Fréttablaðið - 24.08.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 24.08.2008, Blaðsíða 12
12 24. ágúst 2008 SUNNUDAGUR Fyrst er ég alltaf spurð af hverju ég tali eins og Björk. Þá spurði ég af hverju allir i Þýskalandi tali eins og Derrick.. E milíana Torrini er eitt sólskins- bros og færir mér rifsber úr garð- inum sínum þegar hún mætir í viðtal. Hún er hrifin af Norður- mýrinni og segist heillast af þess- um fallega skemmtigarði sem eitt sinn var kallaður Klambratún sem er nánast tómur allt árið um kring. „Ég er samt orðin algjör Brighton- búi núna,“ útskýrir hún en undan- farin fimm ár hefur hún átt heim- ili í þessum líflega breska strandbæ sunnan Lundúna. „Þetta snýst allt um þennan radíus sem maður þarf að skapa í kringum sig. Í Brighton er stærri radíus heldur en í Reykjavík en minni heldur en í London. Þar er allt svo risastórt og svakalega dreift. Ég nennti bara ekki að eyða þremur klukkustundum í lest til að fara á milli staða þegar ég gat setið á kaffihúsi og borðað góða köku í staðinn.“ Emilíana segir Brighton hafa upp á heilmikið listalíf að bjóða. „Þar er allt að gerast. Allar hljóm- sveitir stoppa þar til að spila, og alls kyns hátíðir í gangi allt árið um kring. Brighton er dálítill djammbær, en samt ekki meira en Ísland. Borgin skiptist svona í tvennt hvað djammið varðar, ann- ars vegar er það kjötmarkaðurinn þar sem fólk er að pikka hvort annað upp klukkan þrjú, og hins vegar er það listaliðið. Svona alvöru liðið,“ segir hún og hlær. Aðspurð hvort það sé nauðsynlegt að búa erlendis ef maður ætlar að ná langt sem tón- listarmaður segir hún það sennilega nytsam- legt í byrjun. „En þetta fer alveg eftir því hvernig manneskja þú ert og hvernig þú vilt höndla þennan tónlistarheim. Ég er persónu- lega lítið inni í þessum heimi, fer aldrei í partíin og er frekar einangruð í mínum hóp. Ég er stundum skömmuð af vinum mínum fyrir að vera ekki nógu dugleg í þessari „PR“-mennsku þar sem allt gengur út á að mæta í réttu teitin og kynnast rétta fólkinu. En ég á svo rosalega gott fólk í kring- um mig og hef kynnst mikilli góð- vild.“ Emilíana segist hins vegar eyða allt of stuttum tíma hérlend- is. „Þetta eru svona tvær vikur þrisvar á ári í mesta lagi. Næst á dagskrá hjá mér er að reyna að eyða hálfu árinu heima á Íslandi.“ Bullaði inn á plötu með Thievery Corporation Emilíana náði miklum vinsældum á Íslandi með fyrstu plötum sínum eins og Merman og Crouçie D‘où Là og ég velti fyrir mér hvernig hún endaði sem svona „indí“ tón- listardrottning erlendis, með samning við plötufyrirtækið Rough Trade. „ Ég gerði í rauninni ekki neitt. Þetta var bara röð til- viljana, og stundum gerast hlut- irnir svoleiðis. En sennilega vakti rödd mín athygli fólks. Svona eins og Derrick Birket hjá One Little Indian sem varð hrifinn af rödd- inni minni þegar hann heyrði hana og vildi endilega að ég færi að skrifa lög. Það var hins vegar eitthvað sem mér þótti snúið í byrjun. Ég hef alltaf verið að skrifa ljóð og var stútfull af tónlist, en ég hafði alltaf fóku- serað svo mikið á röddina. Ég uppgötvaði hana fyrir alvöru þegar ég gerði Crouçie D‘où Lu og var í sífellu að gera tilraunir með hana, var með það á heilanum. Ég á senni- lega billjón klukkutíma að baki í raddþjálfun frá því að ég var sjö ára,“ segir hún og hlær. „Ég kynntist lagaskrifum í byrjun á allt annan hátt en ég skrifa í dag. Þetta er allt svona í litlum kössum eins og maður sé að vinna í verksmiðju. Það var alls ekki fyrir mig og ég skrifaði ekki eitt lag á því tímabili. Ég náði engri tengingu við þau vinnubrögð. En með fullri virðingu fyrir fólki sem getur skrifað lög á fimm mínútum þá bara er ég alls ekki í þannig tjáningu.“ Emilíana segist hafa tekið sín fyrstu raunverulegu skref í laga- og textasmíð þegar hún „bullaði óvænt“ inn á plötu með „lounge“-risunum Thievery Corporation. „Við vorum öll í partíi í klúbb- num þeirra í Georgetown og þá var ég að bulla einhverja tónlist með þeim. Þeir fengu mig svo til að fljúga aftur út og taka þetta upp, og þá gerði ég það sama, spann eitthvað upp úr mér. Það form hentar mér langbest við lagasmíðar.“ Emilíana semur lögin sín ásamt Dan Carey en hann og kona hans eru bestu vinir hennar og hún er guðmóðir barna hans. „Síðast þegar við tókum upp þá Núna er allt í lagi Nýjasta plata söngkonunnar Emilíönu Torrini, Me and Arm- ini, er komin út. Af því tilefni ræddi Anna Margrét Björnsson við hana á regnvotum haustdegi um lífið í Brighton, óbeit á álverum og lamandi tíu rétta ítölsk matarboð. EMILIANA TORRINI Segist stundum skömmuð af vinum sínum fyrir að vera ekki nógu dugleg í „PR“- mennskunni, þar sem allt gengur út á að mæta í réttu teitin. MYND/JON BERGMAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.