Fréttablaðið - 09.09.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 09.09.2008, Blaðsíða 6
6 9. september 2008 ÞRIÐJUDAGUR Fjölmargar grænmetis- og ávaxtategundir má fá í íslensk- um verslunum. Úrvalið hefur aukist til mikilla muna síðustu árin og má tala um algjöra sprengingu í því sambandi. Mik- ill verðmunur er á tegundum og því borgar sig fyrir neytendur að vera vel vakandi. Þegar í boði eru sex tegundir af misdýrum eplum eða tíu tegundir af misdýr- um melónum er nauðsyn- legt að neytandinn passi að starfsmaður á kassa stimpli inn rétta tegund. Erla Gunnarsdóttir skrifar: „Ég fór í Bónus um daginn og keypti mér hvítkálshaus í eina rammíslenska kjöt- súpu. Vegna þess hversu athugul ég var sá ég að stelpan á kassanum stimpl- aði inn Iceberg-salat sem átti að kosta 348 krónur en ég leiðrétti hana og benti henni á að þetta væri hvítkál og þá kostaði hausinn 103 krónur. Mikill munur þar á!“ Sennilega er ekki hægt að ætlast til þess að kassastarfs- menn séu útlærðir í ávaxta- og grænmetisfræðum og ólíklegt má telja að verslunareigend- ur splæsi í yfirgrips- mikil námskeið fyrir starfsfólkið. Í ljósi þessa er það enn og aftur neytandans að vera á varðbergi við kassann. Verum á varðbergi við kassana: Ekki sama kálhaus og kálhaus HVAÐ ER ÞETTA? Jöklasalat eða hvítkál? Sendið umboðsmanni neytenda ábendingar eða sparnaðarráð á neytendur@frettabladid.is Villaitana Alicante – Spánn 4.–11. október Fararstjóri: Snorri Steinn Þórðarson Verð á mann í tvíbýli 136.900 kr. Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum, frítt fyrir golfsettið í flug, gisting með morgunverði á Villaitana, fimm golfhringir á Levante, akstur til og frá flugvelli og íslensk fararstjórn. Manor of Groves England 2.–5. október / 9.–12. október Verð á mann í tvíbýli 79.700 kr. Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum, frítt í flug fyrir golfsettið, gisting með morgunverði á Manor of Groves, 4 golfhringir, akstur á Stansted í lok ferðar. Golfvertíðinni lýkur aldrei hjá okkur! Stundaðu golf þar sem þeir bestu spila og láttu dekra við þig á dásamlegum hótelum þess á milli. Hjá Express ferðum finnur þú golfferð við þitt hæfi, hvort sem þú ert byrjandi eða reynslubolti. Einnig skipuleggjum við sérsniðnar golfferðir fyrir einstaklinga og hópa. Kynntu þér þjónustuna og úrvalið á www.expressferdir.is Hanbury Manor England 2.–5. október / 9.–12. október Verð á mann í tvíbýli 93.800 kr. Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum, frítt í flug fyrir golfsettið, gisting með morgunverði á Marriott Hotel Hanbury Manor, 4 golfhringir, akstur á Stansted í lok ferðar. Golfferðir KÚBA, AP Fellibylurinn Ike fór ómildum höndum um Kúbu í gær, blés fjölmörg íbúðarhús um koll og þeytti sjónum yfir strandbyggðir. Hátt í milljón manns þurftu að yfir- gefa heimili sitt. Fellibylurinn stefnir nú yfir Mexíkóflóa og gæti komið á land í Louisiana eða Texas í Bandaríkjun- um síðar í vikunni. Ike mældist þriðja stigs fellibyl- ur þegar hann fór yfir Kúbu í gær, en áður hafði hann valdið usla á Bahamaeyjum og aukið enn á flóð- in í Haítí, sem kostað hafa á fjórða hundrað manns lífið. Engar fréttir bárust af mannfalli á Kúbu af völdum óveðursins, en óttast var að bylurinn færi yfir höfuðborgina Havana áður en hann kveður eyjarskeggja, en þar í borg er fjöldi gamalla húsa í niðurníðslu sem gætu farið afar illa út úr óveðrinu. „Ég hef aldrei á ævi minni séð nokkurn skapaðan hlut sem líkist þessu. Annað eins afl og þetta vekur manni skelfingu,“ sagði Olga Alvarez, sjötug kona í Camaguey, sem hreiðraði um sig í stofunni sinni ásamt eiginmanni sínum og barnabarni þeirra. „Við gátum varla neitt sofið síðustu nótt. Það vara bara búmm, búmm, búmm.