Fréttablaðið - 24.08.2008, Side 72
sport@frettabladid.is
Keflvíkingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar
þeir fengu Þróttara í heimsókn á Sparisjóðsvöllinn
í Keflavík. Gestirnir áttu ekkert svar við hröðum
sóknarleik heimamanna og niðurstaðan var 5-0
sigur Keflavíkur sem hirti toppsætið á kostnað FH.
FH-ingar sóttu án afláts gegn Grindavík en
fundu ekki leið framhjá markverðinum Zankarlo
Simunic sem fór á kostum í 0-1 sigri Grindavíkur.
Þetta var sjötti útisigur Grindavíkur í sumar.
Íslandsmeistarar Vals voru búnir að vera á mikilli
siglingu í deildinni þegar botnbaráttulið HK kom
í heimsókn á Vodafone-völlinn en gestirnir
hirtu öll stigin. HK-ingar unnu einnig fyrri
leik liðanna á Kópavogsvelli.
Skagamönnum veitti heldur
ekki af stigum en voru ekki jafn
lánsamir á Fylkisvelli og urðu
að sætta sig við jafntefli
gegn Fylki eftir að hafa
leitt leikinn mestallan síðari hálfleik.
Tvö mörk í blálokin frá Guðjóni Baldvinssyni
nægðu til þess að tryggja KR-ingum 0-2 sigur gegn
Fram á Laugardalsvelli en fyrri leikur liðanna á
KR-velli fór einnig 2-0 og þá skoraði Guðjón annað
mark KR.
16. UMFERÐ LANDSBANKADEILDAR KARLA: HK-INGAR EYGJA ENN VON
FH og Valur misstigu sig illilega
TÖLURNAR TALA
Flest skot: 23, FH
Flest skot á mark: 13, Fylkir
Fæst skot: 4, Grindavík
Hæsta með.ein.: 7,0 Keflavík
Lægsta meðaleink.: 4,3 Þróttur
Grófasta liðið: 17 brot, Fylkir
Prúðasta liðið: 6 brot, Keflavík
Flestir áhorf.: Fram-KR, 1.162
Fæstir áhorf.: Valur-HK, 713
Áhorfendur alls: 5.322
> Besti dómarinn: Eyjólfur
Kristinsson fékk hæstu einkunn
hjá Fréttablaðinu fyrir 16. umferð
Landsbankadeildarinnar en hann
fékk 9 fyrir að dæma leik Íslands-
meistara Vals og HK á Vodafone-
vellinum.
>Atvik umferðarinnar
Kristján Valdimarsson, varnarmaður Fylkis, fór meiddur af
velli gegn ÍA eftir að Fjalar Þorgeirsson, markvörður Fylkis,
keyrði hann niður. Það væri svo sem ekki í frásögur færandi
nema hvað að þetta er í annað skiptið í sumar sem Fjalar
skilur Kristján eftir óvígan á vellinum því varnarmaðurinn
þurfti einnig að yfirgefa völlinn í Evrópuleik gegn FK Riga.
>Ummæli umferðarinnar
„Mig langar að fara og fá mér kaffi og fara
svo upp á Skaga og spila leikinn. Þannig
er hugarfarið hjá okkur,“ sagði Gunnleifur
Gunnleifsson, markvörður HK, eftir sigur-
leik gegn Val þegar hann var spurður út í
næsta leik HK gegn ÍA.
Zoran Stamenic (3)
Guðjón
Baldvins. (5)
Hörður
Árnason
Hans Mathiesen
Guðmundur
Steinarsson (4)
Aaron
Palomares (2)
Finnur Orri
Margeirs. (2)
Hólmar Örn
Rúnarsson (7) Símun
Samuelsen
Guðmundur
Kristjáns. (2)
Zankarlo Simunic (2)
FÓTBOLTI Keflvíkingar hafa verið í
toppbaráttunni í allt sumar og
eftir 5-0 sigurinn gegn Þrótti náðu
þeir að endurheimta toppsætið af
FH-ingum. Keflvíkingar eru nú
taplausir í síðustu átta leikjum
sínum í röð í deildinni og hafa
unnið fimm af þeim leikjum.
Símun Samuelsen segir þó að
Keflvíkingar verði að halda áfram
á sömu braut og sýna það og sanna
fyrir sjálfum sér og öðrum að
þeir geti spilað vel út heilt tíma-
bil.
