Fréttablaðið - 24.08.2008, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 24.08.2008, Blaðsíða 11
SUNNUDAGUR 24. ágúst 2008 BRÉF TIL BLAÐSINS Blessun bandarísku bílanna Á umliðnum árum hafa margir bölvað hinum stóru bandarísku pallbílum á landinu, þó eru enn fleiri sem hafa keypt sér slíka bíla. Þessi hluti bíla- flotans er ekki eins slæmur og margir halda, í raun felst hér stórkostlegt tækifæri. Við Íslendingar höfum, frá fyrstu hendi, reynslu af vetnisknúnum almenningsvögnum. Það sem sumum þótti mæla á móti þeim farartækjum var umfang vetnistanksins í vagninum. Hins vegar var því haldið fram að lítið mál væri að breyta dísel eða bensín- mótor í vetnismótor. Hér er tækifærið. Nýlegir bandarískir pallbílar eru oftar en ekki mikil burðar- dýr, og eins og nafnið gefur til kynna, bjóða upp á prýðilegan pall til að flytja hvað sem er. Þegar fjölskyldubíll er með eitt til tvö þúsund kílóa burðargetu mætti ætla að engum yrði meint af því að nota stóran hluta pallsins undir eldsneyti bílsins. Hver og einn bíll sem notar vetni á Íslandi dregur úr viðskiptahalla þjóðar- búsins. Vetnið yrði jú framleitt á Íslandi. Útblástur gróðurhúsalofttegunda myndi einnig dragast saman og ef uppátækið myndi fréttast út fyrir landsteinana fengi það eflaust jákvæða umfjöllun. Ef til vill á einhver erfitt með að hugsa sér gljábónaðan bílinn sinn sem vetnisbíl, með gráa gufu út úr púströr- inu. Það mætti eflaust leysa með því að setja ljósdíóðu við opið og gera þannig gufuna bláa, græna, rauða eða samlita bílnum. Þormóður G. Símonarson. Áhugamaður um umhverfismál. Óperuhús á Kársnesi? Nei, það gengur aldrei, sagði bæjarstjóri Kópavogs á aukabæjarstjórnarfundi í júlí. Á fundinum var meirihlutinn að liðka sig í valdníðslunni sem hann stundar gegn íbúum vesturbæjar Kópavogs. Þar var enn einu sinni keyrt í gegn skipulag í andstöðu við íbúana. Hugmyndir íbúa um skipulag svæðisins hafa m.a. verið þær að frekar vildu þeir sjá óperuhús á svæðinu en frekari þétt- ingu byggðar með blokkum og tilheyr- andi aukinni umferð. Og hver skyldu nú rök bæjarstjórans hafa verið fyrir því að ekki væri hægt að staðsetja óperuhús á Kársnesinu? Jú, það var vegna þess að umferðarþunginn yrði svo mikill. Bæjarstjórinn spurði hvort fólk gerði sér ekki grein fyrir hversu mikil umferð fylgdi svoleiðis húsi? Þetta var ákaflega merkileg yfirlýsing. Fylgir því eitthvað minni umferð að reisa húsið þar sem áætlað er, í Hamraborginni? Auðvitað ekki! Hvers eiga íbúarnir þar að gjalda? Umferðin um Hamraborgina er þegar töluverð. Ekki verður séð að neitt svigrúm sé til þess að breikka götur í kring. Hvað er þá til ráða? Jú, lausnin hjá Sjálfstæðisflokknum er að byggja bílastæðahús, eins og það minnki umferð. Ég læðist ekkert meðfram veggjum með þá skoðun mína að ég er andvígur hugmyndum um óperuhús á græna svæðinu milli Salarins og Gerða- safns. Ég hef líka þá skoðun að nóg sé komið af þéttingu gamalgróinna svæða í Kópavogi, s.s. á Kársnesinu. Helgi Helgason. Formaður Frjálslynda flokksins í Kópavogi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.