Fréttablaðið - 24.08.2008, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 24.08.2008, Blaðsíða 13
SUNNUDAGUR 24. ágúst 2008 13 keyptum við trukk af mat og víni og höfðum það rosalega kósí. Gulrótin fyrir mig er alltaf að hafa einhvern æðislegan mat og vín að loknum vinnudegi. Ég elska að elda mat og spjalla. En ég vinn þetta í törnum, núna voru þetta fjórir upptökumánuðir, og vinna bæði daga og nætur.“ Alltaf spurð af hverju ég tali eins og Björk Þegar Emilíana er ekki að spila tónlist eða taka hana upp segist hún eyða allt of miklum og leiðinlegum tíma í að fara í viðtöl og mynda- tökur. „ Ég er ekki mikið fyrir sjónrænu vinn- una. Reyndar finnst mér skemmtilegt að gera myndbönd en að fara i myndatökur finnst mér agalegt. Ég kem mér út úr því oftast og er með sömu myndirnar í mörg ár. Ég lendi oft- ast í því daginn áður en haldið er í tónleika- ferðalög að ég á ekkert til að vera í á sviði og þarf þá að hendast út og kaupa mér kjól. Svo er ég í sama kjólnum næsta hálfa árið,“ útskýrir hún og skellir upp úr. „En vinkona mín kom með góðan punkt. Að það sé gott á mig. Að þurfa að gera eitthvað sem mér finnst pínlegt líka, því ég fæ að lifa í tónlist.“ Viðtöl við Emilíönu erlendis snúast oft um þær spurningar sem allir íslenskir listamenn eru vafalaust orðnir hundleiðir á. „Fyrst spyrja þeir mig alltaf af hverju ég tali eins og Björk. Þá spurði ég af hverju allir í Þýskalandi tali eins og Derrick. Og svo þessar spurningar um álfa og hvort maður sæki inn- blástur úr íslenskri náttúru. Hvernig svarar maður því eiginlega nema að jú, ætli maður sæki ekki oft í nostalgíuna, þaðan sem maður kemur.“ En hvað finnst henni um virkjanamál í heimalandinu? „Ég fæ reyk út úr eyrunum þegar ég hugsa um hvernig þessi mál standa á Íslandi. Ég er svo barnaleg í pólitík. Fyrir mér er allt mjög einfalt. Ég bara skil ekki að land sem á allt, þetta dekraðasta land í heimi fái svona snilld- arlegar hugmyndir eins og að byggja álver. Ég trúi þessu varla. Verð kjaftstopp. Ég ber enga virðingu fyrir þessum ósköpum. Reynt að myrða mann með mat á Ítalíu Þegar Emilíana fer sjálf út í náttúru Íslands segist hún reyna að forðast of mikið fólk og ferðamenn. „Við frænka mín höfum uppgötv- að næturbíltúra. Brunuðum til dæmis í Hval- fjörðinn með Led Zeppelin og Doors í botni og sváfum í laut við fossinn Glym. Ég lifi fyrir svona stundir.“ Eins og eftirnafnið gefur til kynna á hún föðurættir að rekja til Ítalíu og sækir landið reglulega heim. „Það er nú samt ekki eins og ég hafi alist upp í draumkenndu Toskana- héraði. Ég er frá Napólí þar sem fólkið er skemmtilega bilað. Allt er fullt af hundum og rusli. Þar ríkir gersamleg óreiða og ég elska það. Þegar það eru partí eru börnin alltaf með og þau sofna á stólunum þegar þau geta ekki meira og fullorðna fólkið heldur áfram að dansa fram á nótt. En ég fæ alltaf smá kvíða- kast fyrir Ítalíuferðirnar. Þar er alltaf verið að reyna að myrða mann með mat.“ Fyrir síð- ustu Ítalíuferð segist Emilíana hafa grátbeðið föður sinn að skila því til frænknanna að elda „bara pastarétt“ af því að eftir síðustu ferð hafi þau legið í hálfgerðu losti í fjóra daga. „Við vorum eins og snákar með úttroðna maga og lágum bara a bakinu í tvo daga á eftir. En viti menn, í næsta boði fór ég inn i eldhús til þess að athuga hvort frænka mín hafi staðið við loforðið. Jú, þarna stóð hún og hrærði í pastanu. Við hámuðum i okkur fulla diska af því. Eftir það kemur hún svo allt í einu með risafat af nautakjöti, og annað af grænmeti, Ég spyr pabba í paník hvaðan þessi matur sé að koma. Við fórum þá á stúfana og sáum að það var leynieldhús