Verðum að vera tilbúnir á móti KR
„Það eru náttúrulega enn sex leik-
ir eftir og það er mikilvægt að við
náum að halda okkar striki áfram
og taka bara einn leik í einu. Síð-
asti leikur gegn Þrótti var mjög
góður hjá öllu liðinu og við þurf-
um bara að halda áfram,“ segir
Símon.
„Næsta verkefni er útileikur
gegn KR og ég hef mikla trú á því
að við verðum mjög vel stemmdir
fyrir þann leik. Við unnum þá á
okkar heimavelli og ég veit að
KR-ingar vilja eflaust hefna fyrir
það þannig að við verðum að vera
tilbúnir. Við vitum alveg hvar við
erum í deildinni en það þýðir ekk-
ert að einblína á það núna og ég
horfi ekki einu sinni á stigatöfl-
una,“ segir Símun.
Stöðugleiki er lykillinn
Símun er ánægður með eigin
spilamennsku í sumar sem og
Keflavíkurliðsins i heild og telur
að lykillinn að árangri sé að ná að
fækka lélegu leikjunum.
„Þetta er búið að vera mjög
fínt. Maður er hins vegar aldrei
almennilega sáttur og það er allt-
af eitthvað sem má betur fara. Ég
fór rólega af stað í upphafi móts
en tel að ég sé búinn að vera stöð-
ugur í mínum leik eins og allt liðið
í rauninni. Við höfum náð nokkr-
um toppleikjum en það sem er
mikilvægast er að við höfum náð
að fækka lélegu leikjunum,“ segir
Símun.
„Liðsheildin er líka virkilega
sterk hjá Keflavík og Það eru allir
sem standa saman og vinna leik-
ina sem lið. Leikmannahópurinn
er stór og sterkur og það er mikil
barátta um stöður í liðinu og það
er mjög jákvætt og hjálpar liðinu
mikið. Byrjunarliðsmennirnir
hverju sinni þurfa að vera á
tánum og varamennirnir sem
koma inn á þurfa að virkilega að
grípa tækifærið þegar það gefst
til þess að sýna það að þeir
eiga heima í byrjunarliðinu,“
segir Símun.
Deildin er skemmtilegri
Sóknarleikurinn hefur verið
aðalsmerki Keflavíkur í sumar
sem og undanfarin ár og
Símun er ánægður með að
liðin í deildinni sem þora að
sækja af krafti séu að skipa
sér í efstu sætin.
„Mér finnst Landsbanka-
deildin skemmtilegri núna
en oft áður. Sóknarleikur-
inn er í fyrirrúmi hjá mörg-
um liðum og það er skorað
mikið af mörkum. Ég fagna
því bara að sóknarliðin virð-
ast vera að skipa sér í efstu
sæti deildarinnar í sumar.
Við leggjum leikina okkar
alla vega þannig upp að
skora bara meira en móth-
erjinn og það hefur gengið
ágætlega hingað
til,“ segir Símun.
omar@frettabladid.is
Horfi ekki einu sinni á stigatöfluna
Hinn færeyski Símun Samuelsen hjá Keflavík fór á kostum þegar hann skoraði eitt
mark og lagði upp tvö í 5-0 sigri gegn Þrótti. Miðjumaðurinn sterki er fyrir vikið
leikmaður 16. umferðar hjá Fréttablaðinu. Símun er ánægður með spilamennsku
toppliðs Keflvíkinga í sumar en minnir á að enn eru sex leikir eftir.
ELDFJÓTUR Hinn eld-
fljóti Símun hefur
oft og tíðum valdið
usla í vörnum
andstæðinganna í
sumar.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
BARÁTTA Keflvíkingurinn Símun er hér í baráttu við Valsarann Rasmus Hansen í
jafnteflisleik liðanna á Vodafone-vellinum fyrr í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
FÓTBOLTI Topplið Keflavíkur í
Landsbankadeild karla sækir KR-
inga heim í 17. umferð í kvöld og
leikmenn Keflavíkur ættu að geta
verið bjartsýnir á hagstæð úrslit.
Keflvíkingar hafa nefnilega
verið með gott tak á Vesturbæing-
um síðustu árin og töpuðu síðast
fyrir KR 10. júní 2002 eða fyrir
rúmum sex árum.
