Fréttablaðið - 09.09.2008, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 09.09.2008, Blaðsíða 39
ÞRIÐJUDAGUR 9. september 2008 23 Brjálaður aðdáandi réðst á Noel Gallagher, gítarleikara Oasis, á tónlistarhátíðinni V Festival í Toronto fyrir skömmu. Þegar hljómsveitin var að spila lagið Morning Glory stökk hann upp á sviðið og ýtti Gallagher í jörðina. Náunginn var umsvifalaust handsamaður af öryggisvörðum og nokkru síðar ákærð- ur fyrir líkamsárás. Eftir árásina gerði Oasis stutt hlé á spilamennsku sinni en hélt síðan ótrauð áfram og spilaði sex lög í viðbót, þar á meðal Don´t Look Back in Anger, Wonderwall og Bítlalagið I Am the Walrus. Aðdáandi réðst á Noel NOEL GALLAG- HER Ráðist var á Gallagher á tónleikum í Toronto fyrir skömmu. Páll Óskar Hjálmtýsson hefur gefið út nýtt myndband við lagið Sama hvar þú ert sem verður á safnplötunni Silfursafnið sem kemur út 1. nóvember. Myndbandið var unnið af grafíklistamanninum Kristjan Zaklynsky og hægt er að nálgast það á síðunum youtube.com/ thisispauloscar, myspace.com/ palloskar og á tonlist.is. Sama hvar þú ert er eftir Sigurjón Kjartans- son en textinn er eftir Pál Óskar. Örlygur Smári annaðist nýja útsetningu á laginu. Það kom fyrst út á fyrstu safnplötu Páls Óskars, Stuð, fyrir fimmtán árum. Gefur út myndband SAMA HVAR ÞÚ ERT Grafíklistamaðurinn Kristjan Zaklynsky vann myndbandið við lagið Sama hvar þú ert. Tískuvikan í New York stendur nú sem hæst. Eftir haust og vetur þar sem fókusinn hefur að miklu leyti verið á snið og skarpar línur virðist vorið ætla að verða töluvert léttara. Hönnuðir á borð við Alexander Wang og Yig- al Azrouel sýndu línur sem einkenndust af látlausum og þægilegum fötum og dálítið sportlegum stíl í ljósum og náttúrulegum litum. LJÓST OG LEIKANDI Í NY Hægt og rólega fer stærð afmælishá- tíðar Monitor að koma í ljós. Halda skal verðlaunaafhendingu á Apótekinu 11. september, á afmælisdegi Monitor og bera verðlaunin það skemmtilega nafn Nöglin. „Verðlaunagripirnir sjálfir eru keyptir hjá sama gaur og gerði verð- launagripina fyrir FM 957-verðlaunin. Hann sýndi okkur svona prótótýpu af FM 957-verðlaunagripnum en sagði að þeir hefðu ekki tímt að kaupa hann og skipt yfir í miklu ódýrari og léttari grip. Þannig að nöglin er í raun verð- mætari en FM 957-verðlaunin. Við erum hégómafyllri en FM 957,“ segir Atli Fannar Bjarkason, ritstjóri Monit- or. Fyrir veisluna er auglýst eftir afmælisdverg, en til hvers? „Við getum ekki gefið upp akkúrat hvert hlutverk hans er en það er mjög virðulegt og skemmtilegt. Það virðist vera erfitt að finna dverg í dag sem er til í að sprella aðeins.“ Manneskja af venjulegri hæð myndi ekki duga? „Við verðum með nóg af þeim og það eru hvort sem er allir búnir að fá nóg af þeim. “ Heyrst hefur að Sirkus Agora muni láta sjá sig. „Ég get ekki staðfest það en maður veit aldrei hvar þetta sirkus- fólk endar.“ Atli lofar góðu teiti. „Þetta verður mjög sér- stakt. Monitor er frekar sér- stakt í íslenskri tímaritaflóru og þetta partí mun vera alveg jafn sérstakt og við erum sér- stök.“ - kbs Monitor hégómafyllri en FM AFMÆLISHÁTÍÐ Atli Fannar, ritstjóri Monitor, leitar að dverg og afhendir Nöglina. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Afslappaður og þægilegur vorklæðn- aður frá Yigal Azrouel. NORDICPHOTOS/GETTY Herðasláin lífgar upp á annars einfaldan klæðnað hjá Yigal Azrouel. Munstraður bolur úr næfur- þunnri bómull og köflóttar stuttbuxur, hjá Karen Walker, eru eflaust þægilegar í sum- arhita. Samfestingurinn frá BCBG Max Azria er mitt á milli þess að vera sportlegur og kvenlegur. Kvenlegu buxurnar frá haustinu halda áfram inn í vorið en eru gerðar sportlegri með stuttum jakka hjá BCBG Max Azria. Stuttur og útskorinn jakki gerir kjól- inn frá Preen afslappaðri en ella, eins og rauðu skórnir. Svartur bolur og bómull- arbuxur verða töluvert töffaralegri með skóm eins og þeim sem Alexander Wang sýndi. F í t o n / S Í A

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.