Fréttablaðið - 24.08.2008, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 24.08.2008, Blaðsíða 64
20 24. ágúst 2008 SUNNUDAGUR timamot@frettabladid.is Þennan dag árið 79 gaus fjallið Vesúvíus og kaf- færði borgirnar Pompei og Herculaneum. Fórust 15.000 manns og má kalla það kaldhæðni ör- laganna að fjallið gaus daginn eftir hátíðina Vul- canalia sem var haldin guði eldsins til heiðurs. Forsaga gossins hófst með jarðskjálftum sautj- án árum fyrr sem lögðu stór svæði í rúst, meðal annars Pompei. Sumar skemmdirnar var ekki búið að lagfæra þegar gosið hófst 79. Fólk var ekki óvant jarðskjálftum á svæðinu og kippti sér ekki upp við undanskjálfta sem hófst 20. ágúst 79. Fyrr í mánuðinum höfðu lindir og brunnar þornað upp. Gosið stóð í 19 tíma og losaði fjallið 4 rúm- kílómetra af ösku og grjóti yfir nágrennið. Pomp- ei grófst undir 3 metra af gjósku og dóu íbúar þess margir samstundis, standandi eða sitjandi við daglega iðju sína. Fjallið er enn í dag talið hættulegasta eldfjall veraldar þar sem 3 milljónir manna búa í nálægð við fjallið og það hefur oft gosið öflugum sprengigosum. Stórt gos varð árið 1906 en síðast gaus Vesúvíus árið 1944. Eftir það hefur fjallið haft hægt um sig. Gegnum ald- irnar hefur fjallið venjulega haft hægt um sig frá 18 mánuðum og upp í 7 og hálft ár í einu en lengsta hléið varði í 500 ár. ÞETTA GERÐIST: 24. ÁGÚST 79 Sprengigos í eldfjallinu Vesúvíusi MERKISATBURÐIR 1787 Wolfgang A. Mozart lýkur við fiðlusónötu í A-moll, k. 526. 1841 Bjarni Thorarensen amt- maður lést, 54 ára. 1906 Símskeytasamband við útlönd opnað. 1944 Sveinn Björnsson for- seti ræðir við Franklin D. Roosevelt forset Banda- ríkjanna í opinberri heim- sókn þar í landi. 1968 Norræna húsið í Reykjavík er vígt. Finnski arkitektinn Alvar Aalto teiknaði húsið. 1981 Mark David Chapman dæmdur fyrir morðið á John Lennon. Hann fær 20 ár. 1995 Stýrikerfið Windows 95 gefið út. BRESKI LEIKARINN STEPHEN FRY ER 59 ÁRA „Það er ekki ávísun á ham- ingju að vera gáfaður.“ Stephen Fry er þekktur gaman- leikari og fór með hlutverk ráðagóða brytans Jeeves sem margir þekkja. Hann hefur barist við geðhvarfasýki árum saman. AFMÆLI ÓLAFUR HAUKUR SÍMONARSON RITHÖFUND- UR er 61 árs. ELVA ÓSK ÓLAFSDÓTTIR LEIKKONA er 44 ára. SVANDÍS SVAVARS- DÓTTIR BORG- ARFULLTRÚI er 44 ára. HALLDÓR BLÖNDAL er sjötugur í dag. Fyrsta hefti nýs veftímarits er komið út en það leit dagsins ljós á mánudag- inn var. Tímaritið ber heitið Naust- tímarit.is ritstjóri þess og stofnandi er Haraldur Ingi Haraldsson. Til að byrja með er áætlað að gefa út fimm hefti og er fyrsta heftið frítt á vefnum. Auk útgáfunnar er Haraldur forstöðu- maður iðnaðarsafnsins á Akureyri og var fyrsti forstöðumaður myndlista- safnsins þar í bæ en hann er menntað- ur í myndlist og sagnfræði. Haraldur hefur einnig verið viðloðandi útgáfu síðan á menntaskólaárunum við út- gáfu skólablaðsins Muninn. „Fyrstu skrefin voru stigin þar og svo tók ég þátt í Rauða húsinu, þar vorum við með umfangsmikla bóka- útgáfu í gömlum spritt-fjölritara svo ég hef kynnst því að koma hlut- um út þó að efnin hafi verið lítil. Svo hef ég gefið út efni sjálfur svo þetta er hálfgerð þráhyggja í mér,“ útskýr- ir Haraldur Ingi. Nausttímarit.is mun fjalla um samfélagsmál á gagnrýn- inn hátt. Haraldur Ingi sér fyrir sér að birta aðsendar greinar en einnig munu lausapennar skrifa reglulega í blaðið. Meðal þeirra eru Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður kennara- félags Íslands, og Andrés Magnússon sem Haraldur segir einn beittasta sam- félags rýni hér á landi. „Andrés skrifar til dæmis harða gagnrýni á íslensku bankana og efna- hagslífið í fyrsta heftinu. Einnig flett- ir Guðmundur Ólafsson lektor ofan af græðgi ríkisins í sambandi við lífeyris- sjóðina og sjálfur bendi ég á í grein- inni „Í kýrhausnum“ að ríkisvaldið hefur með sérréttindum til fjármála- manna opnað leið í kerfinu til að sleppa við að borga tekjuskatt,“ segir