Fréttablaðið - 24.08.2008, Page 61

Fréttablaðið - 24.08.2008, Page 61
mál og græni hlutinn sér) 3 msk. sojasósa 2 msk. ostrusósa 1 msk. sæt chilisósa örlítið vatn saxað kóríanderlauf Skerðu hvítkálið í mjóa strimla og kínakálið í aðeins breiðari strimla. Skerðu gúrkuna í 5 cm búta og hvern bút síðan í mjóa stauta. Fræhreinsaðu paprikuna og skerðu hana í ræmur. Hitaðu olíuna vel á wok eða stórri pönnu og snögg- steiktu engifer, hvítlauk og hvíta hlutann af vorlauknum við háan hita í um 1 mínútu. Lækkaðu hitann ögn og bættu káli, gúrku og papriku á pönnuna, ekki þó öllu í einu, og hrærðu stöðugt á meðan. Steiktu grænmetið þar til kálið er farið að mýkjast ögn. Bættu þá sojasósu, ostrusósu og chilisósu saman við ásamt örlitlu vatni og grænu vorlauksbitunum, hrærðu vel og láttu malla þar til grænmetið er rétt orðið meyrt. Bragðbættu eftir smekk, til dæmis með meiri chilisósu. Stráðu kóríanderlaufi yfir og berðu fram. Kínakál hentar vel til snöggsteikingar og í súpur, svo og í austurlenska rétti.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.