Fréttablaðið - 24.08.2008, Page 69
SUNNUDAGUR 24. ágúst 2008 25
Umræðufundur um ástandið í Pal-
estínu verður í haldinn húsnæði
Ungra jafnaðarmanna, Hallveig-
arstíg, í dag. Þar munu Anna Pála
Sverrisdóttir og Eva Bjarnadóttir
segja ferðasögu sína, en þær ferð-
uðust til Ísraels og Palestínu um
liðna verslunarmannahelgi til að
skoða stjórnmálaumhverfið þar.
„Við ætlum bara að reyna að
leyfa fólki að upplifa þetta eins og
við gerðum á eins og lifandi hátt
og mögulegt er,“ segir Anna Pála.
„Fyrir mér var Palestínudeilan oft
svo fjarlæg einhvern veginn og
maður heyrði bara af henni í
fréttunum. En við ætlum að segja
sögur af fólki sem við hittum og
sýna myndir af því, af „check-
points“ og handtökum og fleiru,
en líka af djamminu og stuðinu og
öllu þessu skemmtilega. Reyna að
gera þetta aðeins mannlegra og
útskýra hvernig fólkið sem býr
þarna upplifir deiluna og raun-
veruleikann,“ útskýrir Anna Pála.
Fundurinn hefst klukkan 16.
- kbs
Segja ferðasögu
frá Palestínu
Alþjóðlega ráðstefnan You Are
In Control, eða Þú hefur völdin,
verður haldin á Hótel Sögu dag-
ana 15. til 16. október á vegum
Útón, útflutningsskrifstofu
íslenskrar tónlistar.
Ráðstefnan er haldin í sam-
starfi við Útflutningsráð og fjall-
ar um ný viðskiptamódel á sviði
afþreyingar- og listmiðlunar. Á
meðal gesta verða Steve Schnur,
yfirmaður tónlistar- og mark-
aðssdeildar Electronic Arts, Jane
Dyball hjá Warner Chappell,
Amy Phillips, fréttastjóri vefsíð-
unnar Pitchforkmedia.com og
Einar Örn Benediktsson.
Hægt er skrá sig á ráðstefnuna
á heimasíðunni www.iceland-
music.is.
Góðir gestir á ráðstefnu
UPPLÝSA UM ÁSTANDIÐ Anna Pála og
Eva segja frá sinni upplifun af ástandinu
í Palestínu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
EINAR ÖRN BENEDIKTSSON Einar Örn
flytur erindi á ráðstefnunni You Are In
Control sem verður haldin í október.
Breski grínistinn Ricky Gervais
hefur fest kaup á íbúð í New York
ásamt kærustu sinni, Jane
Fallon. Fregnir herma að
íbúðin hafi kostað litlar
135 milljónir króna, enda
á besta stað í borginni.
Á meðal þeirra sem
hafa búið í sömu
byggingu eru stjörn-
urnar Grace Kelly,
Candice Bergen,
Joan Crawford og
Liza Minelli.
Leikarinn Nicolas Cage mun fara
með aðalhlutverkið í hasarmynd-
inni Kick-Ass, sem er byggð á
ofbeldisfullum teiknimyndasögum
Marks Millar. Myndin fjallar um
menntaskólanema sem
ákveður að verða ofur-
hetja þrátt fyrir að hafa
ekki yfir að ráða neinum
merkilegum eigin-
leikum. Hlutirnir
breytast heldur
betur þegar
hann rekst á
hóp glæpa-
manna með
byssur á lofti.
Söngkonan Dido gefur í nóvember
út sína fyrstu plötu í fimm ár. Plat-
an nefnist Safe Trip Home og fylgir
eftir plötunni Life For Rent sem
seldist gríðarlega vel á sínum tíma,
sérstaklega í Bretlandi. Útgáfu plöt-
unnar hefur verið frestað
nokkrum sinnum síðan
Dido missti föður sinn
í desember árið 2006.
Fyrsta smáskífulag
plötunnar nefnist Don´t
Believe in Love, en
Dido ætlar að
gefa aðdáendum
sínum annað
lag, Look No
Further, á
heimasíðu
sinni.
Hollywood-stjörnurnar Jamie Foxx,
Fran Drescher og Lucy Liu voru á
meðal þeirra sem mættu í gala-
kvöldverð í Beverly Hills til stuðn-
ings forsetaframbjóðanda demó-
krata, Barack Obama. Hver
gestur í veislunni
borgaði fúlgur fjár
í aðgangseyri og
rennur peningurinn
beint í kosninga-
sjóð Obamas.
Veitir ekki af því
enda kostar það
skildinginn að
komast alla leið
í Hvíta húsið í
Washington.
FRÉTTIR AF FÓLKI
Auglýsingasími
– Mest lesið
VERSLAÐU ATVINNUBÍLA AF ÞEIM SEM GETA ÞJÓNUSTAÐ ÞIG!
Renault Kangoo
Mest seldi atvinnubíll íslands
á frábæru tilboðsverði.
Eigum aðeins 7 stk. eftir af einum vinsælasta atvinnubíl fyrr og síðar, Renault Kangoo.
Nýr Kangoo er á leiðinni til landsins og því höfum við ákveðið að selja þá sem við
eigum fyrir á lager á ótrúlegum verðum. Sölumenn eru tilbúnir við símann. Hringdu í
575 1224 eða sendu póst á arnif@bl.is til að tryggja þér eintak.
Fyrstir koma fyrstir fá.
LAGERLOSUN
LAGERLOSUN Á
VINSÆLASTA AT
VINNUBÍL FYRR
OG SÍÐAR. FYRS
TIR KOMA FYRS
TIR FÁ.