Fréttablaðið - 09.09.2008, Page 46

Fréttablaðið - 09.09.2008, Page 46
30 9. september 2008 ÞRIÐJUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 BESTI BITINN Í BÆNUM VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á síðu 8. 1. Ljósanótt. 2. Glacierworld. 3. 1998. LÁRÉTT 2. skófla, 6. tveir eins, 8. hluti verk- færis, 9. dýrahljóð, 11. tveir eins, 12. glæsileiki, 14. trappa, 16. tveir eins, 17. æðri vera, 18. for, 20. í röð, 21. umkringja. LÓÐRÉTT 1. ákaflega, 3. tveir eins, 4. umhverfis, 5. ái, 7. töf, 10. bók, 13. arr, 15. dugn- aður, 16. verkur, 19. kyrrð. LAUSN LÁRÉTT: 2. moka, 6. ff, 8. orf, 9. urr, 11. ii, 12. reisn, 14. stigi, 16. tt, 17. guð, 18. aur, 20. mn, 21. króa. LÓÐRÉTT: 1. ofur, 3. oo, 4. kringum, 5. afi, 7. frestur, 10. rit, 13. sig, 15. iðni, 16. tak, 19. ró. Auglýsingasími – Mest lesið „Bestu veitingastaðir Íslands eru auðvitað sushi-staðir, enda er ferskleikinn þeirra bragð. Vilji maður spennandi sushi þá er hraðlestin í Iðuhúsinu málið. Vilji maður rómó með sinni heittelskuðu þá er sushi take out í fiskihúsunum málið, enda toppar fátt að sitja og horfa á sólina setjast yfir smábátahöfn- inni.“ Þorleifur Örn Arnarsson leikstjóri. Íslenskar auglýsingastofur og markaðsdeildir hafa stundum orðið uppvísar að því að fá að „láni“ erlendar auglýsingar, her- ferðir, lógó eða markaðsímyndir. Nýjasta dæmið er Símaauglýs- ingin fyrir „Núllið“ sem er alveg eins og auglýsing frá T-mobile. Það hljóta því að teljast ánægju- leg tíðindi þegar dæmið snýst við, þegar erlendir risar stela íslenskum hugmyndum. Breska sjónvarpsstöðin Sky hóf á dögunum nýja „rebrand- ing“ herferð og kynnti til sögunn- ar nýtt útlit og nýtt lógó á Sky One. Allt er þetta sláandi líkt útliti Stöðvar 2, blá glerbrot á flugi. Leó Lúðvíksson hjá Sagafilm á heiðurinn af Stöðvar 2-útlit- inu og var það kynnt til sögunn- ar fyrir um ári. „Við lítum nú bara á þetta sem heiður,“ segir Pálmi Guðmundsson, sjónvarpsstjóri Stöðvar 2. „Sky er eitt eftirtekt- arverðasta fyr- irtækið í þess- um bransa og við lítum einna mest til þess að því er varðar fyrirmynd. Því er það eiginlega bara sérstaklega ánægjulegt að Sky skuli fá lánað hjá okkur.“ En á að fara í hart og kæra? „Nei, það væri afar kjánalegt að fara að standa í málaferlum,“ segir Pálmi og hlær. - drg Sky stelur frá Stöð 2 KJÁNALEGT AÐ STANDA Í MÁLA- FERLUM Pálmi Guðmundsson, sjónvarpsstjóri Stöðvar 2. BLÁ GLERBROT Á FLUGI Útlit Stöðvar 2 og Sky er sláandi líkt. www.takk. is Ólöf Arnalds spilar á WOMEX (World Music Expo) í Sevilla á Spáni um mánaðamótin októb- er/nóvember. Þetta er langstærsta heimstónlistarhátíð í heimi og hefur verið haldin árlega síðan 1994. Ólöf verður fyrst Íslendinga til að spila á hátíðinni. Nýrri plötu, sem Ólöf hugðist gera á árinu, hefur verið slegið á frest fram á næsta ár. Ljósanótt í Reykjanesbæ tókst gríð- arlega vel. „Þetta er miklu flottara en á menningarnótt,“ heyrðist víða eftir flugeldasýninguna og ljóst að verkefnastjórinn Ásmundur Friðriks- son og samstarfsfólk hans getur verið stolt af árangrinum. Þá kom vera hermanna á Nato-æfingu á djamminu í Keflavík mönnum í nostalgíu fíling með tilheyrandi handalögmál- um. Börkur Gunnarsson vinnur fyrir Nató í Afganistan og á í mestu erfiðleikum með að skoða sumar íslenskar heimasíður vegna ritskoð- unar. Nato-sían bannar honum að skoða síðu Jónasar Kristjánsson- ar, sem væri kannski skiljanlegt ef sían myndi ekki líka banna honum að skoða bjorn.is. Börkur hefur áður unnið fyrir Nató í Írak og gerir þeirri reynslu skil í bók sem væntanleg er á næstunni. - drg FRÉTTIR AF FÓLKI „Þetta er náttúrulega bara vit- leysa og það verður að stoppa þessa menn af,“ segir Ívar Örn Þórhallsson sem hefur höfðað mál á hendur tímaritinu Séð og heyrt vegna umfjöllunar þess um hann. Frétt birtist um Ívar í tímaritinu í lok ágúst. Fyrirsögnin á forsíðu blaðsins var „Sonur Ladda. Hommi á Barnalandi“ Í stefnu Ívars er þess krafist að fyrirsögnin verði dæmd dauð og ómerk. Ívar fer fram á tvær milljónir króna í miskabætur, að dómurinn verði birtur í Séð og heyrt og að blaðið greiði 400 þúsund krónur til að kosta birtingu í tveimur dagblöð- um. Þá stefnir Ívar útgáfufélaginu