Fréttablaðið - 12.09.2008, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 12.09.2008, Blaðsíða 22
22 12. september 2008 FÖSTUDAGUR UMRÆÐAN Viðar Guðjohnsen Kristinn H. Gunnarsson, þing-maður Frjálslynda flokksins, hefur enn einu sinni valið þann kost að koma í bakið á samflokksmönn- um sínum en um langan tíma hefur Kristinn unnið bæði gegn mér og forystu flokks- ins undir því yfirskini að hann sé ósammála stefnu flokksins í málefnum inn- flytjenda. Í Fréttablaði dagsins kemur fram að Kristinn hafi á vefsíðu sinni enn einu sinni reynt að draga úr málflutn- ingi bæði formanns og varafor- manns flokksins með skrifum sínum og virðist sem Kristinn H. Gunnarsson reyni sitt besta að draga úr þeim grundvallarbaráttu- málum sem Frjálslyndi flokkurinn boðaði í kosningabaráttunni. Þykir mér það afar miður og er ég í raun undrandi að eftir allan þann mótbyr sem Kristinn fékk við síðustu tilraun sína til uppreisnar að hann hafi enn og aftur ákveðið opinberlega að dylgja um vönduð vinnubrögð flokksbræðra sinna. Það stefnuleysi, magnleysi og sú ósamheldni innan flokksins sem Kristinn H. Gunnarsson elur af sér er ólíðandi og hvet ég þingflokks- formanninn til þess að laga vinnu- brögð sín ella segja af sér sem for- maður þingflokks Frjálslynda flokksins. Höfundur er formaður ungra frjálslyndra. UMRÆÐAN Björgvin G. Sigurðsson skrifar um neytendamál Í vikunni hófst fundaferð við-skiptaráðuneytisins um neyt- endamál. Við höldum opna fundi hringinn í kringum landið í tveim- ur lotum; nú í september og aftur síðar í vetur. Markmiðið er tví- þætt; að kynna stefnumörkun okkar og kalla eftir viðhorfum fólksins í landinu. Hvað brennur á hverjum og einum og hvernig má sem best bæta stöðu almennings í landinu. Stórt skref í stefnumótuninni var stigið fyrr á árinu með úttekt þriggja stofnana Háskóla Íslands um stöðu neytendamála á Íslandi. Þar kemur margt afar gagnlegt fram enda í fyrsta sinn sem úttekt fer fram á stöðu neytendamála hér. Þá hefur fjöldi neytendamála verið færður í búning frumvarpa í ráðuneytinu og urðu mörg hver að lögum í vor. Þar ber hæst endur- skoðun samkeppnislaga, inn- heimtulög, ný lög um neytendalán, lög um greiðsluaðlögun og frum- varp til laga um óréttmæta við- skiptahætti. Miklu skiptir í þessu samhengi að efla stofnanir neytendamála og Neytendasamtökin, bæði fjár- hagslega og lagalega. Slíkar tillög- ur liggja nú fyrir í skýrslu Laga- stofnunar HÍ og síðar í inngangi mínum kynni ég í hvaða farveg þær breytingar fara. Réttarstaða og greiðsluerfiðleikar Markmið heildarstefnumótunar viðskiptaráðuneytisins er að skapa réttindum og hagsmunum neyt- enda verðugri sess í samfélaginu. Ennfremur að vinna gegn háu verðlagi á Íslandi, auðvelda almenningi að takast á við breytta heimilis- og verslunar- hætti, styrkja og auka vit- und neytenda um rétt sinn, innleiða í auknum mæli upplýsingatækni í þágu neytenda og styðja þá til að taka virkari þátt til að sinna hagsmunum sínum á markaði. Nú þrengir að hjá mörg- um sem skuldsettir eru. Fólk sem lendir í efna- hagsáföllum þarf að fá rýmri möguleika til að koma undir sig fótunum á ný og við þurfum að gera allt sem hægt er til að bæta stöðu skuldara og koma í veg fyrir að fólk verði gjaldþrota. Lengi hefur tíðkast hér á landi að þeir sem hafa misst fótanna fjárhagslega, til dæmis vegna slysa eða veikinda, hafa þurft að vera í eins konar skuldafangelsi árum og jafnvel áratugum saman. Gild rök má færa fyrir því að ein- staklingar muni skila miklu meiru og fyrr til samfélagsins fái þeir aðstoð við að semja um raunhæfar greiðslur eða niðurfellingu skulda eftir aðstæðum. Því er brýnt að lögfesta ákvæði um greiðslu- aðlögun og bindum við vonir við að slík löggjöf myndi hafa það