Fréttablaðið - 24.08.2008, Page 71

Fréttablaðið - 24.08.2008, Page 71
SUNNUDAGUR 24. ágúst 2008 Arnar Grant er sigursælasti Fitnesskepp- andi okkar Íslendinga. Nú stefnir hann á sigur á Norðurlandamóti sem verður haldið hér á landi í október. „Fjölskyldan mín er orðin hálfþreytt á þessu, því þetta er alltaf síðasta mótið,“ segir Arnar Grant sem undirbýr sig nú af krafti fyrir Norðurlanda- mót í fitness sem haldið verður hér á landi þann 19. október. Nú eru um átta vikur í mótið og er Arnar byrjaður að æfa eins og óður maður, en hann hefur aldrei byrjað undirbúning jafn snemma fyrir nokkurt mót. Ástæða þess er góð. „Núna stefni ég á fyrsta sætið,“ segir Arnar. „Það er ekkert annað í boði. Ég hef aldrei lent í öðru sæti, ég er í raun eins og Kristinn Björnsson. Það er annaðhvort fyrsta sætið eða úr leik,“ segir hann og hlær. Arnar hefur tvisvar áður tekið þátt í þessu sama móti og þá lent í áttunda og sjötta sæti. Árið 2004 var hann þó fyrstur í samanburð- inum. Arnar var hættur að keppa en síðastliðið haust ákvað hann að taka þátt í móti að gamni og vann það. Þar með vann hann sér inn þátttökurétt á Norðurlandamótinu. „Mér fannst það ekkert svo merkilegt í fyrstu. Svo kom í ljós að mótið verður haldið hér og því finnst mér það skylda mín að sýna sportinu þá virðingu að taka þátt,“ segir hann. En hvaða árátta er þetta að geta ekki hætt í sportinu? „Þegar maður er í formi þá einhvern veginn verður maður að fá að reyna sjálfan sig, þetta er eins og að eiga sportbíl, þú vilt fá að prófa hvað hann getur annað slagið,“ segir Arnar. „Þetta er eins að eiga líkama í dúndurformi, þú vilt fá að reyna hvað þú getur gert með hann.“ Arnar segist ætla að hætta eftir Norðurlanda- mótið, en það þýðir ekki að leggist í dvala, heldur hefur hann í nógu að snúast. Hann og Dísa í World Class eru að fara að gefa út líkamsræktar-DVD- disk. Þá hyggst hann einnig einbeita sér að heilsuvörum sem hann og Ívar Guðmundsson hafa komið á markað. „Það verða nýjungar í því með haustinu,“ segir Grant. soli@frettabladid.is Stefnir á sigur í fitness GRANT Svona lítur Arnar Grant út átta vikum fyrir stóra Norður- landamótið. Menn geta rétt ímyndað sér hvernig útlitið verður á keppnisdaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Ragnar Zolberg segir stripp gítar- leikarans Arnars á GayPride í Doncaster standa upp úr á tón- leikaferðalagi þeirra um Bretland. Arnar fór úr öllu nema sokkunum. „Ég sá það nú ekki sjálfur og vissi ekki af því,“ segir Ragnar. „Hann var búinn að segjast ætla að koma okkur á óvart. Það var mjög fyndið og skemmtilegt. Það voru voða misjafnar undirtektir, sumir voru mjög hneykslaðir en aðrir voru bara í svaka stuði. Þetta er líka svona bær þar sem gerist ekkert rosalega mikið þannig að eitthvað svona er alveg nægt slúðurefni næstu mánuðina. Ég held að það sé bara hans eðli og hann hafi löngun til að bera sig og það hafi fylgt honum frá blautu barnsbeini.“ Ferðalaginu lauk á Kerrang- verðlaunahátíðinni, þar sem Sign fengu gullplötu fyrir ábreiðu sína af Run to the Hills eftir Iron Maid- en, en lagið kom út á safnplötu frá Kerrang. „Þetta var bara mjög gaman, ótrúlega fínt. Öll stærstu nöfnin í rokkgeiranum voru þarna.“ Sign spilar í dag fyrir ofan tattoo-stofuna Reykjavík Ink. Verður meira stripp í boði? „Ef það er eitthvað „móment“, þá er aldrei að vita. Ef það er eitt sem ég get sagt um hann Arnar þá er það að hann er einn sá óútreiknan- legasti karakter sem ég hef nokk- urn tíma kynnst.“ Hann segir planið fyrir vetur- inn í vinnslu. „Við verðum eitt- hvað að spila og svo þurfum við líka að vinna eitthvað þess á milli. Lifa eðlilegu lífi líka. En veturinn er bara spennandi.“ - kbs Í hans eðli að vilja bera sig GULLPLATA OG STRIPP Hljómsveitin Sign lauk nýlega tónleikaferð sinni um Bretland. Sett upp í Reykjavík í samstarfi við Loksins í Borgarleikhúsinu Gríptu Flóna strax því sýningafjöldi er takmarkaður Taktu Flóna í áskrift ásamt þremur öðrum spennandi leiksýningum og þá bíður þín góður leikhúsvetur. Miðasala er í síma 568 8000 og á borgarleikhus.is. Áhorfendasýning ársins MIÐASA LA HAFIN Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 Akureyri • sími 461 1099 • www.heimsferdir.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.