Fréttablaðið - 09.09.2008, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 09.09.2008, Blaðsíða 22
 9. SEPTEMBER 2008 ÞRIÐJUDAGUR6 ● fréttablaðið ● fl utningar Haukur Weihe og Sævar Birgisson eru eigendur Sendibílastöðvar Reykjavíkur sem býður meðal annars upp á þá nýjung að flytja á öllum tímum sólarhringsins, en einnig að pakka niður búslóð fyrir flutninga. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Sendibílastöð Reykjavíkur er nýr og spennandi kostur þegar kemur að hvers kyns flutn- ingum, en fyrirtækið býður flutningsþjónustu frá A til Ö. „Við kynntumst hjá Jóa Fel þar sem ég er bakari og Haukur var með sinn bíl í erindagjörðum fyrir Jóa,“ segir bakarinn Sævar Birgis- son sem ásamt Hauki Weihe stofn- aði Sendibílastöð Reykjavíkur í júlí- mánuði í fyrra. „Þá sáum við tækifæri á nýrri sendibílastöð og skelltum okkum í slaginn með frábærum árangri og afar góðum viðtökum, keyptum strax nýja bíla, þar af stóra til bú- slóðaflutninga og minni kælibíla sem henta vel fyrir flutning á mat- vöru, grænmeti, fiski og öðru sem krefst kulda við flutning á milli staða,“ segir Haukur þar sem þeir Sævar standa í ströngu við flutning húsmuna í Reykjavík. „Við flytjum allt sem til fellur og bjóðum alhliða þjónustu í flutning- um. Þannig þurfa þeir sem versla við okkur ekki að lyfta litla fingri við annars tímafrekan starfa sem útheimtir mikla orku. Við tökum að okkur að pakka niður búslóð og taka upp á nýjum stað, erum með drífandi mannskap í burð á búslóð á milli staða og hæða, og flytjum á öllum tímum sólarhringsins, sem er nýlunda í sendibílarekstri hérlend- is,“ segir Sævar. „Allri okkar þjónustu hefur verið tekið fagnandi og margir sem hafa nýtt sér búslóðapökkun, sem er þægileg og þjónar vel ólíkum hópum fólks. Hingað til hefur verið þrautin þyngri að fá sendibíl eftir klukkan sex á kvöldin og án góðs fyrirvara um helgar, en það breyt- ir því ekki að margir þurfa að flytja með litlum fyrirvara og þurfa bíl þótt komið sé kvöld, en þar komum við með hjálpandi hendi,“ segir Haukur. Þess má geta að Sendibílastöð Reykjavíkur flytur hvert á land sem er og gengur einnig frá búslóð og öðru í gáma til flutnings milli landa. „Við gerum tilboð í öll verk og erum sanngjarnir í verði; reyndar svo mjög að aðrar sendibílastöðv- ar hafa elt okkur í verði. Þjónust- an er þó það sem mestu skiptir og að fá allt sitt óskemmt á leiðarenda, en í því bjóðum við bæði toppþjón- ustu og toppbíla,“ segja þeir Sævar og Haukur hressir. Hægt er að panta sendibíla hjá Sendibílastöð Reykjavíkur ehf. í síma 568 4400. - þlg Ungir, hraustir og snöggir Oft er fólk að velta fyrir sér hvernig er best að pakka niður og ganga frá búslóðinni á sem öruggastan hátt þegar flutt er. Það sem gleymist þó stundum er að gæta þess hverju skal ekki pakka niður. Það getur beinlínis verið hættu- legt að pakka sumum hlutum í kassa og setja í flutningabíl og einnig getur það valdið miklum vandræðum að týna nauðsynlegum skjölum og öðrum verðmætum. Eftir- farandi ber að forðast að pakka niður:  Eldfim efni. Má sem dæmi nefna eldsneyti og þrýstibrúsa ýmiss konar sem innihalda hár- lakk og annað eldfimt. Þrýsti- brúsar geta líka sprungið og inni- haldið spýtist þá út um allt.  Ýmiss konar vökvar og þá sér í lagi hreinsi- efni. Það má til að mynda aldrei setja ammoníak og klór saman.  Skartgripir og annað smálegt. Best er að hafa slík verðmæti á sér því þau eiga það á til að týnast í stórum kössum.  Mikilvæg skjöl á borð við vega- bréf, fæð- ingarvottorð, trygginga- skírteini og fleira.  Kerti. Þau geta bráðn- að og klístrast utan í það sem fyrir verður. Önnur góð ráð varðandi flutn- inga má finna á vefsíðunni www. realsimple.com en þar er til dæmis hægt að prenta út tékk- lista sem skipulagður er í tíma- röð fyrir flutninga. Hollráð við flutninga Þegar flutt er freistast margir til að henda öllu í kassa á augabragði. Þess ber þó að gæta að ekki má setja hvað sem er í kassana. NORDICPHOTOS/GETTY Hluti nýja Golfbílaflotans kom með Norrænu. Flutningafyrirtækið IceTransport í samvinnu við Heklu sá nýlega um flutning á hátt í tvöhundruð bílum hingað til lands, bæði flug-og sjóleið- ina. Stór hluti bílanna kom með Norrænu í sérútbúnum flutningabílum. 39 komu með Boeing 747-200 flutningavél frá Atlas Air. Það er stærsti farmur af bílum sem komið hefur hingað til lands í einni flugferð. Fleiri komu um loftsins vegu. Flestir bílanna eru af sjöttu kynslóð Volkswagen Golf sem kynntur er hér á landi í þessum mánuði. Allir munu þeir verða sendir sjóleiðina heim aftur til Þýskalands. - gun Miklir bílaflutningar 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.