“ Miðja fellibylsins fór fram hjá skammt sunnan við bæinn Camagu- ey og felldi fjölda staura, sem lentu á bifreiðum sem lagt var í röðum í þröngum götum bæjarins. Nokkur gömul múrsteinshús hrundu til grunna og víða rifnuðu tré upp með rótum. Löng og góð reynsla er af því á Kúbu að rýma hús, sem eru á hættusvæðum, til að forðast mann- fall. Að þessu sinni fóru meira en 900 þúsund manns að heiman og biðu af sér veðrið þar sem hættan var ekki eins mikil. Óvíst er hvar fellibylurinn geng- ur næst á land, en það verður ein- hvers staðar á suðurströnd Banda- ríkjanna, líklega Louisiana þar sem íbúar eru enn að jafna sig eftir fellibylinn Gústav, sem var þar á ferð í síðustu viku. Á Key West í Flórída höfðu tugir þúsunda manna forðað sér burt um helgina, íbúar jafnt sem ferða- menn. Stjórnvöld þar hvöttu íbúa til að halda sig að heiman fram á miðvikudag og báðu ferðamenn um að koma ekki fyrr en um næstu helgi. Allar líkur bentu til þess að Ike kæmi hvergi nærri Key West, þótt svo hafi virst um tíma. gudsteinn@frettabladid.is Ike rústar Kúbu og stefnir á Bandaríkin Níu hundruð þúsund Kúbumenn fóru að heiman meðan fellibylurinn Ike reið yfir eyjuna. Eyðileggingin var mikil en engar fréttir bárust af dauðsföllum. Í suðurríkjum Bandaríkjanna búa menn sig nú undir hamfarir enn á ný. Á REIÐHJÓLI Í ÓVEÐRINU Þessi Kúbumaður lét hvorki steypiregn né storm á sig fá og hjólaði sína leið í Cameguey á Kúbu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Ert þú hlynnt(ur) fyrirhugaðri Bjallavirkjun? Já 47,2% Nei 52,8% SPURNING DAGSINS Í DAG: Á að beita brottvísunum á erlenda brotamenn meira en nú er gert? Segðu skoðun þína á visir.is LÖGREGLUMÁL Tveir karlmenn voru í gær úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 12. september, en þeir eru grunaðir um að hafa átt þátt í hnífsstungu á heimili við Mánagötuna. Lögreglan leitar enn tveggja vegna málsins. Lögreglunni barst tilkynning rétt eftir hádegi á sunnudag frá manni sem sagði hóp manna vera að reyna að ryðjast inn í íbúð sína. Þegar lögregluna bar að garði voru mennirnir á bak og burt en sá sem tilkynnti um atburðinn var með stungusár á læri eftir hníf. Sá sem fyrir stungunni varð sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 í gærkvöldi að hann hefði verið að verja systur sína fyrir ágangi mannanna. Þeir hefðu setið að sumbli í innréttuðum bílskúr tengdum húsinu, þar sem þeir dveljast. Síðan hafi þeir með háreysti heimtað að verða hleypt inn í íbúðina. Þegar systur fórnarlambsins bar að og fór inn í íbúðina hafi mennirnir reynt að brjótast inn á eftir henni, en maðurinn varnað þeim inngöngu. Einn mannanna hafi þá lagt til hans með hnífi og þeir síðan flúið af vettvangi. Ekki eru önnur tengsl á milli hinna meintu árásar- manna og þess sem fyrir árásinni varð en að þeir eru nágrannar. - kóp Tveir úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna hnífsstungu við Mánagötu á sunnudag: Tveir í varðhaldi, tveggja leitað MÁNAGATA Lögreglan leitar enn tveggja manna vegna hnífs- stunguárásarinnar. LÖGREGLUMÁL Stangaveiðifélag Reykjavíkur hótar nú veiðiþjóf- um í Hraunsfirði á Snæfellsnesi kæru til lögreglu. „Þeir leggja net með bökkunum og jafnvel hefur sést til manna við ádráttar- veiði við botn fjarðarins þar sem hrygningarstöðvar laxfiska er að finna,“ segir á svfr.is. „Virðist sem lítill hópur manna af Snæfellsnesi fari fram með þessum hætti og stundi sjálftöku í firðinum í formi netaveiði og hunsi öll lög og reglur svo og rétt þeirra sem veiðiréttinn leigja.“ Eru stangveiðimenn síðan hvattir til að taka niður bílnúmer veiðiþjófa. - gar Veiðiþjófar í Hraunsfirði: Grunur beinist að heimafólki KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.