Fréttablaðið - 24.08.2008, Page 8

Fréttablaðið - 24.08.2008, Page 8
8 24. ágúst 2008 SUNNUDAGUR FYRIR EFTIR OPNI HÁSKÓLINN í háskólanum í reykjavík HAGNÝTT NÁM FYRIR STJÓRNENDUR: OPNI HÁSKÓLINN – StjórnMennt Gull í mund – þekkingaráskrift Einstakt tækifæri fyrir fyrirtæki og stofnanir til að senda valinn hóp stjórnenda á erindi átta leiðbeinenda í heimsklassa og skerpa þannig á áherslum í stjórnun og rekstri (8 skipti). opnihaskolinn.is Auðlind einstaklinga – Auðlind atvinnulífsins H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 8 -1 2 4 6 7 venjur til árangurs Vinnustofa sem byggir á verkum Stephen R. Covey, The 7 habits of highly effective people/The 8th habit – From Effectiveness to Greatness. Við leggjum rækt við grunngildi, viðhorf og verklag þitt þannig að þú uppskerir aukinn árangur í starfi, rekstri og lífi! Næsta opna vinnustofa er 29.-31. október (20 klst). Leiðtoginn og samskiptahæfni 9. september (33 klst.) Fjármál stjórnandans 9. september (42 klst.) Grunnþættir í mannauðsstjórnun 10. september (36 klst.) Stjórnun og forysta í ferðaþjónustu 23. september (56 klst.) Stjórnun og forysta í skólaumhverfi 18. september (30 eininga ECTS-nám) Stjórnendur framtíðar 9. október (81 klst.) Persónuleg forysta – 7 venjur til árangurs 29. til 31. október (20 klst.) Coaching Clinic – Að laða fram það besta í öðrum 16. og 17. október (2 dagar) Í samstarfi við Kynntu þér þessi námskeið nánar á heimasíðu Opna háskólans. DÓMSMÁL Tuttugu og þriggja ára karlmanni hefur verið birt ákæra fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás sem hann framdi á Hverfisgötu í júlí fyrir rúmu ári. Árásin átti sér stað á horninu við Klapparstíg. Þar sló maðurinn jafnaldra sinn krepptum hnefa í andlitið. Þá sló hann manninn einnig tvisvar sinnum í höfuðið með gler flösku þannig að flaskan brotnaði. Við aðfarirnar hlaut þolandinn glóðarauga vinstra megin, eymsli yfir kinnbeini og sár aftarlega á höfði vinstra megin. Hann krefst ríflega hálfrar milljónar í skaðabætur. - sh Ákærður fyrir líkamsárás: Lét flöskuhögg dynja á manni SKÓGRÆKT Landsmenn eru hvattir til þess að safna birkifræi og koma því til Hekluskóga. „Nú eru tilbúin landssvæði sem má sá í beint sem er mun ódýrara en að planta hríslum,“ segir Hreinn Óskarsson, verk- efnisstjóri Hekluskóga og bætir við að óvenju mikið sé af fræi á birkitrjám í ár. „Sumarið í fyrra var mjög þurrt sem þýðir að birkið mynd- ar mikið af fræjum,“ segir Hreinn. „Þetta er eitt mesta fræár sem menn muna eftir.“ Hreinn vill því nota tækifærið í ár og fá almenning til að styðja við verkefnið. „Það er hægt að týna fræin og senda þau beint til Hekluskóga en við verðum líka með móttöku við gömlu rafstöð Orkuveitunnar í Elliðaárdal.“ Í Reykjavík má víða finna birki og því ekki nauðsynlegt að fara lengra en út í garð. „Við mælumst til þess að fólk þurrki fræin, hafi þau blotnað, til þess að tryggja að þau komist heil til okkar,“ segir Hreinn. „Þótt pokinn sé lítill þá getur hann skipt heilmiklu því að í einu grammi af birkifræjum geta verið allt að þúsund spírandi fræ.