í för með sér að gjaldþrotum ein- staklinga fækki verulega. Forsætis- ráðherra hefur kynnt það að slíkt mál muni koma fram og er nú unnið að því í viðskipta- og dóms- málaráðuneytum. Seðilgjöld og yfirdráttarkostnaður Í byrjun árs kynnti ég niðurstöðu starfshóps sem ég hafði áður skipað um gjaldtöku fjármála- stofnana. Niðurstaða hópsins var merkileg um margt og hefur afgerandi áhrif á stöðu stórra mála á borð við seðilsgjaldtöku og yfirdráttarkostnað. Samkvæmt niðurstöðunni er innheimta seðil- gjalda óheimil nema með sérstöku samkomulagi við neytand- ann. Í framhaldinu gaf ég út tilmæli um það sem fylgt er eftir með úttekt- um á innheimtu seðil- gjalda, takmarkanir verða settar á álagningu upp- greiðslugjalda og yfir- dráttarkostnaður verður óheimill nema um hann hafi verið samið og að hann endurspegli upphæð og sé hóflegur. Að þau séu ekki samræmd og óháð yfirdreginni upphæð. Niðurstaða hópsins er afdráttar- laust sú að bankar og sparisjóðir megi ekki á grundvelli laga heim- ila fyrirtækjum eða öðrum kröfu- höfum að bæta fylgikröfum við aðalkröfu gagnvart neytendum. Þá lagði starfshópurinn til að lögfest- ar yrðu reglur í lög um neytenda- lán um uppgreiðslugjald og að þar yrði kveðið á um að gjaldtakan skyldi eiga sér stoð í samningi og að lánveitandi gæti ekki krafist uppgreiðslugjalds ef ástæða upp- greiðslu væri gjaldfelling af hans hálfu. Það frumvarp hefur þegar verið lagt fram og er nú í viðskipta- nefnd Alþingis til meðferðar. Hvað uppgreiðslugjaldið varðar hefur nú verið lögfest á grundvelli niðurstaðna hópsins að óheimilt verði að krefjast greiðslu upp- greiðslugjalds af eftirstöðvum láns í íslenskum krónum með breytilegum vöxtum sem greitt er upp fyrir þann tíma sem umsam- inn er, ef upphaflegur höfuðstóll lánsins er að jafnvirði 50 milljónir króna eða minna. Í þeim tilvikum sem heimilt er að semja um upp- greiðslugjald má fjárhæð gjalds- ins að hámarki vera það tjón sem lánveitandi verður fyrir vegna uppgreiðslunnar. Ef kveðið er á um heimild til endurskoðunar vaxta í lánssamningi með föstum vöxtum skal miða útreikning upp- greiðslugjalds við tímann fram að næsta endurskoðunardegi vaxta. Eftir þessari tillögu var farið og er að finna í lagafrumvarpi um neytendalán. Í skýrslu nefndarinnar kemur fram að óheimilt er að innheimta svokallaðan FIT-kostnað (kostnað vegna óheimils yfirdráttar) nema gjaldtaka eigi sér skýra stoð í samningi. Í framhaldinu var fest í lög að slíkur kostnaður skyldi vera hóflegur og endurspegla kostnað vegna yfirdráttarins. Neytendavakning Það er bæði von mín og vissa að það starf sem við höfum sett af stað í viðskiptaráðuneytinu muni skila sér í vakningu á meðal almennra neytenda. Öflugri og sanngjarnari löggjöf verði á sviði neytendaréttar og ekki síst því að viðskiptaráðuneytið verði fram- vegis og til framtíðar öflugt ráðu- neyti neytendamála. Því er einkar ánægjulegt að kynna afrakstur vinnu undanfar- inna mánaða í formi skýrslnanna þriggja og fara nú um landið og kynna stefnuna og hlusta á raddir fólksins um þessi mál. Hvet ég landsmenn til að mæta á fundina og láta í sér heyra. Höfundur er viðskiptaráðherra. Stórt skref í stefnumótuninni var stigið fyrr á árinu með út- tekt þriggja stofnana Háskóla Íslands um stöðu neytenda- mála á Íslandi. Þar kemur margt afar gagnlegt fram enda í fyrsta sinn sem úttekt fer fram á stöðu neytendamála hér. BJÖRGVIN G. SIGURÐSSON Nýir tímar í neytendamálum VIÐAR GUÐJOHNSEN Dylgjur þingmanns HugurAx / Guðríðarstíg 2-4 / 113 Reykjavík / hugurax@hugurax.is / Sími 545 1000 Microsoft Dynamics AX 2009 Við frumsýnum Hilton Hótel Nordica, þriðjudaginn 16. september Skráðu þig núna www.hugurax.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.