á bak við venjulega eld- húsið. Eftir pastaréttinn mikla fylgdi svo kan- ínuréttur, svo fiskréttur, svo bakkelsi og svo konfekt, og að lokum tvær risastórar tertur. Og auðvitað varð maður að borða þetta allt þar sem þær stóðu yfir mér með sorgarsvip, sögðust hafa eytt öllum deginum í elda- mennsku og að ég væri bara skinn og bein. Samt var maður tvöfalt stærri en þær. Þetta er oftast eins og að vera staddur í miðri bíó- mynd. Erfiður lærdómur Á milli platnanna Love in the Time of Science og Fisherman‘s Woman liðu sex ár en árið 2000 missti Emiliana kærastann sinn í slysi. „Þetta var hræðilegur tími, ég man varla eftir fyrstu tveimur árunum. Á sama tíma fór ég frá One Little Indian. Ég komst í gegnum þetta allt á einhverri maníu. Svo er þetta þannig í bíómyndunum að maður á bara að vera orðinn hress eftir ár, kominn með nýjan kærasta og allt í stakasta lagi. Svona er þetta ekki alveg. Ég hélt að ég gæti komist í gegn- um þetta sjálf en að lokum hafði ég algjörlega misst tökin á öllu saman. Ég hreinlega vissi ekki að hve miklu leyti ég hafði brotnað saman, ég var farin að heyra hverju einustu hugsun inni í höfðinu á mér. En að lokum fékk ég hjálp. Þetta ferli tók alveg átta ár. En er allt í lagi núna? „Já, það er allt í lagi núna. Auð- vitað fæ ég enn kökk í hálsinn og tár í augun en maður lærir bara að lifa með þessu. Það er erfiður lærdómur, að uppgötva að maður er dauðlegur og að ástvinir manns geti horfið á svipstundu. Út frá þessu fór ég að hugsa um hver tilgangur lífsins væri. Það sem skiptir mig mestu máli er að maður geri það allra besta sem maður getur á hverju augnabliki. Ef fólk bara byrjaði að hugsa um litlu hlutina, til dæmis bara að hjálpa gamalli konu í húsinu hjá manni að kaupa í matinn eða fara með hana í göngutúr. Til dæmis er maður sem á búð rétt hjá mér: Reglulega kemur maður til hans og bað hann um að fá að skrifa matinn hjá sér eina ferðina enn. Kaupmaðurinn svaraði alltaf: „En þú borgar aldrei reikninginn þinn. Þú lofar alltaf að borga næst.“ Svo stynur hann og segir: „Þetta er allt í lagi, taktu bara mat- inn. Og ef fólk sagði við kaupmanninn, hvað er eiginlega að þér, þú veist að þú færð þetta aldrei borgað, þá yppti hann öxlum og sagði, nú og hvað á ég að gera? Sjáðu manninn. Eitt- hvað verður hann að borða. Þetta myndi nú varla gerast í Hagkaup.“ Næst á dagskrá hjá Emilíönu eru tvö verkefni, partíplata og teikni- mynd. „Mig hefur alltaf langað til að gera brjálaða diskóplötu og svo ætla ég að fara út í myndasögugerð á netinu ásamt vini mínum. Á næsta ári verður svo heilmikið túrað, Frakk- land, Þýskaland, Ameríka og Ástralía meðal annars. Og vonandi til Brasilíu, það er fyrir- heitna landið.“ En hvar sér hún sig eftir þrjá- tíu ár? Mig langar að eiga fjörug ár í ellinni. Mig langar að vera hvíthærð með hrukkur og bumbu og halda áfram að syngja.“ Plötur : ■ 1994 - Spoon ■ 1995 - Crouçie D’où Là ■ 1996 - Merman ■ 1999 - Love in the Time of Science ■ 2005 - Fisherman’s Woman ■ 2008 - Me and Armini Meðal samstarfsverkna eru: ■ 1997 - Is Jesus Your Pal? (GusGus, Polydistortion) ■ 2002 - Hold Your Hand (Paul Oakenfold, Bunkka) ■ 2002 - Heaven’s Gonna Burn Your Eyes (Thievery Corporation, The Richest Man in Babylon) ■ 2002 - Until the Morning (Thievery Corporation, The Richest Man in Babylon) ■ 2002 - Gollum’s Song (The Lord of the Rings: The Two Towers) ■ 2003 - Slow (lagaskrif) (Kylie Minogue, Body Language) ■ 2003 - Someday (lagasmíð) (Kylie Minogue, Body Language) ■ 2003 - Soul On Fire (lagasmíð) (Kylie Minogue, Slow) FJÖLBREYTTUR FERILL EMILÍÖNU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.