Fréttablaðið - 24.08.2008, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 24.08.2008, Blaðsíða 27
9 Velferðarsvið Félagsráðgjafi Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Atvinnuauglýsingar má einnig skoða á heimasíðu Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is/storf. Hjá símaveri Reykjavíkurborgar, 4 11 11 11 færð þú allar upplýsingar um þjónustu og starfsemi borgarinnar og samband við þá starfsmenn sem þú þarft að ná í. Laus er til umsóknar tímabundin staða félagsráðgjafa á Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis. Um er að ræða 80% stöðu til eins árs. Verkefni félagsráðgjafa taka til almennrar félagsþjónustu sem unnin er samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveit- arfélaga. Félagsráðgjafi veitir einstaklingum og fjölskyldum félagsráðgjöf, svo sem vegna uppeldis barna og unglinga, veikinda, fötlunar, öldrunar, vímuefnamála, umgengnis- og skilnaðarmála. Meginþungi verkefna varða stuðningsþjónustu, fjárhagsaðstoð og ráðgjöf til fólks í fjárhagsvanda. Menntunar og hæfniskröfur: • Starfsréttindi í félagsráðgjöf • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum • Lipurð í mannlegum samskiptum • Áhugi á þverfaglegri teymisvinnu • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti • Þekking og reynsla af starfi á sviði velferðarþjónustu æskileg Nánari upplýsingar um starfi ð veitir Þórdís L. Guðmundsdóttir deildarstjóri í síma 411-1500. Netfang: thordis.linda.gudmundsdottir@reykjavik.is Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags. Umsóknarfrestur er til 7. september nk. Umsækjendur er vinsamlega beðnir að sækja um starfi ð á heimasíðu Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is/storf Verkefnastjóri á sviði frístunda og forvarna Laus er til umsóknar staða verkefnastjóra á sviði frístunda og forvarna á Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis. Helstu verkefni: • Forysta og frumkvæði við efl ingu félagsauðs í Laugardal og Háaleiti • Leiðtogahlutverk við framkvæmd forvarnarstefnu Reykjavíkurborgar í Laugardal og Háaleiti • Ráðgjöf til allra aldurshópa um frístundatilboð í Laugardal og Háaleiti • Umsjón menningarviðburða • Fræðsla og kynningarstarf til íbúa, samstarfsaðila, félaga- og hagsmunasamtaka • Umsjón með upplýsingasíðu hverfi svefs Hæfniskröfur: • Háskólamenntun sem nýtist í starfi • Þekking og reynsla af íþrótta- og frístundastarfi æskileg • Lipurð í mannlegum samskiptum • Skipulagshæfi leikar • Áhugi á þverfaglegri teymisvinnu og grasrótarstarfi • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti Nánari upplýsingar veita Helgi Hjartarson og Þórdís L. Guð- mundsdóttir, deildarstjórar í síma 411 1500. Netföng: helgi.hjartarson@reykjavik.is og thordis.linda.gudmundsdottir@reykjavik.is Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags. Umsóknarfrestur er til 7. september nk. Umsækjendur er vinsamlega beðnir að sækja um starfi ð á heimasíðu Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is/storf Hlutverk Þjónustumiðstöðvar Laugardals og Háaleitis er að sinna velferðarþjónustu við einstaklinga og fjölskyldur, sérfræðiþjónustu við leik og grunnskóla, frístundaráðgjöf og forvarnarstarfi auk almennrar upplýsingagjafar um starfsemi Reykjavíkurborgar. Unnið er á grundvelli þverfaglegs sam- starfs sérfræðinga og áhersla lögð á heildarsýn og samþætta þjónustu. Umsjónarmaður félagsmiðstöð- varinnar Zelsíuz, Selfossi. Fjölskyldumiðstöð Sveitarfélagsins Ár- borgar auglýsir lausa stöðu umsjónarmanns félagsmiðstöðvarinnar Zelsíuz. Leitað er að reglusömum og áreiðanlegum einstaklingum sem hafa m.a. til að bera frumkvæði, góða samskiptahæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum. Umsjónarmaður félagsmiðstöðvarinnar Zelsíuz Um er að ræða fjölbreytt og áhugavert starf. Málefni ungs fólks og forvarnir eru forgangsmál í Sveitarfélaginu Árborg. Þá er nýbúið að gera gagngerðar endurbætur á húsnæði félagsmiðstöðvarinnar og mun umsjónarmaður koma til með að móta starfsemina til framtíðar. Starfssvið • Daglegur rekstur og áætlanagerð • Starfsmannahald • Skipulagning þjónustu staðarins í samráði við íþrótta- og tómstundafulltrúa, notendur og samstarfsfólk • Samskipti og samstarf við foreldra, skóla og aðra samstarfsaðila • Þátttaka í forvörnum og stefnumótun í málefnum barna og ungmenna Menntunar- og hæfniskröfur • Menntun á uppeldissviði eða önnur sambærileg menntun æskileg • Stjórnunar- og rekstrarreynsla æskileg • Starfsreynsla í félagsmiðstöðvum og/eða frístunda- heimilum æskileg • Góða samskiptahæfni nauðsynleg • Skipuleg og fagleg vinnubrögð nauðsynleg • Sjálfstæði og frumkvæði nauðsynlegt • Almenn tölvukunnátta Laun eru samkvæmt samningi Launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Um er að ræða 100% starf. Nánari upplýsingar um starfi ð veita Magnús Matthíasson, magnusmatt@arborg.is sími 480-1950 -/ 6912254 og Andrés Sigurvinsson Verkefnisstjóri andres@arborg.is og Borgar Ævar Axelsson, starfsmannastjóri, netfang: borgar@arborg.is í síma 480-1900. Umsóknarfrestur er til 28.ágúst 2008. Umsóknir berist til Borgars Ævars Axelssonar, starfs- mannastjóra, borgar@arborg.is eða á skrifstofu Sveit- arfélagsins Árborgar, Ráðhúsinu, Austurvegi 2, Selfossi, merkt: umsjónarmaður Zelsíus. Árborg er ungt sveitarfélag á gömlum grunni. Í febrúar 1998 sameinuðust Eyrarbakkahreppur, Stokkseyrarhreppur, Sandvíkurhreppur og Selfosskaup- staður í eitt sveitarfélag, Sveitarfélagið Árborg. Í sveitarfélaginu eru auk Selfoss, þar sem íbúar eru um 6420, byggðarkjarnarnir Stokkseyri með 540 íbúum og Eyrarbakki með 605 íbúum. Í dreifbýli milli byggðarkjarnanna eru fjölbreyttir búsetumöguleikar í næsta nágrenni við öfl uga þjónustukjarna með 165 íbúum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.