Fréttablaðið - 24.08.2008, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 24.08.2008, Blaðsíða 58
8 matur Ég er ábyrgur fyrir því að þjóðin er farin að borða bygg,“ segir Eymundur Magnússon, bóndi í Vallanesi, glaðlega. Hann kveðst stefna að því að eftir hans dag haldi allir að bygg hafi alltaf verið eðlilegur valkostur í íslensku fæði og þyki þjóðlegt og gott. „Fólk var tortryggið fyrst en nú eru margir farnir að borða bygg í stað hrís- grjóna. Finnst eins og líkaminn kalli eftir því. Það hefur líka marga jákvæða eiginleika, er auð- ugt af járni, kalki og B-vítamíni auk þess sem það er gott fyrir meltinguna.“ Eymundur segir uppskeruhorf- ur þessa árs allgóðar en veður- farið næstu vikur skipti sköpum. „Það er áríðandi núna að fá sólríka daga en sleppa við frost. Sumarið hefur verið fremur kalt hér fyrir austan og ég býst ekki við þresk- ingu fyrr en í lok september,“ segir hann. Byggið er afbragðs bökunarefni með öðru léttara. Þórunn, sem er dóttir Eymundar og býr á Seyðis- firði, brást vel við þeirri bón að baka brauð til að birta uppskrift að í Fréttablaðinu. - gun MJÚKT BRAUÐ ÚR BYGGI Bygg var ræktað á Íslandi fram eftir öldum en lítið eftir það þar til á síðustu árum. Í Vallanesi á Héraði er byggið ræktað með lífrænum aðferðum til manneldis. 1 1/2 dl volgt vatn 1 msk. hunang 3 tsk. þurrger 1 1/2 dl sjóðandi vatn 2 dl byggmjöl 1 dl ab-mjólk 2 msk. olía 5 dl spelt (má nota hveiti í staðinn) 1 dl soðið bygg 1 dl hörfræ 1 dl sesamfræ 1 tsk. kanill 1/2 tsk. salt Byrjið á að leysa hunangið upp í volgu vatninu, stráið gerinu út í og látið það standa í 10 mínútur. Hellið sjóðandi vatninu útá byggmjölið og látið það líka standa í 10 mín. Þá fæst safaríkt og mjúkt brauð. Öllu blandað saman nema 2 dl af speltinu, þá er komin fremur lin soppa. Síðan þarf að hnoða deigið vel og lengi og bæta restinni af mjölinu útí smátt og smátt. Ef það er gert í höndun- um þarf að hnoða í góðar 15 mínútur. Ef deigið er blautt má bæta við spelti en það á að vera svolítið klístrað. Til að fá brauð sem rís hátt er betra að setja það í brauðform, annars má alveg baka það á plötu. Brauðið er látið lyfta sér í 30 – 40 mínútur á hlýjum stað og síðan bakað við 200 gráður í ca. 45 mínútur. Ráðlegt er að fylgjast með brauðinu á loka sprettinum og til að vita hvort það sé tilbúið er gott að banka í botninn á því, ef hljómurinn er holur er brauðið bakað! Svo má leika sér með þessa uppskrift, auka magnið af bankabyggi og setja minna af fræjum í staðinn, skipta kanil út fyrir kúmen o.s.frv. Sniðugt er líka að þrefalda uppskriftina og frysta brauð til síðari tíma. BYGG Í BAKSTUR BYGGBRAUÐ Hollt og gott! Mæðgurnar Þórunn Eymundardóttir og Gígja Helgadóttir á fullu við brauðbakst- urinn. MYND/FIANN PAUL. M Ilmandi úr ofninum Brauðbær • Hótel Óðinsvé • Þórsgata 1 • odinsve@odinsve.is • odinsve.is Við gerum veisluna þína Brauðbær sérhæfir sig í dönsku smurbrauði og pinnamat. 40 ára reynsla og fagmennska tryggir gæði veisluþjónustu okkar – vertu viss um að fá fyrsta flokks veitingar í veisluna þína. Pöntunarsími 552 0490 eða 511 6200 F í t o n / S Í A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.