn eftir glæsimarkaðinn mun hún halda út til Kína, þar sem hún verður í skiptinámi í einum fremsta skóla Asíu. „Ég flýg út til Shanghaí næsta sunnudag svo það er nóg að gera við að undirbúa bæði markaðinn og ferðina. Mér finnst einstakt tækifæri að fá að taka eina önn í skiptinámi í Shanghaí og er spennt fyrir því að fá að kynnast Asíu- markaðnum og öflugu fólki þar í landi,“ segir Sigþrúður að lokum. alma@frettabladid.is Frá Jemen til Shanghaí www.flugskoli.is Námskeiðið hefst 6. október og lýkur um miðjan febrúar. Umsóknarfrestur er til 14. september. Allar nánari upplýsingar á www.flugskoli.is Flugumferðarstjóra Grunnnámskeið Flugskóli Íslands er hluti af Tækniskólanum, skóla atvinnulífsins. Tækniskólinn er nýr framsækinn framhaldsskóli sem byggir á traustum grunni Fjöltækniskóla Íslands og Iðnskólans í Reykjavík. Á LEIÐINNI TIL KÍNA Sigþrúður hefur í nógu að snúast þessa dagana, en hún undirbýr SÚK glæsi- markaðinn í Perlunni sem fram fer næsta laugardag og mun svo halda til Shangahai daginn eftir í MBA skiptinám. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.