Birtingi, sem gefur út Séð og heyrt, fyrir birtingu á ljósmynd- um án leyfis. Krefst hann tæpra 260 þúsund króna í skaðabætur og 600 þúsund króna í miskabætur. Eins og umrædd fyrirsögn gefur til kynna er Ívar sonur skemmti- kraftsins Þórhalls Sigurðssonar - Ladda. Ívar er afar ósáttur við umfjöllun blaðsins, segir hana alranga og að hún hafi skaðað mannorð hans. Málavextir eru þeir að Ívar tók þátt í umræðum á spjallsíðunni ER.is. Þar birtist mynd af honum förðuðum og í kjölfarið fór af stað umræða um að hann liti út fyrir að vera sam- kynhneigður. Ívar segist hafa tekið þátt í umræðunni í gríni. Þegar hann svo fór aftur inn á síð- una rúmum sólarhring síðar og umræðan var enn í gangi hafi hann leiðrétt hana. „Svo hringir Séð og heyrt tveimur dögum síðar. Ég sagði þeim að þetta hafi verið grín sem fór úr böndunum. Ég sé ekki samkynhneigður, mér þyki bara alltof vænt um kvenfólk til þess. Svo veit ég ekki fyrr en blað- ið kemur út. Og þá lít ég allt í einu út eins og barnaníðingur,“ segir Ívar. Hann segist sérstaklega ósáttur við þessa Barnalandsteng- ingu, enda hafi umræðan ekki farið fram þar. Myndirnar sem birtust með fréttinni segir Ívar að hafi verið teknar í leyfisleysi af læstri Myspace-síðu. „Þessar myndir voru af mér og fyrrverandi konu minni óléttri. Hún var auðvitað líka mjög óhress þegar fólk fór að hringja í hana út af þessari frétt.“ Lögmaður Ívars er Vilhjálmur H. Vilhjálmsson og er Ívar von- góður um málið vinnist og honum verði dæmdar miskabætur. „Þeir eru að birta vitleysu trekk í trekk. Mér finnst þetta síst of há upp- hæð enda er verið að stimpla mig sem barnaníðing. Ætli þeir hafi ekki líka fengið meira út á aug- lýsingar og sölu vegna þessa. Mér finnst að sem flestir sem hafa lent í blaðinu ættu að kæra þá og fara fram á háar bætur, svo þeir finni fyrir því.“ Eiríkur Jónsson, ritstjóri Séð og heyrt, var erlendis þegar Fréttablaðið náði af honum tali í gær. Hann kvaðst ekki hafa heyrt af stefnu Ívars og því ekki geta tjáð sig um málið að svo stöddu. hdm@frettabladid.is ÍVAR ÖRN ÞÓRHALLSSON: KREFST MILLJÓNA VEGNA RANGRAR FRÉTTAR Sonur Ladda í dómsmál vegna fréttar Séð og heyrt ÓSÁTTUR OG KREFST MILLJÓNA Ívar Örn Þórhallsson, sonur skemmtikraftsins Ladda, er ósáttur við frétt blaðsins Séð og heyrt um sig. Hann hefur höfðað mál gegn blað- inu og krefst hárra fébóta. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Það er ekki alveg tilbúið. Við erum að leggja lokahönd á það og það kemur á næstu dögum, við erum að vona fyrir helgi,“ segir tónlistarmaðurinn Magnús Kjartansson um nýtt lag með söngvaranum Vilhjálmi Vilhjálmssyni sem nefnist Tölum saman. Eins og komið hefur fram hefur Magnús unnið að nýrri upp- töku á þessu týnda lagi og nýtur hann liðsinnis tónlist- armanna á borð við Gunnlaug Briem, Vilhjálm Guð- jónsson og Þóri Bald- ursson í hljóðverinu. „Þetta er gert árið 2008, þannig að það mun bera keim af því,“ segir Magnús um lagið og bætir því við að það eigi eftir að koma á óvart. „Það hefur hver tími sinn sjarma og sitt sánd en þetta verður á 2008-sándi. Þetta verður alveg eins og þetta hafi verið unnið með Villa í síðustu viku.“ Tölum saman verður að finna á hátíðarútgáfu síðustu plötu Vil- hjálms, Hananú, sem kemur út skömmu fyrir tónleika til heiðurs söngvaranum í Laugardalshöll í október. Maðurinn á bak við þá er einmitt Magnús Kjartansson. Um tvenna tónleika verður að ræða en uppselt varð á þá fyrri eftir að fjögur þúsund miðar seldust á tuttugu mínútum. Magnús segist hafa orðið undrandi á þessum frábæru viðbrögðum. „Ég var viss um að það yrði full höll einu sinni en núna er fólk búið að hrekja mann í að halda aðra tón- leika. Núna lætur maður sig dreyma um að þeir sem voru seinir til síðast láti sig detta inn á þá tónleika. Þetta verður á laug- ardagskvöldi á besta tíma og allir verða sjóðheitir,“ segir hann. - fb Nýtt lag Villa Vill á leið í spilun VILHJÁLMUR VILHJÁLMSSON Vilhjálmur söng lagið Tölum saman fyrir 33 árum en nú lítur það loksins dagsins ljós. MAGNÚS KJARTANSSON Nýtt lag með Vilhjálmi Vilhjálmssyni, Tölum saman, er væntanlegt í spilun á allra næstu dögum.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.