“ Sáð verður frá Hrauneyj- um að Gunnarsholti á Rangár- völlum. - hþj Landsmenn hvattir til að týna birkifræ fyrir Hekluskóga: Óvenjumikið af birkifræi í ár BIRKIFRÆIN MÁ FINNA VÍÐA Það er ódýrara að sá fræjunum en að gróður- setja eitt tré í einu. Birkitrén koma í veg fyrir sandfok. FJÖLMIÐLAR Ný sendir Bylgjunnar var nýlega settur upp á Náma- fjalli við Mývatn. Á sendirinn að gera hlustendum kleift að hlusta á svæðinu í kringum Mývatn og á þjóðvegi eitt til austurs yfir Mývatnsöræfin. Nýi sendirinn hefur tíðnina 97,9 Mhz. Ætlunin er að setja upp fleiri senda til að tryggja hlustendum góð skilyrði hringinn í kringum landið. - kg Bylgjan næst víðar: Nýr sendir við Námafjall SKAGAFJÖRÐUR Sveitarstjórnar- fulltrúar Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins í Skagafirði telja ekki annað koma til greina en að leggja nýja háspennulínu yfir héraðið í jörð. Þeir setja einnig spurningarmerki við umfang framkvæmdanna. Samkvæmt tilkynningu telja fulltrúar flokkanna að það að leggja slíkar línur í gegnum blómleg byggðarlög sé tákn um úrelt viðhorf. Eina ásættanlega leiðin sé að leggja línuna í jörðu. Hægt sé að ná tilsettum mark- miðum um orkuflutninga og kostnað, ásamt því að lágmarka neikvæð áhrif á náttúru og samfélag, með því að miða við lægri spennu og leggja nýja byggðalínu í jörð. - kg VG og Sjálfstæðisflokkur: Leggja skuli nýja línu í jörð SIGLINGAR Siglingastofnun hefur verið falið að vinna að hönnun og uppbyggingu stórskipahafnar á vesturströnd Ástralíu. Í ráðgjafateyminu verða auk íslensku sérfræðinganna ráðgjafar frá JFA Consult- ants í Ástralíu og HR Wallingford í Bretlandi, en framkvæmdaraðilinn er fyrirtækið Oakajee Port and Rail sem er í eigu japanska fyrirtækisins Mitsubishi og hins ástralska Murchison Metals. Áætlað heildarverðmæti framkvæmdarinnar er um 120 milljarðar íslenskra króna. Undanfarin ár hefur hönnun íslenskra brimvarnar- garða vakið athygli erlendis vegna hagkvæmni og nothæfni við óblíðar aðstæður. Sérfræðingar Siglingastofnunar á hafnasviði hafa áratuga reynslu og hafa verið eftirsóttir til fyrirlestra og samstarfs um hafnargerð í öðrum löndum. Fullbúnir verða kantar í nýju höfninni fyrir þrjú svokölluð „cape“-skip sem eru um 300 metra löng og þurfa 20 metra dýpi við kant og sex „panamax“-skip sem sem eru um 225 metra löng og þurfa 14,5 metra dýpi við kant. Gert er ráð fyrir að höfnin verði tekin í notkun árið 2012. - shá Siglingastofnun tekur þátt í framkvæmd að virði rúmlega 120 milljarða króna: Hanna risahöfn í Ástralíu Skóladráp í Tennessee Nemandi við gagnfræðaskóla í Knox- ville í Tennessee skaut á fimmtudag 16 ára gamlan skólabróður sinn til bana í mötuneyti skólans. Sá sem skaut var handtekinn skömmu síðar. Engan annan sakaði. BANDARÍKIN 1 Hvaða lið unnu Íslendingar í undanúrslitum ÓL í handbolta? 2 Hversu margir Íslendingar hafa unnið til verðlauna á ÓL fyrir utan handboltalandsliðið? 3 Hvað hét færeyska söngkon- an sem söng á menningarnótt? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 34 RISAOLÍUSKIP Þetta skip gefur hugmynd um stærð þeirra skipa sem nýja höfnin á að taka á móti. MYND/LHG VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.