Fréttablaðið - 09.09.2008, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 09.09.2008, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 9. september 2008 Mikil velta með hlutabréf í kaup- höllinni í Lundúnum í Bretlandi, sem í daglegu tali er nefnd LSE, varð til þess að kauphallarkerfið breska bilaði í morgunsárið í gær. Þetta er alvarlegasta bilun í kerf- inu í átta ár. Fjárfestar í Bretlandi og á þeim erlendu hlutabréfamörkuðum sem tengjast breska kerfinu gátu því ekki sýslað með hlutabréf í breskum félögum nema í örskamma stund. Áður en kerfið brann yfir hafði FTSE-vísitalan hækkað um 3,8 prósent. Breska dagblaðið Telegraph segir tvennt skýra mikla hluta- bréfaveltu í gær. Í fyrsta lagi hafi skortsalar verið að loka stöðum sínum eftir mikla lækkun á breskum hlutabréfamarkaði á föstudag auk þess sem margir hafi hugsað sér að sigla með í alþjóð- legri hækkunarhrinu sem skall á í gær eftir að bandarísk stjórnvöld tóku yfir hálfopinberu fasteigna- sjóðina Fannie Mae og Freddie Mac. Kerfið hafi ekki ráðið við umfangið, sem var tvöfalt meira en á venjulegum degi. Viðskipti hófust aftur um fjögurleytið að íslenskum tíma og var virkt í hálftíma en þá lokaði markaðurinn líkt og aðra daga. - jab Veltan sprengdi breskan markað „Við höfum fengið margar fyrirspurnir frá neytendum sem hefur verið boðið að koma í viðskipti,“ segir Hákon Már Pétursson, lögfræðingur hjá Fjármálaeftirlitinu. Þar vísar hann til félagsins Finanzas Forex, sem skráð er í Panama, en hefur ekki starfs- leyfi hérlendis. Félagið býður fólki að fjárfesta í gjaldeyris- sjóðum með mikilli ávöxtun. Hákon Már segist ekki vita til þess að Finanzas Forex sé svikamylla. „Fjármálaeftirlit á Spáni og í Frakklandi hafa hins vegar gefið út viðvaranir vegna þessa fyrirtækis.“ - ikh Varað við Fin- anzas Forex BRESKI MARKAÐURINN Fjárfestar komu að lokuðum dyrum í bresku kauphöll- inni í gær þegar alvarleg bilun kom þar upp. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP Viðskiptaráðuneytið Selfossi, þriðjudaginn 9. september kl. 20:00 Ræðumenn: Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra Valgerður Sverrisdóttir, alþingismaður Ásta S. Helgadóttir, framkvæmdastjóri Ráðgjafastofu um fjármál heimilanna Fundarstaður: Tryggvaskáli Fundarstjóri: Elín Björg Jónsdóttir, formaður FOSS, Félags opinberra starfsmanna á Suðurlandi „Það er mjög sérstakt að leggja þetta á flugfélag,“ segir Helgi Jóhannsson, stjórnarformaður Ferðaskrifstofu Íslands sem rekur Úrval-Útsýn. Ferðaskrifstofan varð í gær að leita nýrra aðila til að annast farþegaflug fyrir sig eftir að spænsk flugmálayfirvöld kröfðust fullnægjandi rekstraráætlunar frá flugfélaginu Futura Airways og settu vélar þess í tveggja daga flugbann fram á þriðjudag. Því var raunar aflétt í gær. Helgi undrast flugbannið enda geti slíkt veikt mjög tiltrú á Futura Airways, að því virðist að óþörfu. Stjórnendur Úrvals- Útsýnar hafi unnið að því sleitulaust að tryggja hag farþega og verður engin röskun á flugi ferðaskrifstofunnar. Iceland Express flaug með farþegana í gær en Icelandair og Astreus, sem er hluti Northern Travel Holding, fljúga með þá fram í næstu viku. - jab Undrast flug- bann Spánverja

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.