Fréttablaðið - 09.09.2008, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 09.09.2008, Blaðsíða 37
ÞRIÐJUDAGUR 9. september 2008 21 Fló á skinni var frumsýnd norður á Akureyri snemma á þessu ári. Hún var hugsuð til að draga að gamla samkomuhúsinu þúsundir áhorf- enda, fullnægja þeim tilgangi leik- hússtjórans að fylla húsið og fylgja þannig eftir fyrri aðsóknarsýning- um. Mikið var í lagt, leikarahópur- inn í sýningunni er stór miðað við þá tekjumöguleika sem sætafjöldi gaf. Kvöldkostnaður var því hár nema sýningarfjöldi í hverri viku færi yfir meðallag. Aðstaða í gamla samkomuhúsinu er þröng og verð- ur það áfram þar til félagið fær sýningaraðstöðu í nýju menningar- húsi. Flóin var afar vinsæl nyrðra. Gamalt orðspor frá sviðsetningum LR 1972 og 1990 gaf góða forkynn- ingu. Gísli Rúnar Jónsson íslensk- aði verkið og leikstjórn var falin Maríu Sigurðardóttur sem hafði fyrr átt vinsælar sviðsetningar á försum í Reykjavík. Auglýsinga- herferð var vel hugsuð og skilaði sínu. Flóin er siðagamanleikur, einn margra sem urðu til í byrjun 20. aldar í samfélögum þar sem borg- araskapur gat skemmt sér í daðri við lausung í samskiptum kynj- anna. Hið forboðna kynlíf sem virt- ur mórall fordæmdi var látlítil uppspretta gamanmála, kokkállinn og sá kokkálaði, hið synduga frelsi konunnar var milli tannanna á fólki. Mörg þessara verka bárust hingað upp og nutu vinsælda í stað- færslum Emils Thoroddsen, flétt- ur smituðust yfir í revíurnar, fyrir miðja öldina. Hinn vammlausi bet- urstæði borgari var í oddinum, illa leikinn af kringumstæðum blekk- inga og aðdróttana. Húmorlaus virðulegur kall á miðjum aldri verður í Flónni harð- ar leikinn sökum þess að hann á sér tvífara, aulabárð, mannhrak sem ofan í kaupið er saupsamur. Snilld verksins liggur í byggingunni sem er verkfræðilegt undur sem heimt- ar af aðalleikaranum tíð fataskipti og hamskipti í bókstaflegri merk- ingu: einn leikur tvo sem eru eins og þó ólíkir - gerólíkir. Texti verksins er í sjálfu sér ekki fyndinn, það eru manngerðirnar sem eru skoplegar í stílfærslu sem jaðrar við að vera fordómafull, hol- góma maður, stúlka sem talar bjag- að og vitlaust mál. Gísli bætir um betur, þriðji maðurinn er kominn til sögunnar sem talar brotið mál. Allar aðrar persónur eru venju- bundnar í málsniði. Í vinnslu Gísla með textann verð- ur fyndnin fyrst og fremst bundin í snjöllum tilsvörum - sumum reynd- ar nokkrum teygðum en eins og hans er von og vísa víða fjarska fyndnum. Kringumstæðurnar verða þannig í öðru sæti, hin neyð- arlega situasjón er víða borin ofur- liði af eigindum samtalsins. Í hinum klassíska gamanleik eru persónur og kringumstæður fyndn- ar eins og við sjáum til dæmis í sketsum hinna íslensku höfunda síðari ára. Það er fasið, hvernig fólk ber sig sem er fyndið, frekar en hið sagða sem er oft flatneskju- legt. Í Flónni bætist við „slapstick“, gríðarlega hraður leikur sem er fyrst og fremst líkamlegur. Nú er þessari síðbornu gagnrýni á sýningu Leikfélaga Akureyrar og Reykjavíkur varla ætlað að hafa áhrif á velgengni hennar: Fló á skinni er þegar orðin massasýning – uppselt á þriðja tug sýninga hér í Reykjavík eftir metaðsókn nyrðra. Fólk mun skemmta sér á sýning- unni. Leikstíllinn er losaralegur, jafnvel kærulaus hjá einstaka leik- urum, eins og Þresti