Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.08.2008, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 24.08.2008, Qupperneq 10
10 24. ágúst 2008 SUNNUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson og Óli Kr. Ármannsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Ó lafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Hu Jintao Kínaforseti „hittust á hliðarlínunni“ á Ólympíuleikun- um í Peking á föstudagsmorgun, eins og kínverska rík- isfréttastofan Xinhua orðar það í frétt af fundi þeirra. Haft var eftir Hu að viðræður landanna um tvíhliða fríverzlunarsamning gangi vel. Vonir standi til að hægt verði að leiða þær til lykta fyrr en áætlað hafði verið. Ólafur Ragnar tekur undir þetta í frétt Xinhua og segir Ísland vilja hraða gerð fríverzl- unarsamningsins. Í tilkynningu um fund forsetanna frá skrifstofu forseta Íslands segir, að Ólafur Ragnar hafi sagt samskipti Íslands og Kína vera „sýnidæmi um samskipti smáríkis og stórþjóðar“. Leiðtogar fjölmennasta ríkis heims hafa á liðnum árum sýnt óvenjulegan áhuga á samskiptum við eitt af fámennustu ríkjum heims hér á þessu eylandi norður við heimskautsbaug. Ein kenn- ingin sem sett hefur verið fram til skýringar á þessum áhuga er að kínversku kommúnistaleiðtogarnir sjái í „norræna módelinu“ nokkurs konar fyrirmynd að því sem þeir hafi metnað til að inn- leiða í Kína; leið til að samræma „sósíalisma“ og „kapítalisma“. Það snerti líka stolt þeirra minna að reyna að læra af Norður- löndunum en af hinum stærri fyrrverandi nýlenduherraþjóðum Evrópu, hvað þá Bandaríkjunum. Það hefur einnig orðið tilefni ýmissa vangaveltna að kínverska kommúnistastjórnin skyldi hafa ákveðið að semja um fríverzlun við Íslendinga, fyrsta vestrænna þjóða. Hafa ber þó í huga að slíkur fríverzlunarsamningur nær aðeins til hluta þeirra mörgu þátta sem varða viðskipti landa í millum á dögum hnattvæðingar. Slíkur hefðbundinn fríverzlunarsamningur nær fyrst og fremst til niðurfellingar tolla af vöruviðskiptum. Það er gott og blessað. Það eru hins vegar aðrir og flóknari þættir sem til lengri tíma litið kunna að skipta meira máli, þættir á borð við vernd hugverkarétt- ar og fleiri slík lögfræðileg atriði sem er mjög snúið að semja um við ríki þar sem löggjöf á þessum sviðum er enn vanþróuð. Hinn væntanlegi fríverzlunarsamningur mun ekki ná til slíkra þátta. Fyrirsjáanlegt er að um þá verður ekki samið fyrr en eftir að Evrópusambandið hefur haft forgöngu um slíka samninga. Reyndar hefur það verið reglan hjá EFTA, Fríverzlunarsamtök- um Evrópu, að „elta“ fríverzlunarsamninga ESB við þriðju ríki. Samningar Íslands við Kína eru athyglisverð undantekning frá þessu. Heyrzt hefur að raunveruleg ástæða þess að Kínverjar hafi viljað fara út í að gera slíka samninga við Íslendinga sé sú að þeir álíti í samningunum felast viðurkenningu vestræns lýðræðis- og markaðsbúskaparríkis á því að Kína sé orðið markaðsbúskapar- ríki. Þar kemur að pólitískt viðkvæmri hlið þessara samninga: Kæra Íslendingar sig um að vera sú þjóð sem hefur forgöngu um það á alþjóðavettvangi að viðurkenna kínverska alþýðulýðveldið sem fullmótað markaðsbúskaparríki? Gerði ríkisstjórn Íslands sér grein fyrir þessari „hliðarverkun“ fríverzlunarsamninganna við Kína þegar ákveðið var að fara út í þá? Er það þetta sem for- seti Íslands telur vera „sýnidæmi um samskipti smáríkis og stór- þjóðar“? Viðræður Íslands og Kína um fríverzlun: Pólitískar hliðarverkanir AUÐUNN ARNÓRSSON SKRIFAR Eftir Sigrúnu Björk Jakobsdóttur Ég efast stórlega um að hagsmunum okkar Íslendinga verði best borgið með inngöngu í Evrópusambandið og verð að viðurkenna að ég hef takmarkað- an áhuga á að ganga inní sam- bands ríkið Evrópu því mér hugnast ekki sú miðstýring og valdaafsal sem aðild felur í sér. Landhelgi og auðæfi Málflutningur þeirra sem fylgjandi eru inngöngu og veru Íslands í Evrópusambandinu (ESB) gengur út á það að öll vandamál þjóðarinnar muni leysast við þá ákvörðun og að okkur muni verða borgið til allrar framtíðar. En umræðan er lituð af efnahagsástandi dagsins um þessar mundir. Þegar þessi mál eru skoðuð ofan í kjölinn þá eru það fjölmörg önnur atriði sem þarf að taka tillit til og grund- vallar spurningar sem þarf að svara aðrar en þær sem snúa að peningamálastefnu þjóðarinnar. Það er ljóst að við inngöngu í ESB myndum við ekki halda yfirráðum okkar yfir 200 mílna landhelginni. Erfitt gæti orðið að halda í okkar fríverslunarsamn- inga við önnur ríki nema undir hatti ESB. Og ennfremur er ljóst að áhrif Íslands með fimm þingmenn yrðu harla lítil með þeim 785 fulltrúum sem sitja á Evrópuþinginu og fer með löggjafar- og framkvæmdavald í öllum ríkjum. Við Íslendingar búum yfir miklum náttúruauðæf- um í formi orku, vatns, fiskjar og landbúnaðarafurða sem brýnt er að við stöndum saman um og ráðum yfir sjálf. Noregur og Sviss Ég tel mjög mikilvægt að fylgjast með þróun mála í þeim löndum sem hafa kosið að standa utan við sambandið – þá sérstaklega Noregi en þar er núverandi ríkisstjórn ekki með þetta á stefnuskrá sinni og þar skiptist þjóðin í tvennt í afstöðu sinni til ESB – rétt eins og hér á landi. Menn greinir á um hvort við þurfum að hafa áhyggjur af stefnu Norðmanna í þessum málum, hvort það hafi áhrif á Ísland og EES-samninginn og líftíma hans. Ég held að við eigum að fylgjast vel með hvað Norð- menn ætlast fyrir en ég tel að það þurfi ekki að hafa raunveruleg áhrif hér á landi og á gott samstarf okkar við ESB hingað til. Svisslendingar hafa náð tvíhliða samningum við ESB að undangengu miklu og löngu samningaferli, þar hafa þeir kosið að halda sérstöðu sinni þrátt fyrir að vera umluktir ESB og talið hagsmunum sínum betur borgið utan sambandsins en innan. Það er athyglisvert að mínu mati. Þriggja fasa samband? Hins vegar er dýrt að halda úti sjálfstæðum gjaldmiðli og við sjáum að þessi gamla og góða króna er langt í frá bundin við íslenskan markað eingöngu. Við höfum ekki vald yfir henni lengur og erum illa varin gangvart ásókn erlendra fjárfesta í hátt vaxtastig. En upptaka evru er ekki e-ð sem gerist á morgun. Ég er hinsvegar nokkuð spennt fyrir hugmynd Björns Bjarnasonar um upptöku evrunnar og ég tel að það ætti að meta kosti og galla þeirrar hugmyndar. Við það myndi peningamálastefnan verða endurskoðuð og við myndum þá tengjast ESB á þrennan hátt í gegnum Schengen, EES- samninginn og með evrusam- starfi. Helstu gallar á upptöku evrunnar eru að ekki verður