Síðan þá hafa liðin spilað ellefu
deildar- og bikarleiki, Keflavík
hefur unnið sjö þeirra og fjórir
hafa endað með jafntefli. Sigur
KR á Keflavík fyrir sex árum var
í Keflavík og það er enn lengra
síðan Keflavík tapaði í Vestur-
bænum en það gerðist síðast 18.
júní 2001. - óój
Tak Keflvíkinga á KR-ingum:
Ellefu leikir í
röð án taps
EKKI NÓG Björgólfur Takefusa hefur
skorað í síðustu fjórum deildarleikjum
(5 mörk) KR og Keflavík en enginn
þeirra hefur unnist. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
FÓTBOLTI Bikarmeistarar KR eru
komnar í bikarúrslitaleikinn annað
árið í röð og í þriðja sinn á fjórum
árum eftir sannfærandi 4-2 sigur á
Blikum í gær. KR sló Blika einnig
út úr undanúrslitunum þegar liðið
vann bikarinn í fyrra. KR mætir
þar með Íslandsmeisturum Vals í
draumaúrslitaleik á Laugardals-
vellinum 20.september en þetta
eru tvö efstu liðin í Landsbanka-
deild kvenna.
KR-konur ætluðu greinilega
ekki að láta Blikastúlkur taka af
sér annan titilinn í sumar en 3-1
sigur Breiðabliks á KR á dögunum
gerði að mestu út um meistara-
vonir KR.
Blikastúlkur voru búnar að vinna
níu leiki í röð en skelfilegur fyrri
hálfleikur gerði út um allar vonir
liðsins í þessum leik. KR hefur nú
unnið góða sigra á liðunum í 1. og 3.
sæti í síðustu leikjum og er til alls
líklegt á lokasprettinum.
KR-liðið tók öll völd frá fyrstu
mínútu leiksins og þær Hrefna
Huld Jóhannesdóttir og Hólm-
fríður Magnúsdóttir komu liðinu í
2-0 á fyrstu níu mínútum leiksins.
Þriðja markið kom síðan á 21.
mínútu, en það var slysalegt
sjálfsmark, og síðan átti Hólm-
fríður bæði skalla og skot í slána
áður en hálfleiknum lauk.
Blikar gáfust ekki upp og sýndu
allt annan og betri leik eftir hlé
en það dugði ekki til. Guðrún
Sóley Gunnarsdóttir kom KR í 4-0
með skalla af stuttu færi eftir
hornspyrnu Eddu Garðarsdóttur
áður en Blikar minnkuðu muninn
með tveimur mörkum.
Sara Björk Gunnarsdóttir skor-
aði fyrst glæsilegasta mark leiks-
ins, þegar hún skoraði með
þrumuskoti af löngu færi og Erna
Björk Sigurðardóttir skoraði
síðan laglegt skallamark á 76.
mínútu. Nær komust Blikar ekki
og KR er komið í bikarúrslit
kvenna í níunda sinn. - óój
Sigurganga Blikastúlkna endaði á móti KR í undanúrslitum Visa-bikars kvenna í gær:
Draumaúrslitaleikur milli KR og Vals
ALVÖRU TÆKLING Hólmfríður Magnúsdóttir átti frábæran fyrri hálfleik og hér hefur
hún tæklað Blikann Örnnu Birnu Þorvarðardóttur. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
FÓTBOLTI Garðar Gunnlaugsson
hefur gert þriggja ára samning
við búlgarska stórliðið CSKA
Sofia. Garðar innsiglaði samning-
inn eftir að hafa skorað mark og
lagt upp annað í æfingaleik í
fyrrakvöld. Garðar hefur leikið
með IFK Norrköping í Svíþjóð
síðasta eina og hálfa árið þar sem
hann skoraði 30 mörk í aðeins 45
leikjum. CSKA vann meistaratitil-
inn í 31. sinn síðasta vor. - óój
Garðar Gunnlaugsson:
Búinn að semja
við CSKA Sofia
FÓTBOLTI Veigar Páll Gunnarsson
skoraði mark Stabæk í 1-1
jafntefli í Íslendingaslagnum á
móti Lyn í norsku úrvalsdeildinni
í gær.
Markið skoraði Veigar Páll á
57. mínútu og kom Stabæk yfir en
Diego Guastavino jafnaði átta
mínútum síðar. Veigar Páll spilaði
allan leikinn eins og Indriði
Sig- urðsson hjá
Lyn en Pálmi
Rafn
Pálmason
kom inn á
sem vara-
maður hjá
Stabæk 11
mínútum fyrir
leikslok.
Þetta var
fimmta mark
Veigars á
tímabilinu en
Stabæk er með 5
stiga forskot á
toppnum. - óój
Norska úrvalsdeildin:
Veigar skoraði