Leó Gunnars- syni, Jóhannesi Hauki Jóhannes- syni, sviplítill eins og hjá Lindu Ásgeirsdóttur og Tinnu Lind – týpur geta þær ekki búið til úr þessum stúlkum. Öðrum tekst það aftur: Halldóri Gylfasyni til dæmis. Mér þótti áhugaverðast að sjá Atla Þór Albertsson, Hallgrím Ólafsson og Kristínu Þóru Har- aldsdóttur á sviðinu. Þau takast öll á við bjagað mál, eru sterk í líkam- legri beitingu, þótt þeirra frammi- staða eins og flestra í sýningunni líði fyrir ómarkvissar stöður til að flytja hljóðið í salinn víðan. Það hefur reyndar verið þraut mörg- um sem stíga á stóra svið Borgar- leikhússins í fyrsta sinn. En þar sem fyndni byggir mest á orðum er afar mikilvægt að það heyrist til manna. Stórir kaflar í sýning- unni týnast, heyrast illa. Það er engin afsökun þótt hlátur kæfi orðaskil. Sýningin á Flónni er búin að vera svo lengi á sviði að menn eiga að kunna að leika á móti hlátri, kunna að taka þögnina, halda spennunni og láta næsta svar falla. Þetta er galli sem á að laga skipulega. Og í tilviki þessara þriggja er það nauðsynlegt því öll eru þau að vinna skipulega og af hörku. Stundum er sagt að gamanleik- urinn sé þyngsta þraut allra stíla í leikhúsi. Það er náðargáfa að kunna kómedíu. Guðjón Davíð Karlsson er flinkur leikari. Hann er fullungur fyrir hlutverkið og svipur hans alla jafna tvíræður: honum hentar ekki húmorslaust fas og fyrir bragðið nær hann ekki sannfærandi tökum á hrakfalla- bálknum Jóhannesi Ringsted – hinn helmingur hans á sviðinu – Klemmi – er í yfirfærslu Gísla Rúnars undarlegur samsetningur, stundum eins og hryðjuverkamað- ur í fléttunni, trúður með sjálf- stæða tilveru, óútreiknanleg stærð, maður sem er til alls líkleg- ur, enginn auli. Og þó Guðjón berj- ist eins og hetja verður verkefnið honum einfaldlega ofviða. Þúsundir áhorfenda verða á öðru máli. Sigurganga farsa er smit, rýfur garða sem hið borg- aralega leikhús er aflukt í. Og það er alltaf fagnaðarefni þegar fólk streymir í leikhús, jafnvel þegar sviðsetningar skortir aga hins þaulhugsaða stíls. Páll Baldvin Baldvinsson Flóm fjölgar á franska farsanum LEIKLIST Fló á skinni eftir George Feydeau í leikgerð og þýðingu Gísla Rúnars Jónssonar. Leikstjóri: María Sigurðardóttir. Leikmynd: Snorri Freyr Hilmars- son. Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson. ★★ Rysjóttur farsi en víða fyndinn LEIKHÚS Gísli Rúnar Jónsson er raunar stjarna kvöldsins á Flónni og skyggir jafnvel á höfundinn – hann er hvort eð er dauður. Hljómsveitin Bardukha kemur fram á tónleikum á Café Rósen- berg við Klapparstíg kl. 21 á fimmtudagskvöld. Bardukha leikur margvíslega heimstónlist, en sú tónlistarstefna er sífellt að sækja í sig veðrið hér á landi. Nýir meðlimir hafa bæst í hljómsveit- ina; þeir Haukur Gröndal sem leikur á klarínett og fiðluleikarinn Matthías Stefánsson. Upprunalegir meðlimir Bardukha eru enn á sínum stað, Ástvaldur Traustason á harmóníku, Birgir Bragason á bassa og Steingrímur Guðmunds- son á slagverk. Miðaverð á tónleikana er 500 kr. - vþ Heimstón- listin ómar BARDUKHA Hljómsveitin leikur heims tónlist á Café Rosenberg á fimmtudagskvöld. Löggildir rafverktakar Rafmagnsvandamál Talaðu þá við okkur Uppl. síma 8604507 / 8494007 islagnir@islagnir.is www.islagnir.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.