þá lengur hægt að beita peningamála- stjórntækjum í hagstjórn- inni – ekki væri hægt að bregðast við þenslu með því að hækka vexti. Hagstjórnarvandinn hefur verið annar hér heldur en í Evrópu undanfarin ár, hér höfum við búið við stöðugan uppgang og þenslu meðan í Evrópu hefur vandinn verið aukið atvinnuleysi og lítill hagvöxtur. Í þeim þreng- ingum sem nú steðja að á Vestur- löndum sjáum við að Seðlabanki Evrópu mun ekki bregðast við svæðisbundnum erfiðleikum þannig að það verður enn erfiðara fyrir einstaka lönd að bregðast við heima fyrir. Umræðan hefur að undanförnu snúist um allt það sem muni breytast við aðild Íslands að ESB en höfum við velt því nægilega fyrir okkur – þeirri grundvallar- spurningu – um hvað ESB vill fá fyrir aðild okkar að sambandinu? Ég tel víst að Ísland muni ekki njóta einhverrar sérmeðferðar líkt og önnur eylönd sem liggja fjærst meginlandinu eins og t.d. Azoreyj- ar, Kanaríeyjar og fleiri. Landið er eitt af þeim ríkustu í heimi og vel í stakk búið til að leggja sitt af mörkum í erlendri samvinnu. Hvað kostar aðildin? Hvað leggjum við fram og hvað fáum við í staðinn og erum við, þegar öllu er á botninn hvolft, tilbúin til þess að láta það sem krafist er af hendi? Höfundur er bæjarstjóri á Akureyri. Hvað erum við tilbúin til að láta af hendi? Auglýsingasími – Mest lesið Lokalausn Björns Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur fengið nokkurt lof fyrir að breyta ákvörðun Útlendingastofnunar um brottvísun Pauls Ramses. Á bloggi sínu tekur Björn saman skrif Jónasar Krist jánssonar ritstjóra eftir að Ramses var vísað úr landi. Jónas kallaði Hauk Guðmundsson, forstjóra Útlendinga- stofnunar, „settan fangabúðastjóra“, sem eigi „að leika hlutverk Adolfs Eich- mann“. Björn hafi „vafalaust skipað Hauki að ganga fram af mannvonzku í þessu máli sem öðrum“. Björn átelur Jónas fyrir að vísa til nasista í skrifum sínum. „Grípi menn til vopna úr búri nasista verða þeir marklausir í siðlegum, opinberum umræðum,“ skrifar Björn. Jónas hlýtur þó að vera sáttur við lokalausn ráðherr- ans í máli Ramses. Heimssýn bossadólgsins Jónas hefur fyrir löngu skapað sér orð- spor sem einn beittasti penni landsins. Á vefsíðu sinni, jonas.is, beinir hann spjótum sínum að félaginu Heims- sýn, sem berst gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu. Heimssýn bauð á dögunum breska Evrópuþingmannin- um Nigel Farage til landsins til að ræða um galla Evrópusambandsins. Jónas skrifar um málið undir fyrirsögninni „Svipuórar bossa- dólgsins“. Hann segir að Farage sé „bara frægur fyrir að láta hórur lemja sig með svipu“. Hann fái þær til að „taka sig á hné sér og lemja sig á bossann“. Loks híar Jónas á Heims- sýnarmenn fyrir að bera virðingu fyrir bossadólginum. Hvaða lausn? Enn er deilt um eftirlaunalögin og virð- ast forystumenn stjórnmálaflokkanna ómögulega geta komið sér saman um niðurstöðu í málinu. „Ég held að allir hafi áhuga á að finna lausn,“ segir Geir Haarde forsætisráð- herra. En væri ekki réttast að flokksformennirnir upplýstu þjóðina um stefnu hvers og eins þeirra í málinu? Hver þeirra tefur að eftirlaun ráðamanna verði lækkuð? steindor@frettabla-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.