Harald- ur Ingi. Haraldur segir tilgang veftíma- ritsins vera að koma með nýjan og ferskan vinkil á þau þjóðfélagsmál sem eru í umræðunni hverju sinni. Höfuðstöðvar tímaritsins eru norður á Hauganesi og staðsetningin bjóði upp á nýtt sjónarhorn á umræðuna. „Ég ritskoða ekki skoðanir fólks sem skrifar í blaðið en ég er með skýra stefnu í sambandi við nálgun viðfangs- efna en ég tel að styrkur blaðsins hljóti að liggja í því að finna ný sjónarhorn á hlutina. Flestir landsfjölmiðlar eru í Reykjavík og mörg og góð rök fyrir því, en það vantar fjölbreytni. Lifandi samfélag er samfélag margra radda og samræðna.“ Sérstakar síður verða tileinkaðar yngri kynslóðinni og sér tólf ára sonur Haraldar Inga, Haraldur Örn, um að ritstýra þeim. Annars vinnur Harald- ur Ingi stóran hluta sjálfur við upp- setningu blaðsins og skrif svo kostn- aður við blaðið er í lágmarki „Ég get með stolti sagt að að baki Nausttímarit.is standa engir auðmenn, bankar eða stjórnmálaflokkar, bara einn láglaunamaður úti á landsbyggð- inni,“ segir hann hlæjandi og bætir því við að þó að tímaritið gagnrýni óhikað verði líka að hafa húmorinn með. Fyrsta heftið er frítt á vefnum en annars verður áskrift að fimm heft- um 1.250 krónur. Slóðin á tímaritið er www.nausttimarit.is. heida@frettabladid.is NAUSTTÍMARIT.IS: KEMUR ÚT Í FYRSTA SINN Lifandi samfélag er samfélag margra radda NÝTT SJÓNARHORN Á ÞJÓÐFÉLAGSMÁL Feðgarnir Haraldur Ingi Haraldsson og Haraldur Örn Haraldsson ritstýra nýju veftímariti þar sem fjallað verður um samfélagsmál á gagnrýninn og hressilegan hátt. MYND/HARALDUR INGI HARALDSSON Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, Einars Jónssonar stýrimanns, Laugarnesvegi 89 er andaðist sunnudaginn 20. júlí. Sérstakar þakkir færum við líknar- og vinafélaginu Bergmáli, krabba- meinsfélaginu Styrk og sr. Maríu Ágústsdóttur fyrir umhyggju og styrk. Vera Einarsdóttir Þorgerður J. Einarsdóttir Snorri H. Harðarson Ólafur Einarsson Sólveig Björnsdóttir Hrönn Einarsdóttir Óskar Bjartmarz Jón Einarsson Guðný Jóhannsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Páll Beck verður jarðsunginn frá Háteigskirkju mánudaginn 25. ágúst klukkan 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á Hjartavernd. Guðný Sigurðardóttir Brynja Beck Sölvi Stefán Arnarson Axel Þór Beck Sigurður Pálsson Hrefna Egilsdóttir Kristín Þóra Pálsdóttir Beck Rögnvaldur Stefán Cook Ríkarður Pálsson Elísabet Rafnsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Blásið verður til tónleika með Björk, Wonderbrass og Jónas Sen í Langholtskirkju þriðju- daginn 26. ágúst. Tónleikarn- ir hefjast klukkan 18. Tónleikarnir verða óraf- magnaðir en flutt verða lög af tónleikadagskrá Bjarkar úr nýlokinni tónleikaferð henn- ar um heiminn sem staðið hefur yfir í sautján mánuði. Þarna kemur fram íslenski hluti hljómsveitarinnar sem spilað hefur með Björk á tón- leikaferðinni. Tónleikarnir verða teknir upp til útgáfu. Áhugasamir verða að hafa hraðar hendur en einungis 300 miðar eru í boði. Miðasalan hefst á morg- un klukkan 10 á www.midi.is. Húsið opnar klukkan 17.30. - rat Björk í Lang- holtskirkju Englakórinn sem stofnaður var af Natalíu Chow verð- ur fimm ára í haust. Kór- inn var starfræktur fyrir börn á aldrinum 3ja til 8 ára en í haust mun aldursbilið spanna frá 3ja ára börnum og upp í 10 ára. Í kórnum læra börnin að syngja barnalög á mörgum tungumálum og hefur Nat- alía meðal annars kennt þeim barnalög á kínversku. Tvisvar á ári heldur kórinn tónleika, jólatónleika og vortónleika. Í vetur mun kórinn æfa söngleikinn Hósíanna eftir Julian Hew- lett en skráning er hafin fyrir veturinn og geta for- eldrar skráð börn sín laugar- daginn 30. ágúst næstkom- andi. Upplýsingar um kór- starfið má finna á englakor. googlepages.com en fyrir- spurnir má senda á natalia- chow89@gmail.com. Englakórinn er fimm ára ENGLAKÓRINN SYNGUR UNDIR STJÓRN NATALÍU CHOW.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.